Foringinn - 01.06.1973, Page 18

Foringinn - 01.06.1973, Page 18
 10'HKB Þann 2. j\jní s.l. var háö á Akureyri þing Landssambands St. Georgs- gilda. Þingió var sett af Franch Michelsen landsgildismeistara í skáta- heimilinu Hvammi kl. *13.3 0 og stóö til kl. 20.00. Þingforseti var Tryggvi Þorsteinsson, Akureyri, en þingritari , Jáhanna Kristinsdóttir, Keflavik. Á þinginu voru rædd mörg mál, er snerta gildin, Landsgildió og skátahreyfinguna, lagabreytingar, Noröurlandaþingiö 1974 i Finnlandi og margt fleira, er ekki veróa rakin nanar. Meó lagabreytingu skiptir Landsgildiö, eins og þaö er daglega kallaó, um nafn og heitir ná: St. Georgsgildi íslands. Þaó er í alþjóöasamtökum St. Georgsskáta, sem heitir The International Fellowship óí Former Scouts and Guides (IFOFSAG), og hefir aösetur í Belgíu. Blaöamál Landsgildisins var allmikiö rætt og má báast viö. aö "Báliö" hefji göngu sína á ný meó haustinu og veröi þá sent öllum gildisfélögum. í stjórn til næstu tveggja ára voru kosin: Landsgildismeistari Franch Michelsen, er var endurkosinn. Einnig voru endurkosin: Björn Stefánsson, Keflavík og Þorsteinn Magnásson, Reykjavík. Aórir í-stjórn voru kosnir: Guöfinna Svavarsdóttir, Akranesi og Sigurlaug Arnórsdóttir, Hafnarfiröi. Varastjórn: Sigríöur Axelsdóttir og Jónas Siguröur Jónsson, bæöi frá Reykjavík. - l3r stjórninni gengu: Hrefna Tynes og Aóalsteinn Júlíusson, Reykjavík og ur varastjórn: Elsa Kristinsdóttir, Hafnarfirói og Guömundur Geir Ólafsson, Selfossi. Ná eru starfandi 6 gildi: á Akureyri, Selfossi, Keflavík, Hafnarfiröi og í Reykjavík, þar sem eru tvö gildi. Samtals munu vera um 250 gildisfólagar. Um kvöldió var kvöldvaka í Hvammi, sem Dái Björnsson, gildis- meistari á Akureyri stjórnaöi. Þar minntist Hans Jörgensson fyrrv. landsgildismeistari þess, aó Landsgildiö átti 10 ára afmæli þennan dag, var stofnaö 2. jání 1963 á Akureyri. - Á þessari kvöldvöku voru 5 gamlir skátar, er voru á Landsmótinu á Akureyri fyrir 38 árum (1935), þaó voru þeir Dái Björnsson, Akureyri, Franch Michelsen frá Sauöárkróki, Hans Jörgensson frá Akranesi, Richard Þórólfsson, Akureyri og Siguröur B.Sigurösson frá Akranesi. Þeir minntust þessa atburóar, meö þv'í aö taka lagió og syngja lag er oft var tekió i þá daga. Á þessum árum, sem Landsgildió hefur starfaö, hafa þessi verió landsgildismeistarar: Dái Björnsson, Akureyri 1963-65 Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfiröi 1965-69 Hans Jörgensson, Reykjavík 1969-71 Franch Michelsen, Reykjavík 1971- I tilefni afmælis Landsgildisins bárust kveöjur frá öllum landsgildismeisturum á Noróurlöndum og fleiri framámönnum þaöan, er voru á landsgildismeistarafundi í Svíþjóó. Einnig bárust kveöjur frá IFOFSAG og B-P. Scout Guilds í Bretlandi. Landsþingió á Akureyri þótti takast vel og voru aökomumenn ánægóir meö undirbáning, móttökur og dvölina á Akureyri, er Dái Björnsson og gildisfélagar hans sáu um, og eru þeim færöar beztu þakkir. Konunum í Akur- eyrargildinu er ekki gleymt, en þær sáu um ágætar veitingar. ’ Fm.

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.