Foringinn - 01.11.1964, Qupperneq 12
Nú skulum við athuga þetta þrennt
betur:
Vera fyrirmynd annarra.
Með margra ára striti og erfiði hef-
ur skátahreyfingin reist sér glæsilegan
minnisvarða um allan heim. Þennan
minnisvarða hefur hreyfingin reist sér
og fengið orð á sig fyrir hversu upp-
byggjandi og góð hún er. Við verðum
að varast að láta nokkurn skugga falla
á þennan minnisvarða eða grafa undan
honum hér í bæ. Er ekki takmark
okkar að fá fleiri og fleiri í þennan
hóp, en — hvað getur fólk haldið um
þessa starfsemi ef hún er kynnt á ein-
hvem villimennskuhátt eins og svo
oft brennur við nú á meðal okkar.
Ef við grandskoðum ekki háttalag
okkar, hið daglega háttalag, þá er
voðinn vís. Við munum aldrei fá
unglinga til þess að verða skáta, veru-
lega góða skáta, ef við, sem fyrir er-
um, högum okkur alveg eins og vit-
laus.
Skáti á að vera fyrirmynd í öllum
háttum, ekki aðeins einum, — heldur
öllum. Eigum við að verða til þess að
rífa niður minnisvarða skátahreyfing-
arinnar, rífa niður verk Baden-Po-
wells — eigum við að eyðileggja þetta
göfuga félag, sem við erum félagar í?
Ég persónulega segi nei, og vona að
þið séuð mér sammála, sameinumst
öll undir skátaminnisvarðanum, vinn-
um öll að stækkun hans og eflingu, —
eflum skátastarfsemina hér í bænum
og í landinu. Breytum eins og sannir
skátar, breytum eins og allir sannir
menn ættu að breyta.
Að vera sannur skáti er erfitt, en
það má takast ef hugur fylgir máli,
og við verðum að gera eitthvað stór-
kostlegt til þess að sigrast á leti okk-
ar og aðgerðaleysi. Gefum engum færi
á að segja um okkur og okkar starf-
semi: Þetta félag nefnir sig skátafé-
lag, en hvað eru þeir? EKKERT. Að-
eins unglingar, sem nota þetta göfuga
nafn SKÁTI, til þess að láta taka eftir
sér, þykjast vera miklir, en þreyta
ekki eins og til er ætlast af þeim.
Að gera eitt góðverk á dag.
Við kunnum öll skátalögin og skáta-
heitið. Sjötta grein skátalaganna hljóð-
ar þannig:
Skáti er þarfur öllum og hjálp-
samur.
Þetta er eitt höfuðtakmark skáta-
hreyfingarinnar, og við sjáum gildi og
mikilvægi þessarar greinar á því, að
í skátaheitinu stendur: Ég lofa ... að
hjálpa öðrum. Því í ósköpunum þurfti
að klína þessu í skátaheitið, því rétt á
eftir stendur: Ég lofa ... að halda
skátalögin. Hvað sýnir þetta okkur?
Þetta sýnir einungis það, að Baden-
Powell hefur talið þetta vera eitt mesta
atriðið í starfseminni.
Góður skáti gerir eitt góðverk á
dag, og þetta hefur verið brýnt mjög
fyrir okkur. Ef vildi svo vel til einn
daginn að þú gerðir sjö góðverk, þá
hefur þú ekki unnið af þér hina sex
dagana, því þú átt að gera eitt góð-
verk á dag.
Það hefur verið sagt að sá, sem
hjálpar þeim, sem hjálparþurfi er, sé
vinsæll og eigi marga og góða vini.
Við teljum okkur öll vera kristin, er
ekki svo?
Eitt mikilvægasta atriði kristindóms-
ins er að finna í sjöunda kapítula
12 FORINGINN