Verktækni - 01.08.1990, Qupperneq 15
3/90
Jónasson löntæknistofnun, Þóroddur Björgvinsson löntækni-
stofnun.
Tími: 12.-15. nóvember, kl. 9:00 - 17:00.
Tímabilið október - nóvember (meðal annars)
Tæring málma: Varnir meö yfirborösmeöhöndlun.
Hönnun timburvirkja: Staöallinn ÍST/DS413,
21.-23. nóvember.
Eftirlit meö mannvirkjagerö:
Gæöaeftirlit einstakra verkþátta, 19. og 20. nóvember.
Nytjavatn, 6.-9. nóvember.
Landupplýsingakerfi - kynning, 3. nóvember.
Fasteignamat, 29. - 30. nóvember.
Rekstur - stjórnun - tölvunotkun
Tölvunotkun: PC-tölvur
Efni: Á þessu námskeiöi er fariö ítarlega í algengustu notkunar-
sviö einkatölva s.s. Orösnilld (WordPerfect), töflureikni (PlanPer-
fect) og MS-Dos-stýrikerfið.
Tími: Lok september-byrjun desember, einu sinni í viku frá
20:00-22:30.
Macintosh-námskeið
Þetta eru frá þriggja til fimm daga námskeið á ýmsum tímum
dagsins (morgun-, síödegis-, kvöld- og helgarnámskeiö) sem
endurtekin eru yfir mánuöina sept.-des. Eftirfarandi eru þau
námskeiö sem í boöi eru:
Grunnnám meö Works 2.0, Word 4.0 - ritvinnsla, Excel 2.2 -
töflureiknir, Excel 2.2 - forritun, FileMaker II - skráningarkerfi,
HyperCard - alhliða forritunarkerfi, PageMaker 3.0 - umbrotsforrit.
Konur og stjórnunarstörf
Efni: Þetta er í sjötta skipti sem boðið er uppá stjórnunar-
námskeiö fyrir konur. Helstu efnisþættir eru: Stjórnun og innri
starfshættir fyrirtækja og stofnana. Stefnumótun, áætlanagerö,
eftirlit og mat á árangri. Starfsmannastjórnun og bætt vinnu-
tækni.
Umsjón: Sigríður Jónsdóttir, Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar og Margrét S. Björnsdóttir, Endurmenntunarnefnd H.í.
Tími: Sept.-byrjun desember, einu sinni í viku, alls um 35 klst.
Markviss framsetning efnis -tvö námskeiö
Efni: Ritað mál, framsögn, myndræn framsetning efnis o.fl.
Leiöbeinendur: Baldur Sigurösson MA, Ingvar Sigurgeirsson
kennslufræöingur og Margrét Pálsdóttir BA.
Tími: 22. - 24. október kl. 13:00-18:00 og seinna námskeiöiö
29,- 31. október.
Markviss framsögn (2x5 kist.) 29. - 31. október.
íslenska fyrir tæknimenn - aö skrifa á ísiensku.
Stefnumótun og gerð sóknaráætlunar
fyrir stofnanir og félagasamtök
Efni: Stofnunum og félagasamtökum er jafnt sem fyrirtækjum
nauðsynlegt aö setja sér skýr markmið og gera áætlanir um þaö
hvernig þeim skuli náö.
Á þessu námskeiöi veröur kennd aðferð viö aö vinna aö mark-
miðssetningu og gerð sóknaráætlana fyrir stofnanir, einstakar
deildir eöa félagasamtök. Lögö veröur áhersla á eftirfarandi:
- Hvernig stofnanir eöa félagasamtök setji sér markmiö
og finni út bestu leiðir til aö ná þeim.
- Hvenær þaö hentar aö gera sóknaráætlun og hvaö þarf til.
- Hvernig á aö einbeita sér að mikilvægum atriðum
( starfseminni.
- Áætlunargerö með einföldum en skipulegum hætti.
- Hvernig á aö aölaga slíka áætlunargerö
aö einstökum stofnunum og félagasamtökum.
Leiðbeinandi: Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafarverkfræöingur.
Hann hefur bæöi haldiö slík námskeiö á vegum Endurmenntun-
arnefndar og unniö aö gerö slíkra áætlana fyrir margar stofnanir
og félagasamtök.
Tími: 16. nóvember, kl. 9:00-17:00.
Verkefnastjórnun (Project Management)
Efni: Á námskeiðinu verðurfarið með skipulegum hætti gegnum
eitt eða fleiri raunhæf verkefni (helst frá einhverjum þátttakend-
um) og gert yfirlit yfir hvernig aö þeim skuli staðið á hinum ýmsu
stigum frá upphafi til enda. Áhersla veröur lögö á eftirfarandi
meginatriöi: Einkenni og skilgreining verkefnis, grunnþættir verk-
efnis, greining hagsmunaaðila og áhættu. Markmiö verkefnis,
niðurstaða og hagkvæmni, mynsturáætlun, sundurliöun í verk-
þætti, tímaáætlanir. Skipulag í verkefni, verkaskipting, aöföng.
Framkvæmdaaöferöir, samvinnuform, upplýsingakerfi, hjálpar-
tæki.
Leiöbeinandi: Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafaverkfræöingur.
Tími: 16.-19. október.
Stefnumótun fyrirtækja:
Samkeppni og samkeppnisstaða
Efni: Námskeiöinu er ætlað aö kynna hugtakið stefnumótun og
önnur hugtök sem notuð eru við umfjöllun um stefnumótun fyrir-
tækja. Ennfremur veröur farið yfir grundvallaratriði nútíma-
stefnumótunar, samkeppni, samkeppnisgreiningu og sam-
keppnisstefnur. Aö loknu námskeiðinu eiga þátttakendur aö
vera færir um aö taka þátt í umræðum um og vinnu við stefnu-
mótun i fyrirtæki sínu.
Leiöbeinandi: Guöjón Guðmundsson rekstrarráögjafi og lektor
viö Háskóla íslands.
Tölfræði
Haldin veröa a.m.k. tvö námskeið í tölfræöi, annaö um grunn-
aðferðir, en hitt sérhæföara.
Þættir úr lögfræöi fyrir háskólamenntað fólk
í þjónustu ríkis og sveitarfélaga
Lok sept. - byrjun des. Einusinni í viku (30 klst.)
Gæðastjórnun þjónustu - kynning (25. september)
Reikningsskil fyrirtækja (26. - 28. nóvember)
Fjármálastjórn
Takmörkun gengisáhættu og greiðslutryggingar, í nóvember.
Námskeiö á sviði hugbúnaðargeröar
Gæöastjórnun í hugbúnaöargerö : í október
Kynning á samhliöa vinnslu : nóvember
Hlutbundin forritun : 18. -19. september
OS2-Stýrikerfið
Tölvusamskipti, Unix og notkun gagnabanka :
í október, einn hálfan dag í viku.
Fjóröukynslóðarmál, 19. - 22. nóvember.
Kynning á gluggaumhverfum, 24. september.
Unix kynning : 25. og 26. september
Menningarnámskeið á haustmisseri
Endurmenntunarnefnd mun I samvinnu viö heimspekideild Há-
skólans bjóöa áhugafólki upp á kvöldnámskeið í bókmenntum,
heimspeki, listum, sagnfræöi og tungumálum.
Dagskrá haustmisseris mun liggja fyrir i lok ágúst og geta
þeir sem vilja fengiö hana senda. Skráning á námskeiöin
fer fram í móttöku Tæknigarðs, í síma 694940, en nánari
uppiýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarnefndar
í símum 694923, 694924 og 694925.
15