Til sjávar - 01.08.1999, Side 6

Til sjávar - 01.08.1999, Side 6
n* frh. af bls. 5 s g fann fyrir mikilli tilhlökkun því framundan var ferð á Horn- bjargsvita. Siglingaleiðin um Hornstrandir þykir afar sérstök og stór- brotin en því miður var ekkert skyggni og við gátum ekki borið dýrðina augum, mér til mikilla vonbrigða. Það var því lítið annað að gera en að halla sér og hvíla sig eftir erfiða ferð í Straumnesvita. Jafnvel var talað um að ekki yrði hægt að komast í land á Horni vegna óhagstæðrar vind- áttar en lendingin þar getur verið mjög erfið. Að Horni komum við undir kvöld. Eftir kvöldverð fórum við í land. Veður var mun betra en útlit hafði verið fyrir en þó lá þoka yfir. Skipverjar voru í engum vafa um að hægt yrði að lenda. Þrátt fyrir að vind hefði hægt verulega og í raun komið mjög gott veður þá var enn talsverð undiralda og allstórar öldur brotnuðu í fjörunni. Þegar svo háttar er augsýnilega skemmtilegra í vinnunni hjá gæslumönnum, eitthvað til að takast á við. Bátarnir fylltust af sjó í lendingunni á örskotsstund, svo mikið var brimið. A Hornbjargi var skipt um búnað veðurstöðvarinnar, vitinn GPS-mældur og venjubundið eftirlit fór fram. Vitavarðar- húsið kom mér verulega á óvart. Það lætur lítið yfir sér en er geysistórt og rúmar mikinn fjölda gesta ef svo ber undir. Vitaverðir á Horni hafa margir hverjir orðið þjóðþekktir, t.d. Ólafur Þ. Jónsson, betur þekktur undir nafninu Óli kommi, og Jóhann Pétursson sem var vitavörður á Homi í um aldarfjórðung. Margir skipverjar, sérstaklega nemar- nir, fóru í land. Þar sem þetta var síðasti viðkomustaður dagsins gafst tími til að skoða sig um í stórbrotnu landslagi. A leiðinni til skips tókum við á okkur smá krók og skoðuðum þetta magnaða umhverfi, þ.á.m. Blakkabás og Fjalirnar svonefndu. Við komum svo aftur til skips um miðnætti. Glæsilegur viti á litlu skeri 28. júni: í dag var lokadagur minn í vita- túrnum en ferðin í heild rétt að verða hálfnuð. Fyrsti viðkomustaður var Selsker á Húnaflóa og þangað komum við í blíðskaparveðri. Skipt var um geyma, GPS-mæling og venjubundið eftirlit. Vitinn á Selskeri er glæsileg bygging, 16,5 m há, byggð í sama stíl og Akranes- viti og fleiri vitar. Það er óneitanlega skrítið til þess að hugsa hvernig menn yfirleitt fóru að því að byggja svo glæsi- legan vita á skeri sem þessu fyrir um 50 árum með þeirri tækni sem menn bjuggu yfir. Við byggingu Selskersvita henti það starfsmenn eina nóttina að það gerði aftakaveður. Sigurður Pétursson verk- stjóri fann það á sér að starfsmenn kynnu að vera í hættu og dreif þá alla inn í ókláraða vitabygginguna. Um nóttina varð brimið svo mikið að öll tjöldin fuku út á haf og varð ekki bjargað. Næsti áfangastaður skipsins og minn síðasti í þessari ferð var Málmey á Skaga- firði en þangað er nokkurra klukkustunda sigling. Eftir hádegi átti Fokker-vél Land- helgisgæslunnar leið um og tækifærið var notað til að varpa dagblöðum niður til skipverja. Minnstu munaði að þeim tækist að hitta beint á skipið. Pakkinn hafnaði rétt hjá og hann var svo hífður upp með háfi. Þegar hér var komið sögu hafði Einar skipherra frétt að varðskipið Týr væri á leið suður frá Akureyri þar sem það var í slipp og möguleiki var á að skipin gætu mæst í mynni Skagafjarðar um klukkan 18 þennan dag. Undirritaður gæti því fengið að fljóta með því til baka í stað þess að fara í land og fljúga suður. Mér leist vel á þessa hugmynd - gaman að geta farið um borð í annað varðskip og átt þess kost að sjá Hornstrandir í góðu skyggni á leiðinni til baka en veðurútlitið var gott. Við komum að Málmey á Skagafirði um kl. 15. Veður var mjög gott, hlýtt og sólin gægðist fram. Á leiðinni rifjaði Sigurjón rafvirki upp þau álög sem sögð eru hvfla á eyjunni: Að engin hjón megi búa í eyjunni lengur en 20 ár. Sagt er að þá hverfi húsfreyjan og sjáist aldrei fram- ar. Engin byggð hefur verið í eynni síðan 1950 en þá brann bærinn á Þorláksmessu. í Málmey var aðeins um að ræða hefð- bundið eftirlit og gerðum við mjög stuttan stans en við þurftum líka að hafa hraðar hendur til að geta náð Tý. Kveðjustund Þá var ekki annað fyrir mig en að taka saman föggurnar og kveðja félaga mína Guðmund og Sigurjón og aðra í áhöfn Óðins. Það var sem við manninn mælt þegar við mættum Tý var að bresta á enn meiri blíða og e.t.v. tákn um að nú gengju veðurguðirnar í lið með skipverjum Óðins það sem eftir var ferðarinnar. „Vertu viðbúinn því að vera drullu- sjóveikur á Tý“, sögðu hásetarnir mér, greinilega fullvissir um að Óðinn, sem er elsta skip Landhelgisgæslunnar, sigli mun betur ölduna en flaggskipið sjálft, Týr. Gunnar yfirstýrimaður og Bjössi háseti fylgdu mér síðasta spölinn á gúmbáti og svo var gefið hressilega í, kannski til að minna mig á að nú væri senn úti ævintýr. Á leiðinni til baka var hið besta veður, varla að hafið gáraðist. Ég sá þá Horn- strandir og Vestfirði í allri sinni dýrð, þ.m.t. Straumnesvita, þá sýn sem mér var hulin á leiðinni norður. Við komum til Reykjavíkur um kl 14 þriðjudaginn 29. júní og þar með var ævintýrinu lokið. Eftir situr ógleymanleg ferð og dýrmæt reynsla fyrir eðallandkrabba. Og veðrið gekk í lið með Óðni það sem eftir var ferðarinnar. Það skyldi þó ekki vera að brottför mín hafi eitthvað haft með það að gera? Sigurjón Ólafsson. Unnið við búnað veðurstöðvar á Hornbjargi sumarið 1999 6

x

Til sjávar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.