Til sjávar - 01.09.1999, Síða 7

Til sjávar - 01.09.1999, Síða 7
Stuttar fréttir Kynning á starfsmönnum Nýtt afl í slysavörnum Skipaskoöun, bækur og skjöl Nýtt félag á gömlum grunni Laugardaginn 2. október 1999 verður Slysavarnafélagið Landsbjörg, Lands- samband björgunarsveita, stofnað en þá sameinast formlega Slysavarnafélag Islands og Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita. Siglingastofnun íslands óskar hinu nýja félagi velfarnaðar og væntir góðs samstarfs í framtíðinni um sameiginleg baráttumál. Nýskipan í hafna- og siglingaráð Að loknum alþingiskosningum valdi ráðherra, eins og lög kveða á um, fulltrúa sína í hafna- og siglingaráð. í hafnaráði urðu þær breytingar að Sigríður Finsen og Einar K. Guðfinnsson tóku sæti Þorsteins Vilhelmssonar og Sturlu Böðvarssonar. í siglingaráð kom Asbjörn Ottarsson í stað Svavars Magnússonar. JVeir nýir starfsmenn hafa komið til liðs við stofnunina á undanförnum mánuðum. Skúli R. Þórarinsson, vélfrœð- ingur og umdœmisstjóri í nýju útibúi á Suðurnesjum hóf störf í júní. 1 september hóf Ómar Sveinsson, bókasafns- og upp- lýsingafrœðingur, störf hjá stofnuninni. Einnig er Páll Hjartarson, skipatœkni- frœðingur, kynntur til sögunnar. Páll Hjartarson, verk- cfnastjóri á aóalskrif- stofu skoðunarsviðs. Fæddur í Strandasýslu 11. desember 1938. Páll lauk prófi í skipatækni- fræði frá Odense Tekn- ikum 1968. Hann kom til starfa hjá Siglinga- málastofnun 1972 og hefúr starfað hjá stofnuninni siðan. Áhugi crlendis Upplýsingakerfi Siglingastofnunar um veður og sjólag hefur vakið athygli erlendis. Nýjasta dæmi urn áhuga erlendra aðila er fyrirspurn írska sjávar- og auð- lindamálaráðuneytisins. Áður liafa norsk yfirvöld lýst yfir áhuga að setja upp sambærilegt kerfi hjá sér. Að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðu- manns rannsókna og þróunar hjá Siglinga- stofnun, hafa írar lýst yfir áhuga sínum á að koma hingað til lands og kynna sér kerfið með hugsanlega uppsetningu á írlandi í huga. Á síðustu misserum hefur kerfið verið kynnt á alþjóðavettvangi, m.a. hjá IMO og 1ALA (alþjóðasamtök vitastofnana). Siglingadagur 1999 Á ári hverju efnir Alþjóðasiglinga- málastofnunin, IMO, til sérstaks alþjóð- legs siglingadags (World Maritime Day). í ár eru aðildarríki hvött til að skipuleggja viðburði af þessu tilefni í vikunni 27. september til 1. október 1999. Engin dagskrá er skipúlögð á íslandi þetta árið. Markmið IMO er að hvetja til umræðu um siglingar, öryggismál sjómanna og mengun hafanna í aðildarríkjum IMO. Þema þessa árs er IMO og hið nýja árþúsund (IMO and the New Millennium). Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu IMO, www.imo.org. Skúli R. Þórarinsson, unidæmisstjóri skoð- unarsviðs í Keflavík. Fæddur 11. ágúst 1954 í Reykjavík. Skúli lauk 4. stigi í Vélskóla íslands 1979 og er með atvinnu- Knarrarósviti s 1 1 1 1 s fí Staður: Austan við Stokkseyri. Byggður 1939. Ljósviti, rafveita. Hæð 25 m. Ljóshæð 30 m. yfir sjó. Vitavörður: Sigurður Pálsson, Baugsstöðum Ljósmyndari: Kristján Maack. réttindaskírteini vélfræðinga VFI. Hefur auk þess lokið 30 tonna skipstjórnarréttindum og meiraprófs- og vinnuvélanámskeiði. Áður en Skúli kom til starfa hjá Siglingastofnun í júní 1999 vann hann um 13 ára skeið í Olíustöðinni í Helguvík. Skúli er í sambúð með Hrafnhildi Jónsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn. Ómar Sveinsson, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur. Fæddur á Egilsstöðum 14. júlí 1957. Lauk prófi frá Loftskeytaskóla fslands 1978. Útskrifaðist úr bókasafns- og upplýsingafræði frá Hl 1998. Ómar var til sjós 1978-1984 en hóf störf hjá Pósti og síma 1984 og síðastliðin 10 ár vann hann við alþjóðaflugradíóþjónustuna í Gufunesi. Ómar hóf störf hjá Siglingastofnun í september 1999. Hann er í sambúð með Guðrúnu Sigriði Jósefsdóttur, flugfjarskiptamanni. El Grillo bauja í sumar var komið fyrir nýrri bauju í Seyðisfirði sem varar við flaki E1 Grillo, bresks olíubirgðaskips, sem sökkt var 10. febrúar 1944. Myndin er tekin um borð í varðskipinu Oðni. 7

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.