Neytendablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 1

Neytendablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 1
AVARP FRÁ STJÓRN NEYTENDASAMTAKA REYKJAVÍKUR Almenn neytendsamtök hafa mjög mikilvœgu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu, þar sem enginn aðili er til. sem treystist til að halda fram sjónarmiði og rétti neytendanna almennt og gœta hagsmuna þeirra fyrst og fremst. Þess vegna hefur mjög skort á, að neytendum vœri sýnt fullt tillit, og þeir hafa vegna samtakaleysis jafnvel ekki get- að spornað við hinu freklegasta tillitsleysi í þeirra garð. Eins og fnálum er nú háttað, má hver neytandi sín lítils, þar sem hann getur ekki leitað til neinna samtaka, held- ur verður hann að reka öll sín mál sem neytandi sjólfur og einn. Óskir hans og kröfur eru máttlitlar, enda þótt almenningsálitið sé þeim eindregið fylgjandi. Þetta er að því leyti eðlilegt, sem aðilar þurfa oftast að vera jafnréttháir og jafnsterkir til þess, að gagnkvœmt tillit sé sýnt. Þar af leiðandi eru almenn samtök neyt- enda hin brýnasta þjóðfélagsleg nauðsyn. Og þau vœnta þess, — eins og önnur samtök — að þau geti gegnt hlut- verki sínu í sem beztri samvinnu við þau samtök, sem þau munu eiga skipti við. Kaupendur einnar tegundar neyzluvöru geta yfirleitt ekki bundizt samtökum eins og seljendur hennar og fram- liðendur, þótt þeir hafi að sjálfsögðu jafnmikinn rétt til þess og þeir. En kaupendum neyzluvara œtti að vera innan handar að mynda með sér sterk samtök til að gœta hagsmuna sinna almennt. Og það er einmitt hug- myndin með stofnun Neytendasamtaka Reykjavíkur. Lýð- rœðislegra markmið en þessara samtaka er vart hœgt að hugsa sér. Til þess að geta gegnt hlutverki sínu sem bezt, þurfa Neytendasamtökin að verða fjölmenn. Söínun meðlima mun nú hafin og jafnframt útgáfa blaðs til að kynna markmið og málefni samtakanna og veita neytendum allar þœr upplýsingar, sem þeim mega að gagni koma. Fyrsta stefnumál samtakanna hefur verið ákveðið, er< það er hið mesta hagsmunamál alllra bœjarbúa. Verður gengizt fyrir almennri skoðanakönnun um það mál í Reykjavík í sumar. Neytendasamtök Revkjavíkur munu veita neytendum alla þá aðstoð, sem þau megna að veita, en móttur þeirra er að miklu leyti undir undirtektum almennings kominn. Stjórn Neytendasamtakanna heitir á fulltingi Reykvíkinga. Sveinn Ásgeirsson, liagfr., form. NEYTENDA- BLAÐIÐ MÁLGAGN NEYTENDASAMTAKA REYKJAVÍKUK 7. tbl. . Júní 1953 . 1. árg. Neytendasamtok Reykjavík- ur eru að taka til staría Ákveðið er að vinna fyrst að bœttri tilhögun á afgreiðslu- tíma sölubúða og opinberra stofnana, sem almenningur þarf að eiga mikil skipti við. Gengizt verður fyrir almennri skoð- anakönnun um þetta mál í Reykjavík Hafin útgáfa málgagns til að berjast fyrir sjónarmiðum neyt- enda almennt og vekja þá til meðvitundar um rétt sinn. Anna Gísladóttir, húsfrú Elsa Guðjónsson, húsfrú Gunnar Björnsson, efnaverkfr. Gunnlaugur I»órðarson, lögfr. Halldóra Einarsdóttir, húsmk. Inffólfur Guðmundsson, verðgstj. Jónína Guðmundsdóttir, húsfrú Lárus Jónatansson, verkam. Pétur Pétursson, skrifstofustj. Svava Sigfúsdóttir, húsfrú Torfi Þorsteínsson, verkstjóri Vilhjálmur Arimson, lögfr. Daghjört Jónsdóttir, húsfríí Einar Jóhannsson Gunnar Friðriksson, framkv.stj. Haildóra Eggertsdóttir, námstj. Helga