Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. mars 1995 Bœndablaðið 7 Bœndablaðið: Er þetta frum- varp eitt af fyrstu skrefum bœnda inn í21. öldina? Jón: Framtíðin á eftir að leiða það í ljós en við sjáum að þær þjóðir sem mest eru að vinna að markaðsmálum leggja áherslu á hreinleika vörunnar. Það er krafa neytenda. Ef við leggjum kapp á að efla okkur á þessu sviði verður staðan sterk - ef við gerum það ekki er dæmið vonlaust. Haukur: Oft hefur verið talað um íslenskar afurðir sem sérstakar náttúruafurðir og menn telja sig hafa séð markaði sem geta greitt mjög gott verð fyrir úrvals vöru - en það er eitt að finna markað en annað að vinna hann. Frumvarpið er jákvætt því þama á að verja ákveðnum fjármunum til að kanna þessa sértæku markaði. Fram til þessa höfum við varið of litlum fjármunum í erlendar markaðs- kannanir og vömþróun. En ég legg áherslu á að hér er um að ræða mál sem verður ekki til í hvelli. Jón: í þessu sambandi vil ég minna á stefnu Alþjóðabænda- samtakanna sem hafa lagt á það áherslu að viðhalda hringrás nátt- úrunnar þannig að ekki sé meira frá henni tekið en hún fær og þess jafnframt gætt að skilja ekki eftir skaðleg efni við ræktun og fram- leiðslu eða valda tjóni á annan hátt. Þetta hefur verið nefnt “sjálfbær þróun”. I samræmi við hana fer nú ört vaxandi lífræn ræktun. Hún byggist á vilja bænda til að framleiða úrvals vöm en ekki síður á auknum skilningi neytenda á því að gæði matvælanna skipta meira máli en verð. Á síðustu ámm hafa nokkir íslenskir bændur unnið merkilegt brautryðjendastarf á þessu sviði og bændasamtökin hafa beitt sér fyrir stuðningi við þessa stefnu með vinnu að setningu löggjafar. Það skiptir máli að geta boðið íslenskum neytendum hreina gæðavöm, en einnig getur það dregið hingað vaxandi fjölda erlendra gesta, sem telja eftir- sóknarvert að neyta hennar. Bændablaðið: Við höfum ekki rætt um leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Haukur: Ég hef oft haldið því fram að aldrei hafí verið eins mikil þörf fyrir góða og markvissa leiðbeiningaþjónustu og einmitt nú. Ástæðan er aukin erlend sam- keppni og ég trúi því að ríkið sé áfram tilbúið til að styðja við bakið á landbúnaðarrannsóknum og leið- beiningum. Raunar er ég ekki einn um þessa skoðun en í GATT- samningum em þeir fjármunir sem renna í þennan málaflokk sér- staklega undanskildir og flokkaðir sem “grænar greiðslur”. Ekki hef- ur verið talað um að draga úr stuðningi af þessu tagi þar sem rannsóknir og leiðbeiningar í land- búnaði em taldar mjög arðbærar og koma öllum þjóðfélagsþegnum til góða. Þá verður að koma niður- stöðum sem fyrst út til bænda svo þeir geti hagnýtt sér vinnu vísind- amanna og ráðunauta. Blað eins og Bændablaðið er hægt að nota í þeim tilgangi. Bœndablaðið: Er ekki inn- ganga í ESB nauðsynleg til þess að komast í nánara samband við milljónamarkapi? Haukur: Ég er hlynntur því að við gemm fríverslunarsamninga og eigum viðskipti við sem flesta, en innganga í ESB er ekki frí- verslunarsamningur. Fremur er um að ræða tollmúrabandalag gagnvart öðmm þjóðum en aðildarríkjunum. Með inngöngu væmm við að afsala okkur hluta af sjálfstæði þjóð- arinnar og gleymum því ekki að það tók okkur margar aldir að ná því marki að verða sjálfstæð þjóð. Við gerðumst aðilar að EES-samn- ingum og ég tel að hann sé meira en fullnægjandi. Jón: ESB er ekki góður kostur fyrir okkur og hvað bændur varðar þá er alls ekki víst að Evrópa sé markaðssvæði framtíðarinnar. Mjór er mikils vísir og þó viðskipti okkar við Japan séu ekki umtals- verð nú um stundir þá fáum við þó hvergi betra verð fyrir hrossakjöt. Það