Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 2

Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 2
Ytt úr vö r Hér með hefur göngu sína nýtt fréttabréf Siglingastofnunar íslands - Til sjávar. Ætlunin er að það komi út íjórum til sex sinnum á ári og að þar verði fjallað um þau verkefni sem efst eru á baugi hjá stofnuninni hverju sinni. Verkefni stofnunarinnar lúta fyrst og fremst að öryggismálum sjófarenda og því, að skapa hagkvæmar og öruggar aðstæður til siglinga og fiskveiða viö landið. Stærstu verkefnaflokkarnir eru eftirlit með skipum og búnaði þeirra, skráning skipa, rannsóknir og áætlanagerð á sviði hafnamála, umsjón með hafnarframkvæmdum er ríkissjóður greiðir að liluta og rekstur vita og leiðsögukerfa. Siglingastofnun er langt frá því að vera fullmótuð enda einungis tæplega eins árs gömul og því vart farin að standa i fæturna. Starfsemin stendur þó á gömlum og traustum merg, því flestir starfsmennirnir komu frá Siglinga- málastofnun og Vita- og hafnamála- stofnun, er lagðar voru niður um leið og nýja stofnunin varð til. Við gerurn okkur grein fyrir að stofnuninni er ætlað það hlutverk að þjónusta sjófarendur og útgerðir. í þeim tilgangi var stofnunin sett á laggirnar. Til að sinna hlutverkinu sem best er nauðsynlegt að viðskiptavinir okkar eigi sem greiðastan aðgang að öllum upplýsingum, er starfsemina varða, og er ætlun okkar að nýta fréttabréfið til þess. Jafnframt er það von okkar að fréttabréfið virki sem kveikja að umræðum og skoðanaskiptum um málefni stofnunarinnar og hjálpi okkur þannig að móta starfsemi hennar til samræmis við óskir og vilja viðskiptavinanna. Með ósk um að þetta nýja fréttabréf megi verða til þess að bæta samskipti Siglingastofnunar við viðskiptavini sína og auka skilning á verkefnum okkar. Hermann Guðjónsson, forstjóri. Stækkun Hafnarfjaröarhafnar Rannsóknir eru hafnar á stækkun Hafnarfjarðarhafnar í líkanstöð Siglingastofnunar. Kanna á möguleika á að byggja nýja viðlegukanta og skapa aðstöðu fyrir flotkví utan við Suðurgarð. Lokið var við uppsetningu líkansins, sem er í mælikvarðanum 1:60, í lok ágúst. Við rannsóknirnar verður leitast við að fínna hagkvæmustu heildarlausnina fyrir kyrrð og legu á mannvirkjum. í þessu skyni verður skoðuð lengd og lega brimvarnargarða utan við fyrirhuguð mannvirki. Unnið verður að þessum rannsóknum næstu mánuði. Líkanstöðin gegnir mjög mikilvægu hlutverki í rannsóknum stofnunarinnar á hafnarmannvirkjum. Fjöldi likana hefur verið settur upp í gegnum árin. Af nýrri verkefnum má nefna Hornafjarðarós og innsiglinguna til Grindavíkur. Árangur af þeim rannsóknum er ótvíræður og hefur t.d. skilað sér í auknu öryggi fyrir sjófarendur við Homaljarðarós. Einnig er nú unnið að dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur og er það gert á grundvelli rannsókna sem fóm fram í líkanstöðinni. Ur líkanstöð Siglingastofnunar. Ljósm.: Kristján Maack Upplýsingar á h e i m a s í ð u Siglingastofnun Islands er með heimasíðu á Internetinu. Þar er að finna almennar upplýsingar um stofnunina og sameininguna, um veður og sjólag, útboð á vegum stofnunarinnar, starfsmenn og netföng og hafna- og vitakort af landinu. Markmiðið er að auka jafnt og þétt þjónustuna á Internetinu með greiðari aðgangi að upplýsingum. Gert er ráð fyrir að efni fréttabréfsins verði aðgengilegt þar innan tíðar. Viðskiptavinir stofnunarinnar eru hvattir til að kynna sér efni heimasíðunnar og koma með ábendingar um hvernig hægt er að auka notagildi hennar. Veffang stofnunarinnar er http:// www.sigling.is/ Hafnarríkiseftirlit á Internetinu r Itilefni af því að 15 ár em liðin frá því að hið svokallaða Parísarsamkomulag um hafnarríkiseftirlit (Paris MOU) var undirritað hefúr verið sett upp heimasíða á Internetinu með ýmsum fróðleik um Paris MOU. Slóðin er: http://www. parismou.org - Þama er m.a. að finna ársskýrslu síðasta árs en í henni kemur fram að fjöldi skipa sem hafa verið sett í farbann hefur ekki verið minni frá 1988. Nýtt veffang Athygli er vakin á því að Siglingastofnun er komin með nýtt veffang/slóð á Intemetinu. Nýja slóðin er http:// www.sigling.is/ og kemur í stað http:// www.vh.is/ Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: http://www.sigling.is/ Fjölmiðlum er frjálst að nota efni blaðsins ef Utgefandi: Siglingastofnun Islands. Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) heimildar er getið. Óskum um áskrift er hægt að Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Abyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. koma á framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 17. september 1997. 2

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.