Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 7

Til sjávar - 01.09.1997, Blaðsíða 7
Útgáfumál Eftirfarandi skýrslur og rit hafa verið gefin út á þessu ári hjá Siglingastofnun. Skrá yfir íslensk skip. Siglingastofnun Islands - janúar 1997. Skrá yfir opna vélbáta. Siglingastofnun Islands - janúar 1997. Skýrsla um stööugleika íslenskra fiskiskipa. Siglingastofnun íslands - febrúar 1997 Gísli Viggósson, Sigurður Sigurðarson, Baldur Bjartmarsson og Ingunn Jónsdóttir. Grindavíkurhöfn. Innsigling. Rannsókn- ir og tillögur til úrbóta. Skýrslur Siglinga- stofnunar íslands, nr. 1 - maí 1997. Dahle, E.A., Myrhaug, D. og Gísli Viggósson. Information System on Waves and Stability of Small Fishing Vessels. Skýrslur Siglingastofnunar íslands, nr. 2 - júlí 1997. Hafnaáætlun 1997-2000 ásamt skýrslunt uni hafnaframkvæmdir 1995 og 1996. Siglingastofnun Íslands-júní 1997. Ymis önnur eldri rit eru til hjá stofnuninni, gefm út af Vita- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun, t.d.: Sérrit Siglingamálastofnunar nr. 1: Notkun gúmmíbjörgunarbáta. Siglingamála- stofnun ríkisins - 1981. Sérrit Siglingamálastofnunar nr. 2: Lækningabók fyrir sjófarendur. Siglingamálastofnun ríkisins - 1982. Sérrit Siglingamálastofnunar nr. 4: Kynning á stöðugleika fiskiskipa. Siglingamálastofnun ríkisins - 1991. Sérrit Siglingamálastofnunar nr. 5: Eldur um borð. Siglingamálastofnun ríkisins - 1990. Hafnalýsing. Flokkun fiskihafna, staðalkröfur og ástandskönnun. 55 hafnir skoðaðar frá desember 1983 til september 1995. Vita- og hafnamála- stofnun - september 1996. Hafnasambandsþing Dagana 9. - 10. október nk. verður haldinn 28. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga að Hótel Sögu í Reykjavík. Aðalframsögumenn verða Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og Einar K. Guðfmnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis. Forstööumenn Siglingastofnunar Hermann Guðj er forstjóri Siglinga- stofnunar. Hann er fæddur 17. okt. 1952 á Patreksfirði Hermann hafði áður gegnt stöðu vita- og hafnamálastjóra frá árinu 1986. Hann er með próf í byggingaverk- fræði frá H.f. og M.Sc. próf frá DTH í Kaup- mannahöfn. Hermann er kvæntur Berthu Sigríði Sigurðardóttur, framhaldsskólakennara, og eiga þau tvö böm. Benedikt E. Guðmundsson gegnir stöðu ráðgjafa á sviði skipatækni. Bene- dikt er fæddur 23. sept. 1939 á Patreksfirði. Hann gegndi áður stöðu siglingamálastjóra hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Benedikt er með M.Sc. próf í skipaverk- fræði frá DTH í Kaup- mannahöfn. Hann er kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur, röntgentækni, og eiga þau þrjú böm. Gísli Viggósson er forstöðumaður rann- sókna og þróunar hjá Siglingastofnun. Hann er fæddur 3. maí 1943 í Reykjavík. Gísli er með M.Sc. próf í bygginga- verkfræði frá NTH í Þrándheimi í Noregi. Hann var áður forstöðu- maður rannsóknadeildar Vita- og hafnamálastofnunar frá 1986. Gísli er kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, skrifstofu- manni, og eiga þau 3 böm. Jón Leví Hilmarsson er forstöðumaður tækni- sviðs. Hann er fæddur 3. okt. 1953 á Litlalandi, Mosfellshr. í Kjós. Jón starfaði áður hjá Vita- og hafnamálastofnun sem forstöðumaður tækni- sviðs frá árinu 1987. Hann er með próf í vélaverkfræði frá HÍ og M.Sc próf í vélaverkfræði frá Stanford University. Jón er kvæntur Elísabetu Láru Þorsteinsdóttur, jarðfræðingi, og eiga þau 3 böm. Tómas Sigurðs er forstöðumaður rekstrarsviðs. Hann er fæddur 29. apr. 1932 á Sauðárkróki.Tómas gegndi áður starfi forstöðumanns Vita- stofnunar. Tómas hóf störf hjá stofnuninni í sumarvinnu árið 1944 og hefur helgað alla sína starfsævi vitamálum. Hann er með meistara- réttindi í vélsmíði. Tómas er kvæntur Sigrúnu Sigurbergsdóttur, kennara, og eiga þau eitt bam. Hallgrímur Ásgeirsson er forstöðumaður stjómsýslusviðs. Hann er fæddur 3. jan. 1962. Hallgrímur starfaði áður sem lögmaður hjá Búnaðarbanka íslands. Hallgrímur útskrifaðist úr lögfræði árið 1993 og varð hdl. árið 1994. Hann er kvæntur Marion Wiechert, framhaldsskólakennara, og eiga þau tvö böm. Guðmundur Guðmundsson kom til starfa í febrúar 1997 og gegnir hann starfi forstöðumanns skipaskoðunarsviðs. Hann er fæddur 7. nóv. 1962 1 Reykjavík. Guðmundur er með meistararéttindi í stál- skipasmíði og M.Sc. í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hann starfaði áður hjá Bifreiðaskoðun íslands sem aðstoðarrekstrarstjóri. Guðmundur er kvæntur Þómnni Stefánsdóttur, hjúkmnarfræðingi, og eiga þau tvö böm. onsson son Upplýsingaskilti við Reykjanesvita Siglingastofnun hefur sett upp upplýsingaskilti við Valahnjúk á Reykjanesi. Þar var fyrsti vitinn við Islandsstrendur byggður, Reykjanesviti, árið 1878. Á skiltinu eru upplýsingar um sögu vitans á fimm tungumálum: íslensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Gamli Reykjanesvitinn var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði orðið fyrir skemmdum i jarðskjálftum. Vitinn stóð fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. „Nýi” Reykjanesvitinn var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Hann er mun stærri en sá gamli var og er 73 m. yfir sjávarmáli. 7

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.