Til sjávar - 01.09.1999, Qupperneq 2

Til sjávar - 01.09.1999, Qupperneq 2
Frá forstjóra 0. Þrjú ár frá sameiningu ann 1. októbcr 1999 eru þrjú ár liðin frá því Siglingastofnun varð til við samruna Siglingamálastofnunar og Vita- og hafnamála- stofnunar. Rcynslan sýnir að ákvörðun um sameiningu átti fullan rétt á sér. Það er auðveldara fyrir eina öfluga stofnun en tvær litlar að aðlaga sig sífellt nýjum kröfum og tækniframförum, þar sem hún hefur bolmagn til að hafa í þjónustu sinni sérhæfða starfsmenn á fleiri sviðum. Með samstarfi sérfræðinga, sem áður störfuðu á afmörkuðu sviði í hvorri stofnun fyrir sig, hafa verið tekin fyrir og leyst ný og fjölþættari verkefni en áður, er lúta að öryggismálum sjófarenda. Þá hefur sameiningin leitt til betri nýtingar á mannafla og aðstöðu. Vinnuumhverfi stofnunarinnar er síbreytilegt og hraði breytinganna fer vaxandi. í þessu sambandi má nefna eftirfarandi atriði: Samevrópskar kröfur gilda um smíði og búnað ftskiskipa í stað séríslenskra áður. Ný fiskiskip eru smíðuð fyrir Íslendinga í fjarlægum löndum svo sem Kína og Chile í stað nágrannalandanna áður. Stofnuninni er gert að sinna eftirliti með erlendum skipum, er koma til landsins, en áður sinnti hún einungis eftirliti með íslenskum skipum. Breyttar reglur um skatta, þjónustu- gjöld og samkeppni gera nú nýjar kröfur um verðlagningu þjónustu, bæði hjá stofnuninni og höfnum landsins, sem eru í eigu sveitar- félaganna. Bættar samgöngur á landi og breytt útgerðarmynstur hafa haft mjög mismunandi áhrif á tekjumöguleika og afkomu einstakra hafna. Sérstaklega eiga hafnir í litlum jaðar- byggðum á landsbyggðinni í vök að verjast. Framangreind atriði eru meðal annars þess valdandi, að nú er i undirbúningi endurskoðun flestra laga og reglugerða, er fjalla um verkefni stofnunarinnar. Vonandi tekst vel til með nauðsynlegar breytingar þannig að útgerð og rekstur hafna fái að dafna um land allt. Jafnframt er óskandi að Siglingastofnun takist að þróast í takt við kröfur tímans og geti þannig veitt viðskiptavinum sínum tilætlaða þjónustu á lipran og hagkvæman hátt en þó ávallt með öryggi sjófarenda að leiðarljósi. frh. af hls. 1 kaupskip í rekstri íslenskra útgerða á íslenska skipaskrá, eða mögulega alþjóð- lega íslenska skipaskrá. Þetta mál hefur verið til athugunar um nokkurt skeið, en ég tel brýnt að grípa til aðgerða í þessu máli sem fyrst. Þá vil ég einnig vinna að því að mögulegt verði að heimila tvískrán- ingar ftskiskipa, þ.e. að geftn verði heim- ild til að skrá íslensk fískiskip í þurrleigu á skipaskrá annarra þjóða. Hugmyndir sem þessar hafa æ oftar verið settar fram, en ljóst að um er að ræða margslungið mál sem varðar bæði fiskveiðistjórnunina pólitískt, en einnig alþjóðavæðingu íslenskrar útgerðar. Öryggismál sjómanna er nokkuð sem mér er ljúft og skylt að greiða götu eftir megni. Það er mín skoðun að löngu sé orðið tímabært að gera langtímaáætlun um öryggismál sjómanna. Ég vil að áætlunin verði unnin í nánu samráði við hagsmuna- aðila og síðan afgreiða hana með þings- ályktun til að gefa henni vægi. Þá vil ég nefna að hafín er vinna við úttekt á framkvæmd hafnarríkiseftirlits hér á landi. Sú vinna miðar að því að kanna hvort lagaheimildir hér á landi séu fullnægjandi, t.d. til kyrrsetningar skipa, og hvort framkvæmdin sé í samræmi við reglugerðir. Þannig er ljóst að af mörgu