Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 15
NEYTENDABLAÐIÐ
15
ins tíma, óábyrgar kostnaðaráætlan-
ir, sem hin endanlega reikningsupp-
hæð fer stundum óralangt fram úr
og fælni við allt, sem er skriflegt.
Það verður allt of oft vart við til-
hneigingu hjá iðnaðarmönnum til að
hafa allt sem óljósast, óákveðið og
óbundið, en ómótmælanlega er slíkt,
þegar að uppgjörinu kemur, í hag
þess, sem reikninginn gerir á eftir,
hvort sem hann svo notfærir sér það
að einhverju leyti eða ekki.
Ágreiningsmál milli iðnaðarmanna
og neytenda eru án efa alltof mörg
og jafnvafalaust óþarflega mörg.
Það væri fyllsta ástæða til að fækka
þeim og skapa grundvöll til að leysa
þau á ódýran og skjótan hátt. Það
er vissulega hægt, ef vilji er fyrir
hendi, sem ég leyfi mér að fullyrða
að hljóti að vera hjá iðnaðarmönn-
um almennt.
Viðræður þegar liafnar um
stofnun matsnefndar.
Af hálfu Neytendasamtakanna
hefur oft verið bent á þá leið til
lausnar á ágreiningsmálum kaupenda
og seljenda, að skipaðar væru mats-
nefndir, sem samtök beggja aðilja
kæmu sér saman um á jafnréttis-
grundvelli. Mér er það sönn ánægja
að geta skýrt frá því hér, að í sum-
ar hafa átt sér stað viðræður milli
fulltrúa frá Iðnaðarmannafélaginu í
Hafnarfirði, Iðnaðarmannafélags
Suðumesja og Neytendasamtakanna
um stofnun matsnefndar um iðnað-
arvinnu, og það að framkvæði hinna
fyrrnefndu. Þegar liggja fyrir drög
að samningi milli þessarra aðila, en
ef samkomulag næst, gæti það tákn-
að mikilvægt spor í rétta átt og orð-
ið öðrum til hliðsjónar. Það er mik-
ils virði, að gagnkvæmt traust ríki
milli seljenda og kaupenda, svo sem
nokkur kostur er. Neytendasamtökin
eru reiðubúin til samstarfs í þessu
efni. Og þau eru, eins og margir iðn-
aðarmenn þekkja, hvenær sem er
reiðubúin að verða þeim að liði, þeg-
ar þeir eru í aðstöðu kaupandans,
neytandans.
Ég leyfi mér að lokum að vona, að
iðnþingið taki mál þetta að einhverju
leyti til meðferðar nú. Ég óska svo
29. iðnþingi Islendinga allra heilla í
störfum til hagsbóta fyrir iðnaðar-
menn og þá, sem við þá skipta, —
fyrir þjóðina alla.
Eins gott að vera viss . . .
samtakanna hafði verið dæmdur í
undirrétti til stórfelldra skaðabóta
persónulega. (40.000 kr. til innflytj-
anda, 6.000 kr. til danska fyrirtæk-
isins og 5.000 kr. í málskostnað auk
vaxta í nær tvö ár af þessum upp-
hæðum). (Þetta gerðist fyrir 10
árum). Neytendasamtökin höfðu
nefnilega birt viðvörun vegna efna-
samsetningar hins danska undra-
þvottaefnis. (Gerið þvottadaginn að
hvíldardegi). Bréf frá danska heim-
ilisráðinu var eitt af þeim nýju gögn-
um, sem Hæstiréttur vitnaði til, er
hann sýknaði stjórn Neytendasam-
takanna að öllu leyti.
Við óskum danska Heimilisráðinu
góðs gengis í máli þessu. En bæði
þessi mál sýna, hversu gætilega og
örugglega verður að fara í þessum
efnum. Þetta var mikil þolraun fyrir
Neytendasamtökin nýstofnuð, en
málaferlin stóðu í 4 ár.