Verktækni - 01.08.1990, Page 12
^íMsákÆ^m
Pétur Einarsson
Skjalalaus samskipti
milli tölva
Er ekki kominn tími til aö tengja?
Hvaö er EDI?
Ritstjóri VERKTÆKNI hefur óskað
eftir að sagt verði frá reynslu Pósts og
síma af skjalalausum samskiptum
milli tölva.
Segja má að mesti vandi við að koma
samskiptum á er að finna hentug verk-
efni og byrja. Póstur og sími gerði
samning við VAN („Value Added Net-
work“ eða „verðmætaaukandi tengi-
lið“) til að flytja upplýsingar á milli
tölvukerfa aðila. I eftirfarandi grein
verður sagt frá hvernig P&s fór að.
Tilgangurinn er að sýna lesendum hve
einfalt málið er. Síðan er það ímyndun-
arafl og hugkvæmni (og að sjálfsögðu
hagkvæmni) sem setja takmörk á hvar
hægt er að finna not fyrir EDI (Elec-
tronic Data Interchange).
Notkun á EDI
fyrir póstþjónustu
A vegum P&s er boðið upp á for-
gangspóstþjónustu (EMS). Þessi
þjónusta byggir á að Pósturinn flytur
pakka og bréf beint frá sendanda til
viðtakanda, með hámarkshraða. Þar
sem þessi þjónusta byggir á hraða,
öryggi og samvinnu margra póst-
stjórna, þarf að fylgjast með öllum
sendingum á öruggan og einfaldan hátt.
Notkun EDI er besta lausnin. Mikil
vinna fór í að skilgreina hvaða upp-
lýsingar ætti að skrá um feril sending-
ar. Þegar búið var að fastsetja atburði
(frá A til I) var mjög einfalt að fella
upplýsingar inn í EDIFACT staðal
(EDI For Administration, Commerce
and Transport). Þegar farið var að
skoða tengimöguleika milli tölvukerfa
póststjórna, kom í Ijós að einfaldasti
máti að skiptast á gögnum var í gegn-
um VAN þjónustuaðila.
EDI stöölun upplýsinga
Vegna skráningar á ferli sendingar var
skilgreindur ákveðin rammi um hvem
atburð, t.d. var fastsett að allir aðburðir
hæfust á EM+bókstaf. EMA er póst-
lagning, EMC er afhending til flutn-
ingsaðila milli landa o.s.frv. Vegna for-
gangspóstsendinga var tekin upp al-
þjóðleg merking á sendingum. Merk-
ing er strikamerki sem er samsett úr
einkenni þjónustu EE
fyrir forgangspóst, 8
stafa númeri, einni var-
tölu og ISO tveggja
stafa landakódi uppruna-
lands. Dæmi EE000-
52011ÍIS er númering
á sendingu 52.011 frá
Islandi. Þannig er tryggt
að upplýsingar sem
sendar eru eigi ein-
göngu við þessa til-
teknu sendingu. Upp-
lýsingum um sendingar
er raðað saman í skrá á
tölvutæku formi. Merki
sendi- og viðtökulands
er sett á haus og hala
(Header, Trailer) sem
fara sitt hvoru megin
við skrána. Margir slík-
ir „ormar“ geta síðan
verið í hverri EDI skrá
Kostir VAN
Notandi A
Ein tenging
Sama útlit á skrám til/frá öllum.
Almenn tenging:
Símakerfið
Gagnanetið
VAN þjónusta
Athugun á að skrá sé rétt stöðluð
Sendingum dreift eftir heimilisfangi
Skrá geymd þar til viðtakanda hentar
að sækja upplýsingar.
Almenn tenging:
Símakerfið
Gagnanetið
Notandi B
Ein tenging
Sama útlit á skrám til/frá öllum.
sem send er til VAN þjónustuaðila,
sem deifir upplýsingum til viðkom-
andi.
EDI tenging
Póstur & sími gerði samning við GE
(General Electric Information Serv-
ices) um notkun á þjónustu, sem það
fyrirtæki veitir undir nafninu EDI-
*EXPRESS. Aðgangur er annað hvort
háhraða með beina tölvutengingu við
kerfið eða innhringisamband á lágunt
hraða. P&s tengist EDI*EXPRESS
með lághraða innhringiaðgangi um
gagnanetsnúmer (2382411690000) í
X.25 gagnaneti í Dannmörku. Hægt er
að fá PC hugbúnað hjá GE. Skjáhermi-
forrit með skráarflutningi t.d. SMART-
COM II er ágætt. Með aðgangsorði er
farið inn í valmynd EDI kerfisins. I
kerfið þarf að skrá upplýsingar um
notanda. Það er gert í valmynd með
aðgerð ADM (Administrative func-
tion). Þegar notandi hefur skráð sig,
samþykkir hann tengingu við aðra not-
endur. Þessir samningar eru gerðir í
valmyndastýrðum spurningarlistum,
sem tilgreina skiptingu kostnaðar við
notkun kerfisins (TPA Trading Partner
Administration).
EDI skrár
Skrá sem send er á EDI formi er sam-
sett úr Itaus, skilaboðum og hala. Haus
samanstendur af einkenni á þjónustu,
einkenni sendanda, viðtakanda, dag-
setningu, tíma og tilvísun sem endur-
tekin er í hala til að tryggja að öll
sending hafi skilað sér. Upplýsingar
eru skráðar í fyrirfram ákveðna röð.
Til dæmis vörutegund + magn + númer
afgreiðslu + þungi + verð + tollnúmer.
Uppbygging gagnaskráa er þannig fast
ákveðin. Ef atriði fellur út er það gefið
til kynna með því að millimerki (+) er
endurtekið t.d. vörutegund+++þungi
+verð. I hala er síðan sett merki um
lok sendingar, tilvísun í haus og fjölda
lína í upplýsingahluta.
EDI sending
Tenging við flutningsaðila er gerð með
vali í gagnaneti og forriti til skráar-
flutnings. Þegar tenging er komin á er
notandi leiddur af valmyndum. Vinna
við þetta er mjög einföld og hægt að fá
forrit sem gangsetur tengingu og skrá-
arllutning með fjölva.
12