er að taka sem allt stefnir að því að bæta aðstöðu í höfnum landsins og auka öryggi sjómanna." Ríkari kröfur gerðar til ríkisstofnana Sp: Sérðu fyrir þér að starfsemi Siglinga- stofnunar muni breytast á nœstu árum? „Já, ég get ekki neitað því að ég get vel séð fyrir mér ákveðnar breytingar á Siglingastofnun á næstu árum, þó ég sé kannski ekki tilbúinn til að fara nánar út í þær hugmyndir að svo stöddu. Þó get ég sagt að sú þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu almennt á undanförnum árum, þar sem ríkari kröfur eru gerðar til ríkisstofnana, er að mínu skapi. Þróunin er sú að einkaaðilar bjóða þjónustu á flestum sviðum og því er eðlilega sú krafa uppi að ríkisstofnanir veiti ekki óeðlilega sam- keppni. Ég hef þegar nefnt hugmyndir um stofnun sjálfstæðrar skoðunarstofu, en ég sé fyrir mér að það gæti orðið fyrsta skrefið í þróun sem tæki yfir einhvern tíma. Ég vil undirstrika að hér er ég aðeins að setja fram hugmyndir I þessa áttina, en ekkert hefur verið rætt um frekari útfærslur á þeim eða ákveðið.“ Þjónustugjöld fara vaxandi Sp: Umrceða um samspil skatta og þjónustugjalda í opinberum rekstri er mikið tii umrœðu. Hvaða leið telur þú að eigi að fara til að standa undir rekstrar- kostnaði Siglingastofnunar og þeim verkefnum sem hún sinnir? „Þess ber fyrst að geta að nefnd er að störfúm til þess að ijalla um framtíðarstefnu I hafnarmálum, og að útkoma úr starfi þeirrar nefndar verður kynnt á Hafnasambandsþinginu. Starf þessarar nefndar tekur vissulega eingöngu til hafna, en sem-almennt svar við þessari spumingu vísa ég nokkuð til svars míns við spumingunni hér á undan um mögulegar breytingar á Siglinga- stofnun á næstu árum, þ.e. að á þessu sviði sem öðrum er ljóst að þáttur þjónustu- gjalda mun fara vaxandi. Ég tel sjálfsagt að stefna að því að rekstur stofnunarinnar geti skilað sem mestum tekjum. Þó er ljóst að mörg verkefni sem undir stofnunina heyra em þess eðlis að þáttur ríkisins við framkvæmd þeirra mun áfram verða verulegur og ekki hægt að ætlast til þess að grundvallarbreyting verði þar á. Hins vegar má svo endalaust deila um hver sá þáttur ríkisins á að vera, en sjálfsagt að hafa að Ieiðarljósi að reyna að lágmarka hann hverju sinni. Eftir sem áður er markmiðið það að leggja til þá þjónustu sem tryggir það umhverfí sem af lögum leiðir, og einnig að við þurfúm að tryggja sem best öfiuga Siglingastofhun." Sp: Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég hef í mörg ár átt gott samstarf við starfsmenn Siglingastofnunar og þekki vel hversu mikilvæg sú þjónusta er sem þar er veitt. Sem ráðherra samgöngumála vil ég því tryggja sem 'best framvindu allra þátta siglingamála og vænti góðs samstarfs við það ágæta fólk sem starfar á Siglinga- stofnun og hefur yfir að ráða mikilli reynslu og þekkingu sem ég vil að nýtist okkur öllum sem best.“ Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: www.sigling.is Fjölmiðlum er frjálst að nota efni blaðsins ef Útgefandi: Siglingastofnun íslands. Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) heimildar er getið. Óskum um áskrift er hægt að Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Abyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. koma á framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 23. september 1999. 2

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.