að einblína á Evrópusam- bandið er of mikil einföldun. Haukur: Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hvemig stjóm- völd hafa spilað úr EES-spilunum. Þetta á ekki síst við um gagn- kvæmisregluna. Ef íslenskur landbúnaður nyti sömu aðstöðu og matvælaiðnaður í nágrannalöndun- um gæti hann betur keppt við inn- fluttar vömr - og sótt á erlenda markaði. Jón: Ekki aðeins hafa stjóm- völd látið eiga sig að notfæra sér til fulls þær heimildir sem samningur- inn um EES-gefur í þágu innlendr- ar framleiðslu. Þau hafa líka látið undir höfuð leggjast að búa til þann ramma sem íslenskum bændum er ætlað að starfa eftir á gmndvelli GATT-samningsins. Sú fram- kvæmd, sem er í hendi innlendra stjómvalda, skiptir meira máli en samningurinn sjálfur. Bændur hafa nú verið skildir eftir f algjöm tóma- rúmi þegar samningurinn hefur öðlast gildi. Þessi framkoma er fyr- ir neðan allar hellur. Haukur: GATT-samningurinn sem slíkur er að mínum dómi við- unandi en áhyggjur mínar stafa fyrst og fremst af því hvernig ís- lenskir stjómmálamenn munu út- færa samninginn. Innflutningur á niðurgreiddum, erlendum matvæl- um hefur ekkert með GATT- saminginn að gera. Slíkt er hægt að gera hvenær sem er. Hugmynda- fræði samningsins er sú að reyna að mynda eðlilegt búvömverð í viðskiptum á milli landa í ákveðn- um skrefum. Jón: Eitt stærsta verkefni nýrrar bændaforystu verður að fá stjórnvöld til að útfæra GATT á svipaðan hátt og gert er meðal annarra Evrópuþjóða. Við emm sí og æ að hamra á því að íslenskum landbúnaði verði sköpuð eðlileg, sambærileg, skilyrði og tíðkast annars staðar. Haukur: í landbúnaði þarf oft að taka ákvarðanir sem gilda í nokkur ár. Þess vegna er gmnd- vallaratriði að bændur viti rekstrar- umhverfið næstu fimm eða tíu árin. Bóndi sem t.d. kaupir vélar, fram- leiðslurétt eða byggir hús verður að vita hvort hann geti nýtt þessa fjárfestingu næstu árin. Jón: Bændur hafa fulla ástæðu til tortryggni í garð erlendra samn- inga. Skemmst er að minnast hvern- ig hagsmunum garðyrkjubænda var fómað fyrir réttindi sjávarútvegsins í EES-samningnum. Haukur: Sporin hræða. Þegar unnið var að gerð EES-samnings- ins gengu tilboð á milli ríkja í EFTA og ESB. Þegar bændasam- tökin spurðu t.d. um vörulista vegna garðræktarinnar var þeim tjáð að á honum væm eingöngu suðrænar afurðir sem snertu okkur ekki - en annað kom í ljós. Mér fundust vinnubrögð staifsmanna utanríkisráðuneytisins, undir for- ystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, afar undarleg. Það var eins og þeir teldu sig þurfa að láta eitthvað einhliða af hendi við samnings- gerðina. í tvíhliðasamningum sem þessum bjóða menn yfírleitt upp á eitthvað sem er beggja hagur. Norðmenn t.d. fengu tollkvóta í ostum meðan íslendingar vom ein- hliða að fella niður tolla á vörum sem þeir geta framleitt á ákveðnum tímum. Jón: Ég þori ekki að fullyrða hvers vegna íslensk stjómvöld vom jafn lin og raun ber vitni við gerð EES-samningsins. Trúlega hefur vanþekking ráðgjafa utanríkisráð- herra í utanríkisviðskiptum riðið baggamuninn. Þá hefur eðlilslæg vantrú ráðherrans á getu íslensks landbúnaðar trúlega haft mikið að segja. Haukur: Mér hefur á stundum fundist eins og íslenskir ráðamenn hafi viljað ná fram hugsjónum sínum með aðstoð erlendra sam- ninga. I þessu tilviki var “hugsjón- in” bundin við óheftan innflutning matvæla. Menn fá aldrei allt fyrir ekki neitt. Upp úr stendur að samningamenn vildu ekki hafa samráð við bændasamtökin eða landbúnaðarráðuneytið fyrr en mál voru komin í óefni. Það hefur ekki farið hátt en landbúnaðaráðuneyt- inu tókst - eftir að