Til sjávar - 01.04.1999, Síða 7

Til sjávar - 01.04.1999, Síða 7
Kynning á starfsmönnum Fjölbreytt flóra starfsmanna Siglingastofnunar á því að Til sjávar hóf göngu sína í september i 1997 hafa starfsmenn stofnunarinnar verið kynntir jöfnum hönclum i fréttabréfinu. t þessu tölublaði eru nokkrir starfsmenn til viðbótar kynntir til sögunnar. í ársbyrjun 1999 störfuðu 83 starfsmenn hjá Siglingastofnun. Flestir starfa i höfuðstöðvum stofnunarinnar í Kópavogi en einnig eru starfandi skoðunarmenn í umdœmum um allt land sem og starfsmenn í vitaþjónustu. Birgir Tómas Arnar, tæknifræóingur á haf- nasviði. Fæddur 29. desember 1965 í Reyk- javík. Stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breið- holti 1987. Lauk BSc prófi i byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1992. Starfaði hjá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík frá 1994 til 1997. Kom til starfa hjá Siglingastofnun 1. febrúar 1997. Kona Birgis er Guðrún Þóra Garðarsdóttir, verkfræðingur, og eiga þau tvo syni. Guðmundur Jónasson, verkfræðingur á hafna- sviði. Hann er fæddur í Reykjavík ll.júlí 1960. Guðmundur lauk bygg- ingaverkfræðiprófi frá Háskóla íslands 1984 og MSc prófi í verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1986. Hann starfaði áður á VSB Verkfræðistofii í Hafnarfirði en kom til starfa hjá Siglingastofnun i febrúar 1999. Guðmundur er kvæntur Hönnu Ingibjörgu Birgisdóttur, svæfingahjúkrunarfræð- ingi, og eiga þau tvo syni. Rannveig Sveinbjörns- dóttir, tækniteiknari á hafnasviði. Fædd í Reykjavík 20. september 1952. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hóf störf hjá Vita- og Hafnamálastofnun, 1981. Rannveig er gift Páli Valdimarssyni, rafveituvirkja, og eiga þau eitt bam. Ingunn Erna Jóns- dóttir, verkfræðingur á hafnasviði. Hún er fædd 1. september 1962. Ing- unn lauk byggingaverk- fræðiprófí frá Háskóla íslands 1987 og MSCE prófi frá University of Washington 1989. Hún kom til starfa hjá Vita- og Hafnamálastofnun 1990. Ingunn er gift Jónasi Þór Snæbjörnssyni, verk- fræðingi, og eiga þau tvö böm. Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur á hafna- sviði. Hann er fæddur þann 12. júlí 1956 í Reykjavík. Sigurður lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Háskóla íslands 1980 og meistaraprófi frá DTH í Kaupmannahöfn 1982. Vann sem verkfræðingur hjá Asbjörn Habberstad A/S við Odense Stálskipsværft í Danmörku 1982-1984. Kom til starfa hjá Vita- og Hafnamálastofnun 1984. Sigurður er kvæntur Hrönn Sævarsdóttur, innanhússarkitekt, og eiga þau þrjú böm. Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir, starfs- maður í bókhaldi á skrifstofusviði. Fædd í Keflavík 4. nóvember 1953. Þóra er gagn- fræðingur frá Gagn- fræðaskóla Keflavíkur 1970 og stundaði nám i öldungadeild Flensborgarskóla í stærðfræði og tölvu 1997-1998. Vann áður skrifstofustörf hjá Rafveitu Keflavíkur, Nóa-Siríusi, Nýborg og Vogabæ. Þóra kom til starfa hjá Siglingastofnun 1. nóvember 1998. Eiginmaður Þóru hét Ingibert Pétursson og eignuðust þau þrjár dætur. Jóhanna Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur á skrifstofusviði. Fædd á Hofsósi 28. janúar 1963. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki 1983. Viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1989. Kom fyrst til starfa á Vita- og Hafnamálastofnun 1983. Vann hjá Rannsóknadeild ríkisskattstjóra 1989 en kom svo aftur til starfa hjá Vita- og Hafna- málastofnun í nóvember 1989. Jóhanna er gift Þorvaldi S. Þorvaldssyni, matreiðslumanni, og eiga þau tvo syni. Grínia Sóley Gríms- dóttir, starfsmaður i nióttöku, skrifstofu- sviði. Fædd í Reykjavík 9. júní 1974. Stúdent úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1994. Hóf störf hjá Vita- og Hafnamálastofnun í nóvember 1994. Gríma er í sambúð með Róberti Frey Kolbeins, þrívíddarhönnuði, og eiga þau eina dót- tur. Guðjón Scheving Trygg- vason, verkfræðingur á vitasviði. Fæddur 7. október 1951 í Vest- mannaeyjum. Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1971 og prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1976. Hóf störf hjá Vita- og Hafna- málastofnun 1976. Guðjón er kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur, meinatækni, og eiga þau þrjú böm. Hlvnur Skúli Auð- unsson, lögfræðingur á skipasviði. Fæddur í Reykjavik 23. mars 1969. Stúdent frá Burford School & Community College, Oxford, Eng- landi. Útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands 1995. Aður en Hlynur Skúli kom til starfa hjá Siglingastofnun í ágúst 1998 starfaði hann sem verkefnisstjóri yfir fjármagnstekjuskatti hjá embætti Ríkisskattstjóra. Meðal efnis í næsta blaði maí / júní 1999 • Nýtt evrópskt GPS kerfi? • Tilskipun ESB um öryggi fiskiskipa 7

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.