Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 4
Ráðgjafarstörf erlendis Brimvarnargarður hannaður fyrir Norðmenn - E. Phil & S0n / ístak átti lægsta tilboð Sumarið 1998 komu fulltúar frá Kystverket í Noregi í heimsókn til Siglingastofnunar (SÍ) til að kynna sér gerð brimvarnargarða, einkum bermigarða. í framhaldi af þessari ferð var ákveðið að Siglingastofnun tæki að sér hönnun og ölduhæðarrannsóknir á nýjum bermigarði á suðvesturströnd Noregs. Leiöandi aðili í heiminum Astæða þess að leitað var til Siglinga- stofnunar er sú reynsla sem hún býr yfir við hönnun bermigarða en Norðmenn telja Siglingastofnun vera leiðandi aðila á heimsvísu á þessu sviði. Yfir 20 slíkir garðar hafa verið hannaðir og byggðir hér á landi frá 1983 og er það um helmingur þeirra bermigarða sem hafa verið byggðir í veröldinni. Aðrir aðilar sem koma að verkefhinu eru: Háskólinn í Þrándheimi, SINTEF, sem annaðist líkantilraunir af Sirevág- höfn, ráðgjafarfyrirtækið Norconsult, sem annaðist útboðsgögn, og Jarðfræðistofan Stapi sem vann að grjótnámsrann- sóknum. Fyrir hönd Siglingastofnunar hafa verkfræðingarnir Gísli Viggósson, Sigurður Sigurðarson og Ingunn Jóns- dóttir unnið að verkinu. í febrúar sl. var gerður ramma- samningur milli Siglingastofnunar og Kystverket um að SI veiti ráðgjöf varð- andi hafnaáætlanir og hafnaframkvæmdir, bermigarða og aðrar framkvæmdir við hafnir og strendur. Bermigarðurinn verður staðsettur fyrir utan lítið fiskiþorp, Sirevág, sunnan við Stavanger. Höfnin er mjög opin fyrir vestlægum vindum og öldu úr Norður- sjónum. Samkvæmt niðurstöðum ölduhæðar- reikninga SÍ og öldumælinga síðastliðinn vetur miðast hönnunarálag við 7 m kenniöldu. Til að hægt sé að byggja bermigarð sem uppfyllir kröfur SI til stöðugleika þarf stórgrýtið í ystu kápu að vera milli 20 til 30 tonn. Það þýðir að beita þarf stærstu jarðvinnutækjum sem völ er á. Hönnun berrnigarðs ræðst að verulegu leyti af gæðum stórgrýtis og möguleikum á að fá stórar blokkir úr grjótnámum. Jarðfræðistofan Stapi var fengin til að kanna hvort hægt væri að finna stórgrýti sem uppfyllti kröfur SI. Boraðar voru kjarnaholur víðs vegar um klappirnar. Niðurstöður rannsókna Stapa á námum var að hægt er að fá nægjanlegt magn af stórgrýti sem uppfyllir gæðakröfur. Til að vinna allt efnið þarf að opna námu við bermigarðinn, aðra sem er gegnt garðinum og þá þriðju sem er í um 2ja km fjarlægð. Mikinn hluta af efninu þarf að flytja sjóleiðis. Þrisvar sinnum stærri en í Bolungarvík Siglingastofnun hefur skilað skýrslu um öldurannsóknir og aðra um hönnun og verklýsingu fyrir bermigarðinn. Við hönnun garðsins er leitast við að hafa hann eins stöðugan og kostur er. Það er gert með því að hafa stærsta grjótið þar sem áraunin er mest. Þannig nær stærsta grjótið 20 - 30 tonn niður á 1 m dýpi. Araunin minnkar eftir því sem neðar dregur og nær 10-20 tonna grjót frá 1 m dýpi niður á 7 m dýpi. Frá 7 til 12 m dýpi er 4 - 10 tonna grjót. Undir stórgrýtinu er 1 - 4 tonna grjót. I garðinn fara um 640.000 rúmmetrar af sprengdu efni, þar af helmingur stórgrýti yfir 1 tonn. Til samanburðar fóru 200.000 rúmmetrar í brimvamargarðinn í Bolungarvík. Garðurinn verður 500 m langur og verður að hluta til byggður á klöpp með breytilegu dýpi (3-22 m) en garðendinn á sandbotni með 18 m dýpi. Fulltrúar frá Kystverket og ráðgjafar- fyrirtækinu Norconsult voru í heimsókn hér á landi í september og kynntu sér m.a. bermigarða í Helguvík, Keflavík, Bol- ungarvík og á Homafirði. Niðurstöður útboðs Áður en verkið var boðið út var viðhaft forval. Sex verktökum var boðið að bjóða í verkið, fjórum norskum (AF Spesial- prosjekt, NCC Eeg-Henriksen, Selmer og Veidekke) og Suðurverki og E. Phil & Son/Istaki. Tveir síðastnefndu verktakar- nir hafa mikla reynslu á þessu sviði. Tilboð í verkið voru opnuð 22. sept- ember 1999. Engin kostnaðaráætlun lá fyrir. Fyrirtækið E. Phil & Son / ístak bauð lægst eða 678 milljónir króna. Sjá nánar töflu á bls. 6. Gert er ráð fyrir að vinna við verkið hefjist i desember nk. og eigi að ljúka í desember 2001. Siglingastofnun og Jarðfræðistofan Stapi munu aðstoða við eftirlit með framkvæmdunum með reglulegum heimsóknum meðan á framkvæmdum stendur. Tölvulíkan af fyrirhuguðum brimvarnargarði í Noregi 4

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.