Verktækni - 01.08.1990, Blaðsíða 16

Verktækni - 01.08.1990, Blaðsíða 16
IBM RISC System/6000 Enn kemur IBM keppinautum sínum í opna skjöldu, að )>essu sinni meö nýrri fjölskyldu firnaöflugra tölvumiöstööva og vinnustöðva, RISC System/6000, og nú eru möguleikarnir nánast ótakmarkaðir. Þessar nýju tölvur byggja á nýrri POWER-hönnun (Perform- ance Optimization With En- hanced RISC), sem felur m.a. í sér að margir örgjörvar geta framkvæmt aðgerðir samtímis. Þannig er hraði minnstu vélar- innar í hópnum 27,5 MIPS (mill- jón skipanir á sekúndu), eða mun meiri en hjá öðrum sam- bærilegum tölvum á markaðn- um. Allt sem við kemur þessum tölvum er mjög fullkomið og ýmist hannað frá grunni eða endurhannað til að mæta af- kastakröfum RISC System/ 6000. Sem dæmi má nefna nýja og hraðvirka IBM microchannel braut, sem afkastar allt að 40 MB á sekúndu með möguleikum á tvöföldun og jafnvel fjórföldun þess hraða, nýja diska með að- gangstíma allt niður í 11,4 msek, ný segulbönd sem geta afritað allt að 2,3 GB á litlar spólur, geisladisk sem geymir allar handbækur með kerfinu, sam- tals 6000MB, og þannig mætti lengi telja. í RISC System/6000 röðinni eru sex nýjar vélar. Þær má nota sem vinnustöðvar (t.d. fyrir teiknikerfi), sem netþjóna (t.d. sem skráamiðlara fyrir UNIX eða DOS vélar) og sem fjölnotenda- vélar (með tengingar fyrir fleiri en 500 tæki). Kerfið notar AIX 3, IBM útgáf- una af UNIX stýrikerfinu, sem hefur verið endurhannað til þess að nýta sér alla kosti RISC System/6000. Nú er alveg sama að hverju þú vinnur: IBM er með tölvu fyrir Þ>g! FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVÍK SlMI 697700 ARGUS/SIA

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.