Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 11

Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 11
NEYTENDABLADIÐ 11 SKÓM ATSNEFND og leiðbeiningar um meðferð á skóm Margar kvartanir hafa skrifstofu Neytendasamtakanna borizt um dag- ana varðandi skó. Að sjálfsögðu margar mjög réttlætanlegar, en einnig er ástæðan því miður fyrst og fremst sú, að skómir hafa verið valdir með augunum en eklii fótun- um. Mál þessi eru oft vandleyst af þeirri ástæðu einni, að oft er erfitt að sanna ástæðuna fyrir því, hvernig skónum er komið, og þótt það væri út af fyrir sig í flestum tilfellum hægt, þá svarar sú rannsókn ekki kostnaði. Hér er yfirleitt ekki um mikil verðmæti að ræða, en eðlilegt er, að fólki finnist dýrt að borga t.d. 10 kr. fyrir sporið, svo dæmi sé tekið, sem gæti verið satt. Mál þessi eru á ýmsan hátt hlið- stæð þeim vandamálum, sem Mats- nefnd í ágreiningsmálum vegna fata- hreinsunar leitast við að leysa, en þar eru mál oft á tíðum leyst frá sanngirnis sjónarmiði og farið eftir líkum, þótt sönnun sé ekki fyrir hendi. Nú er á döfinni að koma á fót hliðstæðri matsnefnd varðandi skófatnað, og eru viðræður þegar hafnar við þá aðila, sem til greina Leiðbeiningar um meðferð á skóm. kæmu að eiga hlut að máli. Hafa undirtektir þeirra verið mjög já- kvæðar og gefa góðar vonir um það, að slík nefnd verði senn skipuð. Til- vera slíkrar nefndar ein myndi skapa aðhald, og hún gæti, eins og þegar hefur komið fram í viðræðunum, stuðlað að því á ýmsan hátt að koma í veg fyrir ágreiningsmál — og reyndar tjón. Röng meðhöndlun, notkun og vai á skóm sem og að sjálfsögðu innflutningur á þeim og skortur á upplýsingum og leiðbein- ingum, sem fylgja ættu, eru megin- ástæður tjóns og vonbrigða neyt- enda. Það yrði því hlutverk nefndar- innar jafnframt því að leysa úr ágreiningsmálum að hafa bætandi áhrif á neytendur og seljendur al- mennt með ýmsum ráðum. En það er óþarfi að bíða eftir nefndarskipuninni, hvað vinsamlegar ábendingar snertir til íslenzkra neyt- enda, sem stíga sín skref við hinar fjölbreytilegustu ástæður á margvís- legan hátt. Fyrst höfum við hlið- sjón af þeim árstíma, sem er hvað viðsjárverðastur til fótanna: ® Gætið þess vel, að allt leður þohr iha að blotna. Sérstaklega eru rúskinnsskór viðkvæmir. Þegar snjór og hálka fer að myndast, er gripið til þess úrræðis að bera salt á götur og gangstéttir, en saltmengað vatn er mjög slæmt að fá á skófatnað. Það er illgerlegt að ná því úr, og það myndar gráar saltrákir á skóna. Til varnar þessu ber að nota efni, sem vatnsver skóna, silicone-efni eða önnur hliðstæð, en þau fást hjá flestum

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.