Foringinn - 01.06.1973, Blaðsíða 20

Foringinn - 01.06.1973, Blaðsíða 20
Skátafélagið Einherjar Frá Sundmóti ylfinga Skátafélagið Einherjar á Isafirði er nú annað elzta starfandi skáta- félag landsins. Það var stofnað á hlaupársdaginn 29. febrúar 1928. Stofnandi Einherja og félags- foringi fyrstu þrettán árin var Gunnar Andrew, en síðan hafa verið þrír félagsforingjar, Hafsteinn 0. Hannesson, Gunnlaugur Jónasson og Jón Páll Halldórsson. Fyrsta árið var aðeins ein sveit innan félagsins - skátasveit. Það varð mönnum fljótlega ljóst, að félagsskapur, sem á að ná vexti og þroska, þarf sífelldrar endurnýjunar við. Ylfingasveit var því stofnuð strax á öðru ári, 21. apríl 1929. Fljótlega varð Einherjum einnig ljóst, að þeir eldast, eins og aðrir menn - þó að þeir viðurkenni það ekki fyrir öðrum en sjálfum sér - og 9. jan. 1934 var því stofnuð rekkasveit innan félagsins. Starfaði félagið í þrem sveitum um langt árabil. Rekkasveitin hefir alla tíð verið ómetanlegur styrkur fyrir félagið og áorkað miklu til hagsbóta og heilla fyrir starfsemi þess á liðnum árum. Hjálparsveit skáta á Isafirði var formlega stofnuð 25. október 1951, en áður hafði starfað blóðgjafasveit skáta. Skátaflokkurinn Minkar Sigurvegarar skátakeppninnar Félagsforingjar Einherja Frá Skíðamóti Einherja Sigurvegarar ylfingakeppninnar

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.