Til sjávar - 01.08.1999, Qupperneq 5

Til sjávar - 01.08.1999, Qupperneq 5
indaveður og Ægir ekki sérlega árenni- legur. Leiðin til baka sóttist seint og ekki þurran blett að finna á skipverjum við komuna í Oðinn. Það var því kærkomið að leggjast upp í hlýtt rúmið þetta kvöld. Góðar minningar frá Galtarvita 26. júnf: Það er kominn laugardagur og varðskipið komið norður fyrir Súganda- fjörð á móts við Galtarvita. Þegar við vorum ræstir um kl. 9.30 var okkur ljóst að við vorum ekki í náðinni hjá veður- almættinu. Morgunmaturinn rann þó ljúflega í vestfirskum veltingi og menn spáðu í lendingarhorfur við vitann. Það þótti nokkuð tvísýnt að fara enda skilyrði til lendingar erfið þegar Kári er í svona ham. En í rauninni var þetta aldrei vafa- mál. Guðmundur Bemódusson gjörþekkir staðinn frá því hann var vitavörður í Galtarvita á árunum 1979-1982 og gat gefið Lúðvíki stýrimanni og Óskari bátsmanni góð ráð. Hins vegar þótti ekki ráðlegt að fara með nemanda í þessa ferð. Ferðin gekk vel, siglt var inn á lensi og aldan fleytti okkur inn á hárréttan stað. í Galtarvita var skipt um vindrafstöð auk hefðbundins eftirlits. Skilyrði til þess voru vægast sagt slæm; hávaðarok og napurt. En það er eins og engar aðstæður komi þeim félögum Sigurjóni og Guðmundi á óvart. Öllu vanir. Ekki var hægt að skilja við Galtarvita án þess að biðja Guðmund að segja okkur aðeins frá dvöl hans, staðháttum og starfi vitavarðar. Vitinn var upphaflega byggð- ur 1920 og sömuleiðis vitavarðarhúsin en núverandi viti er frá 1959. Galtarviti stendur við Keflavík sem er mitt á milli Skálavíkur og Súgandafjarðar. Fjallið norðan við vitann heitir Öskubakur og sunnan við er Göltur. Guðmundur sagði að vitavarðartíminn hefði verið mjög ánægjulegur og hann ætti góðar minning- ar frá þeim tíma. Hann sýndi okkur einnig fyrrum híbýli sín en nokkuð er um liðið frá því að síðasti vitavörðurinn yfirgaf staðinn í júlí 1994. Ljósavélin á staðnum var hins vegar í fullu fjöri og Guðmundur sneri henni í gang í fyrstu tilraun. Saltfiskur og skata, nema hvað? Við komum aftur til skips um klukkan tvö. Þar beið okkar ljúffengur saltfiskur og skata sem Jón kokkur hafði framreitt. Hvað á betur við á Vestfjarðamiðum? Um borð í Óðni var ávallt fiskur í hádegi og á kvöldin yfirleitt kjötréttir. Það ætti því enginn að geta orðið svangur um borð í Óðni. Nú var stefnan tekin á Jökulfirðina en næsti áfangastaður var Sléttaeyri í næsta nágrenni við Grænuhlíð. Þangað vorum við komnir um kaffileytið. Þar var hefðbundið eftirlit og GPS-mæling. Guðmundur fræddi okkur á því að undir norðangarranum. Við vorum sem sagt komnir að Straumnesi. Það var hávaðarok og úfinn sjór þegar við nálguðumst Straumnesvita á gúmbátnum í morgun- sárið. Flakið af Goðafossi (fórst 1916 við Straumnes) í Aðalvíkinni minnti okkur á smæð mannanna andspænis náttúru- öflunum. Sauöanesviti viö Súgandafjörö var sólarrafvæddur í sumar. V/s Óðinn sést í fjarska. Grænuhlíð hafi orðið mikið sjóslys árið 1951 þegar togarinn Egill rauði strandaði þar og fórust 5 en 29 björguðust. Síðasti viðkomustaður dagsins var Æðey í ísafjarðardjúpi. Þangað komum við um kvöldmatarleytið. Heldur hafði nú lægt frá því um morguninn og í raun hið ágætasta veður þegar við stigum á land í Æðey. Þar var hefðbundið eftirlit og GPS mæling. Þar sem þetta var síðasti við- komustaður dagsins gafst tími til að skoða eyjuna og margir skipverjar fóru í land, þ.á.m. flestir nemanna en svo skemmtilega vildi til að einn þeirra ólst upp í eynni. Þetta kvöld fóru nokkrir skipverjar að kafa í innsiglingunni hjá bónda- num í Æðey. „Martröð múrarans“ á Straumnesi 27. iúnf: Von okkar um að veðrið færi að iagast þegar við værum komnir á Vestfirðina var nánast úti. í það minnsta höfðum við fengið heldur lítinn skammt af sólarstundum, bæði í Breiðafirði og á Vestfjörðum. „Þetta lagast ekkert fyrr en þú ferð frá borði“ voru skipverjar farnir að segja við mig en þetta var næst síðasti dagur minn um-borð. Kannski reyndust þeir sannspáir. I það minnsta var ömurlegt veður þegar við vöknuðum í bítið sunnudaginn 27. júní. Skipið lagðist inn á Aðalvíkinni í nokkru skjóli frá Lendingin gekk ágætlega við nokkuð erfið skilyrði. Fljótlega kom í ljós að það þurfti að sækja fleiri rafgeyma í varð- skipið þar sem þeir sem fyrir voru reyndust ónýtir. Landhelgisgæslumenn lentu þá í nokkrum erfiðleikum vegna vélarbilunar sem varð í gúmmíbátnum og kalla þurfti á annan bát til aðstoðar. Talsverður spölur var frá lendingunni að vitanum og þurfti að bera þangað marga geyma, veðurstöð og annan búnað. Hér var nokkur vinna framundan þar sem skipta þurfti um veðurstöð en hún hafði verið biluð um alllangt skeið. Vitinn á Straumnesi er með hærri vitabygg- ingum (24 m). Hann er stundum kallaður „martröð múrarans" vegna þess hve erfiður hann er viðfangs í viðgerðum. Dvölin á Straum- nesvita var með þeim lengstu í ferðinni en kannski ekki sú ánægjulegasta. Veðrið var hrein hörmung; kalt, hífandi rok og rigning með köflum. Við komum aftur um borð um kl. 15 og ég get vart sagt að ég hafi kvatt Straumnesvita með söknuði. En ég átti eftir að sjá hann í öðru ljósi síðar. frh. á bls. 6 „Vitinn á Straumnesi er með hœrri vitabyggingum (24 m) en farinn að láta á sjá. Hann er stundum kallaður „martröð múr- arans“ vegna þess hve erfiður hann er viðfangs í viðgerðum“. 5

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.