Sigurðardóttir, skólastj. Jóhann Sæmundsson, próf. Margrót Jónsdóttir, húsfrii Snorri P. Snorrason, læknir Sveinn Olafsson, fulltrúi Valdimar Jónsson, efnaverkfr. Þórhallur Halldórsson, mjólkurfr. Þelr segja, að hað sé ódýrast að kaupa dýrt .... Eg hef aldrei haft efni á að vera svo sparsamur. JÓHANN SÆMUNDSSON, prófessor: Verkefnin eru óþrjótandi Þegar Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur flutti erindi sín um neytendasamtök í ríkisútvarpið síðast í október í haust, vöktu þau óskipt athygli mína og fjöl- margra annarra. Es; held að fólki hafi almennt orðið ljóst, að neytendasamtök hefðu meira en nóg verk að vinna og meira að segja hið mesta nytja- og þjóð- þrifaverk. En þótt ekki hafi skort skilning á málefninu, né óskir um að einhver vildi gera eitthvað til að koma slíkum samtökum á, helzt á víðta-kum grundvelli, ,þá ber því ekki að neita, að marga hefur skort trúna. Alltof margir hafa sagt: „Þetta þýðir ekkert. Hverju ætli slík samtök fái orkað? Ég held að stjórnmálabaráttan og flokk- arnir sjái fyrir því." Þarna er um reginmisskilning að ræða, um óafsakanlega uppgjöf að óreyndu og vanmat á sjálfum sér til að styðja gott og þarft málefni, sem er óskylt allri flokkapólitík. Ég vil leggja áherzlu á þetta: Neyt- endasamtbk hljóta að vera alger- lega ápólitísk. Við kaupum jafnt sykur og brauð, hvar í flokki sem við stöndum, og höfum flest Stofnun samtakanna. Hinn 26. jan. s.l. var haldinn almennur fundur í Sjálfstæðis- húsinu um slofnun Neylenda- samtaka. Til hans höfðu boðað fyrir hönd ýmissa áhugamanna þau Jóhann Sæmundsson, próf- essor, Jónína Guðmundsdóttir, húsfrú, og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Hafði Sveinn hald- ið tvö útvarpserindi um neyt- endasamtök nökkru áður, og varð það að ráði, að þau væru gefin út sérprentuð fyrir fundinn. Hinir þrír fundarboðendur voru frum- mælendur, en fundarstjóri var Sigurður Kristjánsson, fyrrum alþingismaður. Var samþykkt einróma að lýsa yfir stofnun Neytendasamtaka í Reykjavík og kjörin bráðabirgðastjórn, sem skyldi gera uppkast að lögum fyrir samtökin og boða til fram- haldsfundar. 1 stjórnina voru kjörin: Sveinn Ásgeirsson, hag- fr., Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri., Heiga Sigurðardó,tti'r, skólastj,,' Margrét Jónsdóttir, húsfrú Páll S. Pálsson, framkv.stj. °S áhuga fyrir sem lægstu verði,- vandaðrastri vöru og beztri þjón- ustu, hverjum, sem við fylgjum að málum. Verkefnin, sem neytendasam- tök geta látið til sín taka, eru óþrjótandi og sennilega ókleift að lelja þau öll upp. Skal ég því aðeins stikla á stóru. Öllum er það sameiginlegt, að þeir selja vinnugelu sína. Fyrir hana fá menn síðan breytilegt magn lífsgæða, sem menn verða að kaupa, svo sem allskonar vör- ur, hverskonar þjónustu, mennt- un o.s.frv. Menn vilja fá sem mest greitt fyrir vinnu sína, og skipa sér í hagsmunahópa mikið eftir því. Þeir vilja geta keypt sér sem mest magn lífsgæða fyr- ir störf sín, og hafa því hag af því, að verðlag sé sem lægst gæðin á vörum og þjónustu sem bezt, og skipulag viðskipta manna á milli sem greiðast og hentug- ast. , En er nú hægt að samrýma þetta tvennt? Ekki nema að nokkru leyti. Hátt kaupgjald hef- ur óhjákvæmileg áhrif til hækk- unar á vöruverði, og eins er hitt, Framh. á 3. síðu. JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR. húsfrú: