Foringinn - 01.06.1973, Side 24

Foringinn - 01.06.1973, Side 24
 & & JS, riit » 24 Ágæta ritstjórn. Ég vil lýsa ánægju minni yfir árangri ykkar í útgáfu FORINGJANS. Þessi blöð sem komin eru, eru vel að efni búin og frábærlega gerð. Það er auðsáð að vinnan,sem í blaðinu liggur,hefur verið mikil og vel af hendi leyst. Það er ánægjulegt að vita til þess, að foringjar skátahreyfing- arinnar eru mun pennaglaðari nú, en síðustu árin á undan. Þetta hlýtur að hafa í för með sér fjölbreyttara, víðsýnna og skemmtilegra blað. Einnig ættu fleiri að fa fiðring í pennahendina og láta sínar skoðanir í ljósi. Þá vil ég þakka ykkur það umburðarlyndi í minn garð að birta þær kvartanir og spurningar,sem mér sitja sífellt á heila. Vanda- málin eru mörg og mín skoðun er sú,að sjái einn foringi eitthvað gott eða vont í starfi okkar, beri honum að leyfa okkur hinum að sjá það á prenti. Ég vona að rúm verði fyrir mínar skoðanir og einnig vildi ég kynnast skoðunum annarra á þeim málum,er ég hef skrifað um. Búningamál: Hver skyldi vera ástæða þess, aö tillögur búninganefndarinnar '7 2 og aðrar þær tillögur, er borizt hafa til hennar, hafa verið hundS" aðar ? f staðinn hefur tízkuteiknara verið fengið það verkefni,að teikna búning fyrir hreyfingu,sem hann ekki þekkir. Afleiðing af þessu er frábær skrautbúningur, er hentar vel í skrúðgöngur og fylk- ingar, en þær eru eins og allir vita ekki aðaluppistaða starfsins. Þvert á móti berjumst við skátar á íslandi fyrir miklu útistarfi og örlitlu fundarstarfi. Þetta leiðir til þess að búningur,er hentar vel til vinnu og fundarstarfa,verður okkar baráttumál. Athugandi væri fyrir þá,er ákvörðunarvald hafa um búninginn,að taka ofurlítið tillit til starfandi skáta og foringja þeirra. Ég minnist þess ekki að hafa verið kallaður á fund búninga- nefndar. Ég tel þó að samþykktir skátaþir.gs megi virða. Dalbúar báru fram tillögu á síðasta þingi þess efnis, að ég taski sæti í bún- inganefnd og tel ég að hún hafi verið samþykkt. Þetta skiptir reynd- ar litlu máli, þegar tillit er tekiö til þess, að starf nefndarinnar hefur verið hundsað. Leiðinlegt er til þess að vita, að skátafélag sem nýlega hefur byrjað starf sitt, skuli ekki fá nægilegar upplýsingar um,hvað sé á seyði. Sem dæmi um þetta má nefna, að eitt slíkt félag pantaði í sakleysi skátabúninga frá Skátabúðinni og fékk þá senda. Það láðist bara að geta þess að búningar væru raunverulega ekki til. Það er að segja,aö þeir gömlu væru að hverfa fyrir öðrum og nýrri hugmyndum. Ekki get ég vænst þess af Skátabúðinni,að hún segi frá þessu,því það er fjárhagslegur skaöi fyrir þá að eiga ónýtan búningalager. í slíkum tilvikum ber stjórn B.Í.S. að tilkynna nýjum félögum breytingar þær sem framundan eru og koma jafnvel til framkvæmda á næsta starfsári. Þess má einnig geta að drengjaskátabúninginn (skyrtuna) mætti síðar selja sem vinnuskyrtu.

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.