Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 12

Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 12
NEYTENDABLAÐIÐ 12 skókaupmönnum og skósmiðum. En ef skórnir hafa gúmmíbotna, þá skal einmitt gæta þess að bera ekki á þá. • Notið hverja skó til þess, sem þeir eru ætlaðir. Notið t.d. ekki létta inniskó úti við. • Það er hagsýni í því að eiga skó til skiptanna. Er það betra bæði fyrir skóna og fæturna. • Hreinsið ætíð skóna, áður en þér setjið þá til hliðar. Þurrkið af þeim óhreinindi, bæði af sóla og yfirleðri. Berið síðan á þá örlítið af skóáburði, burstið með mjúkum bursta eða núið með ullarklút. • Þurrkið aldrei skó við hita, t.d. ofan á ofni. Fyllið skóna með dagblöðum og látið loft leika um sólann. Hitinn eyðileggur leðrið, það missir mýkt sína og styrkleika. Bezt er að bera leðurfeiti á vatnsleðurskó, sem blotnað hafa, áður en þeir eru fullþurrir. Skórnir skulu burstaðir, þegar þeir eru þurrir. • Notið skóleista, þegar þér setið skóna til hliðar. En gætið þess, að þeir séu af réttri stærð. Litlu gormarnir, sem eru með hnúð á hvor- um enda, eru verri en engir, þar sem þeir skekkja skóna. • Geymið skóna á sérstökum skóhillum eða í skópokum. Ekki undir rúminu, þar sem ryk sezt á þá og skemmir smátt og smátt hið við- kvæma yfirleður. • Samkvæmisskó og ljósa skó er sjálfsagt að geyma í pokum. Silfur- og gullskór dökkna, komist að þeim birta, og er því bezt að geyma þá í svörtum silkipappír. • Hvítir skinnskór eru hreinsaðir með þar til gerðum hreinsiefnum. Strigaskó er bezt að þvo úr sápu og vatni. Sé notuð krít, verður að var- ast að bera hana of þykkt á, því að striginn verður þá stífur og hættir til að springa. 9 Gúmmískófatnað skal einnig hreinsa strax eftir notkun. Skolið hann úr köldu vatni. Þvoið hann síðan úr vægu sápuvatni, ef þess gerist þörf. Notið ekki sóda; hann eyðileggur lakkið. Benzín, olía, steinolía, benzol og önnur skyld efni leysa upp gúmmí. Þurrkið aldrei gúmmískó- fatnað við hita. • Farið með skóna til skósmiðs strax og þeir fara að shtna. Það er hagsýni í því að láta gera við skóna í tæka tíð. Einkum hættir okkur til að láta hælana slitna um of. Er það skaðlegt fyrir fótinn, göngulagið spillist og skórnir eyðileggjast fyrr en ella.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.