Aðstaða husmæðranna Góðir lesendur. Nú er eitt félag enn í þessari borg, sem vill leita stuðnings yðar og spyrja, hvort skilyrði séu til .viðunandi lífs- skilyrða, vaxta og viðgangs því a:tlunarverki, er hugsað er að leysa af hendi fyrir hina mörgu neytenda þessa bæjarfélags. Ég veit, að margir borgarbúav hugsa á þá leið, hvort þörf sé að bæta við öll þau mörgu félög og félagasamtök, sem þegar eru fyr- ir? Því er til að svara, að hættan við það er sú, að með því gela auðveldlega ýmsir hópar manna og kvenna orðið alveg útilokaðir En með stofnun neytendasamtaka í höfuðstaðnum er gengið hreint til verks og allir gerðir jafnir, eins og líka vera ber. Það er því ekki einungis ósk okkar hcldur von, að sameinaðir og samtaka geti hér allir lagt hönd á plóg- inn. Síðuslu 10—12 árin má vel segja, að reykvískar húsmæður hafi oft verið illa leiknar af vöruvöntun, ,vöru-óvöndun og ýmis konar svartamarkaðsbraski, sem því miður kom afar bart nið- ur á öllum heimilum þessa bæj- ar. Húrmæður og einstök félög og félagasamtök sýndu þá oft fram á rétl neylandans til að hafna því, sem miður fór, en að mínum dómi oftast við alltof lítinn eða þröngan skilning. Og svo er sagt að neylandinn hafi valdið. hann sé dómarinn. Neytendur hafa vissulega ekki verið algjörlega varnarlausir, því löggjafarþing hverrar þjóðar á fyrst og fremst að gæta hagsmuna þjóðarheild- arinnar, þótt okkur húsrmæðruni þessa bæjar finnist oft, að við stöndurn ulan við lög og rétt verjandans. Framh. á 2. síðu 23. marz var framhaldsstofn- fundurinn haldinn í Tjarnarcafé. Fundarstjóri var kjörinn Páll S. Pálsson. Sveinn Ásgeirsson hafði framsögu fyrir hönd bráða- birgðastjórnarinnar og skýrði lagafrumvarp það. er hún lagði fram. Hafði það sjónarmið ráðið miklu við samningu þess, að lög- in hindruðu á engan hátt þróun samtakanna, en yrðu síðan end- urskoðuð og gerð nákvæmari í ýmsum atriðum, er reynsla værí fengin. T.d. væri að svo komnu máli algerlega ókleift að áætla, hversu fjölmenn samtökin yrðu, en slíkt væri eitt mikilvægasta atriðið, er um skipulag samtak- anna væri að ræða. Óhjákvæmi- legt væri, að samtökin takmörk- uðust við lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, þar eð annað væri ekki á valdi þessa fundar. En væntanlega vaknaði áhugi fyrir þessum málum annars staðar á landinu. Lagt var til, að stjórn- ina skipuðu 25 manns, svo að margir væru um það að taka ákvarðanir, en 3ja manna fram- kvæmdanefnd úr stjórninni skyldi sjá um framkvæmd þeirra og daglegan rekslur allan. Nokkr- ar umræður urðu um lagaupp- kastið, sem að lokum var sam- þ'ykkt nær óbreytt, og tóku þess- ir til máls: frú Jónína Guð- mundsdóttir, Jóhannes Teitsson, verkstjóri., frú Helga Marteins- dóttir, Einar Jóhannsson og Sveinn Ólafsson. fulltrúi! Á fyrsta fundi stjórnarinnar voru þau Halldóra Eggertsdótt- ir, námstjóri, og Gunnlaugur Þórðarson, lögfræðingur, kjörin til að skipa framkvæmdarnefnd stjórnarinnar ásamt formanni, Sveini Asgeirssyni. Hefur síðan verið unnið að undirbúningi und- ir starfsemi samtakanna, útgáfu blaðsins og söfnun meðlima til þess að samtökin geti orðið nægilega öflugtil að fylgja fram hinum sjálfsögðu kröfum neyt- enda almennt og verið einstakl- ingum til aðstoðar, er þeir óska þess.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.