Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 4
NEYTENDABLAÐIÐ
k
smám saman sjálfsögð og jafnvel
heilög, krefst meira áræðis en ef til
vill er hægt að krefjast af kjörnum
fulltrúum. Ég sagði þó aðeins hrófla
við, ekki afnema. Að vísu fylgja
réttindum alla jafna einhverjar
skyldur og oft er sérlega vandað til
orðalags, hvað þær snertir. Og það
má út af fyrir sig segja, að það eigi
vel við, því að svo oft eru skyldurnar
aðeins í orði, en ekki á borði. Þeir
sem réttindin fá eiga sjálfir að sjá
um þau, og það gengur auðvitað
ágætlega, en svo er það hið opinbera,
sem á að sjá um skyldurnar við neyt-
endurna, en það má yfirleitt ekki
vera að því og telur sig jafnvel ekki
hafa efni á því, og um framkvæmdir
í þeim efnum er á stundum lítið hugs-
að við setningu laga og reglugerða.
Það hefur komið fyrir, að alveg hafi
„gleymzt" að setja viðurlög við því,
að reglur væru brotnar á neytendum.
Áhrif vanmats á
sjónarmiði neytenda.
Aðgerðarleysið í þessum efnum
og ef til vill skilningsleysi á því,
hvað sjónarmið hins almenna neyt-
anda gildi í þjóðfélaginu, í efnahags-
lífinu, hefur verið mjög áberandi, og
er það enn á margan hátt. Hér ei'
þó í rauninni um mjög alvarlegt mál
að ræða, sem okkur varðar öll. Þetta
hefur í heild sinni neikvæð áhrif á
lífskjör þjóðarinnar, auk þess sem
hið daglega líf verður á margan hátt
erfiðara, stirðara og hreint og beint
leiðinlegra. Þetta hefur áhrif til hins
verra á gæði vara og þjónustu á
mörgum sviðum, á öryggi í viðskipt-
um, á upphæðina, sem á reikninginn
er sett og kaupandanum er gert að
greiða að viðlögðum refsiaðgerðum,
á efndir loforða, sem honum eru
gefin, þar sem ekki er hugsað fyrir
refsiaðgerðum fyrir brot á þeim.
Áhrif þessa skorts á jafnrétti, eftir
því hvort menn eru í aðstöðu kaup-
andans eða seljandans, verða aldrei
mæld, en hitt er víst, að þau eru
mikil og slæm, og þau koma niður
á okkur öllum, þegar allt kemur til
alls. Raunhæfar úrbætur í þessum
efnum eru mjög aðkallandi. Neyt-
endasamtökin hafa það markmið eitt
að leitast við að efla rétt neytenda
í átt til jafnvægis. Og hér er ekki
einungis mn réttlætismál að ræða og
réttarfarslegt, heldur beint og óbeint
efnahagsmál, sem alla snertir.
Ég sagði áðan, að í lögum Neyt-
endasamtakanna segði, að markmið
samtakanna væri: að gæta hagsmuna
neytenda í þjóðfélaginu. En þar segir
ennfremur: Tilgangi sínum hyggjast
samtökin ná meðal annars með því:
a) að vaka yfir því, að sjónarmið
neytenda séu virt, þegar ákvarð-
anir eru teknar eða reglur sett-
ar, er varða hagsmuni neytenda.
b) að reka útgáfu- og fræðslustarf-
semi til aukningar á verð- og
vöruþekkingu neytenda og til
skilningsauka á málum, er varða
hagsmuni þeirra.
c) að veita félagsmönnum sinum
leiðbeiningar og fyrirgreiðslu, ef
þeir verða fyrir tjóni vegna
kaupa á vörum og þjónustu.
Samkvæmt þessu hafa Neytenda-
samtökin starfað í nær 15 ár. Neyt-
endahreyfingin er ung, hér sem ann-
ars staðar. En skilningur almennings