Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 6

Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 6
Útboð Sialinaastofnunar Stærsta verkið í Grundartangahöfn Frá ársbyijun hafa verið boðin út 27 verkefni á sviði hafnargerðar og sjóvarna á vegum Sigl- ingastofnunar. Verkefnin eru mjög mismunandi að stærð og umfangi, eða frá um 5 m.kr. til 230 m.kr. verkefna. Stærsta verkefnið sem boðið hefur verið út á þessu ári er stækkun Grundartangahafnar, en kostnaðaráætlun í því verki hljóðar upp á um 230 m.kr. Önnur stór verkefni sem hafa verið boðin út eru dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur, brimvamargarður á Húsavík og grjótgarður og sjóvöm á Þórshöfn. Niðurstöður útboða hjá Siglinga- stofnun er ávallt að finna á heimasíðu stofnunarinnar, http: //www.sigling.is, skömmu eftir opnun tilboða. Hér að neðan eru birtar grunnupplýsingar um útboð á þessu ári. Almenna reglan er sú að samið er við lægstbjóðanda. Dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur Dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur er stærsta ríkisstyrkta verkefnið sem stofnunin hefúr boðið út á þessu ári. Samið var við íslensk-færeyska fyrirtækið J&K Petersen verktaka ehf. Þeir áttu lægsta tilboð í verkið, sem þó var um 19% yfír kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem hljóðaði upp á tæpar 132 m.kr. en tilboð J&K Petersen var upp á tæpar 157 m.kr. Verkið felst í því að dýpka innri hluta innsiglingarleiðarinnar til Grindavíkur- hafnar í 7 metra á 15.000 m2 svæði. Stækkun Grundartangahafnar Stærsta verkefnið sem stofnunin hefur boðið út á þessu ári er stækkun Gmndar- tangahafnar. Þetta verkefni er ekki ríkis- styrkt og því alfarið fjármagnað af verkkaupa, þ.e. Grundartangahöfn. Kostnaðaráætlun stofnunarinnar var upp á rúmar 230 m.kr. Verkið felst m.a. í því að sprengja 75 m. langan skurð, reka niður 180 stálþilsplötur, fylla að með 200.000 m3 fyllingu og steypa tæplega 230 m. langan kant á þilið. Fjórir verktakar buðu í þetta verk. Samið var við Völ hf. sem átti lægsta tilboðið, rúmar 222 m.kr. eða um 96% af kostnaðaráætlun. Dags. Heiti útboös Kostnaöaráætlun Lægsta tilboö % Verktaki m. lægsta tilboö Fj. tilboöa 04.2.1997 Blönduós - Sjóvamir sunnan Blöndu 7.435.763 5.867.224 79% Steypustöð Blönduós 4 13.2.1997 Bessastaðahreppur - Sjóvamir 8.279.250 6.666.974 80% Suðurverk hf. 4 12.3.1997 Skagaströnd - Grjótvörn og sjóvarnargarður 17.553.825 19.902.819 113% Rögnvaldur Amason 3 02.4.1997 Sauðárkrókur - Lcnging sandfangara 0 15.438.000 0 Rögnvaldur Ámason 3 02.4.1997 Kokkalsvík - Endurbygging skjólgarðs 5.466.795 4.405.432 81% Guöjón Jónsson Hvolsvelli 4 11.4.1997 Vogar - Viðgerð á Norðurgarði 19.525.000 12.914.385 66% Ellert Skúlason 4 14.4.1997 Grindavík - Dýpkun innsiglingar, 1. áfangi 131.795.000 156.770.000 119% J&K Petersen Verktakar ehf. 3 15.4.1997 ísafjörður - Raflagnir í bátahöfn 4.637.924 2.780.574 60% Rafsjá, Bolungarvík 7 17.4.1997 Akurcyri - Krossancs, þekja og lagnir 12.997.667 12.427.733 96% Katla ehf. 4 29.4.1997 Vopnafjörður - Smábátaaðstaða og grjótvöm 18.448.541 16.905.232 92% Stefán Gunnarsson, Djúpavogi 6 20.5.1997 Scltjarnames - Sjóvamir 9.708.199 7.867.000 81% Borgarvirki og Bergbrot hf. 2 27.5.1997 Borgaríjörður eystri - Skarfaskersgarður 19.542.217 14.928.247 76% Vélaleiga Sigga Þór ehf. 4 19.6.1997 Siglufjörður - Löndunarbryggja, þckja og lagnir 10.339.215 9.348.039 90% Bás ehf. Siglufírði 3 24.6.1997 Hvammstangi - Norðurgarður, stálþil 21.707.198 15.223.611 70% Byggingarfélagið Stapar ehf. 3 25.6.1997 Þórshöfn - Grjótgarður og sjóvörn 71.394.881 53.612.240 75% Hjarðamesbræður ehf. 9 26.6.1997 Þorlákshöfn - Skarfaskersbryggja, þekja og lagnir 24.921.949 18.755.205 75% Heimir Guðmundsson 3 27.6.1997 Húsavík - Brimvamargarður 172.109.945 116.573.134 68% Rögnvaldur Ámason 9 30.6.1997 Eskifjörður - Stálþil við Bræðslu 15.829.926 15.829.926 79% Þ.H. Verktakar 5 02.7.1997 Vcsturbyggð - Upptökubraut og grjótverk 7.683.206 7.524.346 98% Friðgeir V. Hjaltalín 3 10.7.1997 Akranes - Faxabryggja, þekja og lagnir 25.480.276 30.424.770 119% Skóflan hf. 1 11.7.1997 Ólafsfjörður/Akureyri - Dýpkun í höfnum 30.813.750 41.956.500 136% Hagtak hf. 1 14.7.1997 Vcstmannaeyjar - Dýpkun innsiglingar 22.001.018 29.076.353 132% J&K Petersen Verktakar ehf. 1 22.7.1997 Búðahreppur - Hafskipabryggja, þekja og lagnir 11.964.382 11.209.650 94% ó.s. 3 29.7.1997 Súðavík - Stækkun grjótgarðs 12.503.037 17.820.930 142% Jón og Magnús ehf. 3 06.8.1997 Grundartangahöfn - Stálþil 230.526.317 222.229.388 96% Völur hf. 4 25.8.1997 Tálknafjörður - Grjótgarður 6.082.448 4.449.691 73% Friðgeir V. Hjaltalín 2 16.9.1997 Vestmannaeyjar - Friðarhafnarkantur, austurendi - stálþil 35.937.958 29.464.667 82% Skipalyftan hf. 6 Garðskaaaviti 100 ára Aðsókn fram úr björtustu vonum Sunnudaginn 17. ágúst sl. var haldið upp á 100 ára afmæli Garðskagavita. Siglingastofnun og Gerðahreppur stóðu sameiginlega að því að bjóða almenningi að koma og skoða vitana og Byggðasafn Gerðahrepps. Gefinn var út bæklingur af þessu tilefni um vitana og i honum er einnig umfjöllun um byggðasafnið. Talið er að um 600-700 manns hafi komið þennan dag út á Garðskaga í ágætu veðri. Slysavamarfélagskonur buðu gestum upp á kaffi og meðlæti í vitavarðarhúsinu. Aðsókn var fram úr björtustu vonum aðstandenda. Starfsmenn Siglingastofnunar eru nýlega búnir að gera upp eldri vitann. Einnig er búið að hellu- leggja göngustíga á svæðinu. Svæðið er því allt til fyrirmyndar og Garðskagavita sómi sýndur á aldarafmælinu. Garöskagaviti yngri, byggður áriö 1944 Ljósm.: Kristján Maack 6

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.