Foringinn - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.12.1972, Blaðsíða 10
Eins og undanfarin ár hefur Bandalaginu verið boöiö aö senda þátttakendur á mörg mót og námskeiö erlendis sumariö 1973. Hefur stjórn B.X.S. ákveðié aö standa fyrir ferð á eftir- talin mót, ef næg þátttaka fæst: 1. U.S.A. - ALASKA - STÚLKUR. Eins og undanfarin ár hefur tveimur st'úikum verié boöiö aö taka þatt í kynnisferð um Bandaríkin í júní og júlímánuöi og dvelja á heimilum skáta. Munu stúlkurnar m.a. fara til Alaska og feröast þar um og koma viö í Ankorage, Toikeetna, Mt.Mc.Kinley, National Park, Hope og Eklutna. Stúlkurnar þurfa aö vera 15-18 ára, geta talað ensku og hafa góöa reynslu í útilegustörfum. Öll fargjöld og uppihald innan U.S.A. og fargjaldiö frá U.S.A. til lslands er greitt af amerísku kvenskltunum. Far- gjaldið ísland - U.S.A. kostar ca.ísl.kr.15.000.oo. Umsóknir veröa aé hafa borizt skrifstofu B.X.S. fyrir 10.febrúar. 2. HOLLAND - SJÓSKATAMÖT FYRIR DRENGI OG STÚLKUR. Boéiö er til alþjóðlegs sjóskátamóts, sem haldið verður dagana 22.júlí til 27.júlí í Monnekendam í Hollandi. Þátt- takendur eiga aö vera á aldrinum 16 til 22 ára. Meðal dag- skrárliða veröa siglingar, skoðunarferðir o.fl. Mótsgjald er ca. ísl.kr. 2000.oo. Fargjald frá Islandi til Amsterdam og heim aftur kostar ca. ísl.kr. 20.000.oo. Umsóknir veröa að hafa borizt skrifstofu B.I.S. fyrir 15.apríl. 3. ENGLAND - WALES - DRENGIR - STÚLKUR■ íslenzkum skátum er boöiö aö sækja mót í Wales í Englandi dagana 31.júlí til ll.ágúst. Mótiö veröur haldié í nágrenni Penrhyn kastala, nálægt Bangor í Caernarvonshire. Á þessum staö er góö aðstaöa til margs konar útileikja og má þar nefna siglingar og bátsferöir ( mótssvæöiö er nllægt sjó) og fjallgöngur. Þátttakendur eiga aö vera á aldrinum 14 - 22 ára. Sár- stakar búöir og dagskrá veröa fyrir eldri skáta. Fargjaldið frá Reykjavík og á mótsstað og til baka er. ca. ísl.kr.15.000.oo. Umsóknir veröa aé hafa borizt skrifstofu B.Í.S. fyrir 15.april. 4. U.S.A. - DREN6IR. Drengjaskátum á aldrinum 21 til 35 ára er boöið aö taka þátt í alþjóðlegri sumarbúöadagskrá, sem amerískir skátar bjóöa til. Er skátunum boðið aö vinna I sumarbúéum í U.S.A. í 6-8 vikur, en fyrir það fá þeir laun. Þá er skátunum einnig gefinn kostur á aö feröast um hluta Bandaríkjanna og er- sú ferð í tengslum viö sumarbúðadagskrána. Skátarnir veréa aö geta talað og skiliö ensku. Þátttakendur veröa að greiöa fargjaldiö Reykjavík - New- York - Reykjavík, en það kostar ca.ísl.kr.30.000.oo. Umsóknarfrestur er til l.marz.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.