samningurinn var fullmótaður - að laga klúður af ýmsu tagi. Bœndablaðið: Fyrir skömmu var fullyrt í dagblaðsgrein að gengju Islendingar í ESB myndi hagur hins almenna neytenda batna frá því sem nú er. Þar var t.d. fullyrt að matvcelaverð hafi lœkkað verulega í Svíþjóð. Einnig var sagt að matvœlaverð he'r á landi myndi lœkka um 30-40% og kaupmáttur aukast verulega ef Islendingar gengju inn í ESB. Ef þetta er staðreynd getum við þá lagst gegn þvi'að ganga í ESB? Haukur: Ekki veit ég hvaðan þessar tölur em ættaðar en mínar heimildir segja að inatvælaverð í Svíþjóð sé nánast óbreytt. I upphafi var hins vegar sagt um matvæla- verð í Svíþjóð að ákveðin matvæli myndu hækka en önnur lækka. Þetta hefur farið eftir. Gerum matvælaverð á íslandi að umtalsefni. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar fara um 16% af ráðstöfunarfé íslensku vísitölufjöl- skyldunnar í matvælakaup. Ef við miðum við önnur Norðurlönd ver danska vísitöluljölskyldan ögn lægri prósentu í kaup á matvælum. Hlutfallið er hærra í Noregi, Finn- landi og Svíþjóð. í löndum ESB er hlutfallið víða mun hærra en hér. Þetta ættu menn að skoða áður en fullyrt er að verð matvöm sé mjög hátt hér á landi. Sykur, mjölvara og ýmsir ávextir munu hækka í verði ef við göngum í ESB. í stuttu máli mun innflutti hlutinn í mörgum tilfellum hækka en sá innlendi eitthvað lækka. Verð á íslenskum landbúnað- arafurðum hefur lækkað á liðnum ámm og þróunin stefnir enn j sömu átt. Með öðmm orðum em íslend- ingar komnir á svipað ról og þjóðir með svipaðar tekjur og skattkerfi. Bœndablaðið: Þorvaldur Gylfa- son, prófessor við Háskóla íslands, segir að við búum við óhagkvæm- ustu landbúnaðarstefhu í Evrópu. Haukur: Hvað varðar þá full- yrðingu að óhagkvæmustu land- búnaðarstefnu Evrópu sé að finna á Islandi þá efast ég um að Þorvaldur fylgist nægjanlega vel með því sem er að gerast hér og erlendis. Það veldur mér hins vegar áhyggjum að prófessor við Háskóla Islands skuli halda þessu fram þegar stað- reyndir segja annað. í tengslum við GATT samn- ingana var reynt að leggja sam- ræmt mat á stuðning við landbúnað í öllum aðildarríkjum GATT. Ann- ars vegar var stuðningurinn reikn- aður út sem AMS, sem er útreikn- ingur á stuðningi á heildsölustigi, og hins vegar PSE, sem er útreikningur á stuðningi á fram- leiðendastigi. í ljós kom að ísland er með áþekkan stuðning og Finn- land, en hann er meiri í Noregi, Sviss og Japan. Þorvaldur Gylfason bar saman framlög Islendinga til landbúnaðar og komst að því að íslendingar verðu til landbúnaðarins áþekku hlutfalli þjóðartekna og Banda- ríkjamenn veija til vígbúnaðar. Á bandarísku fjárlögunum fara um 20% til hermála, en á íslensku fjárlögunum fara um 6% til land- búnaðarins - og er þá meðtalinn rekstur landbúnaðarráðuneytisins, landgræðslu, skógræktar, land- búnaðarskólanna og alls sem hægt er að flokka undir landbúnaðar- tengd mál. Bœndablaðið: Að undanfömu hefur heyrst nýyrðið “ofurtollar”. í þessu sambandi hefur verið rætt um 400 - 700% tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir.... Haukur: Þama hefur verið reynt að búa til Grýlu. GATT- samningurinn felur í sér að árið 1988 er tekið sem viðmiðunarár en á sex ára tímabili eiga tollar að lækka um 36% að meðaltali. Tökum lambakjöt sem dæmi. Það hefur lækkað um 15-16% síðan 1988. Ef hámarkstollur yrði lagður á innflutt dilkakjöt - og ekki tækist að lækka innlent dilkakjöt frá því sem nú er - má gera ráð fyrir að erlenda kjötið yrði á svipuðu verði og það innlenda eftir 3 til 4 ár. Það er því ljóst að GATT-samn- ingurinn setur verulegan þrýsting á innlenda framleiðendur. Jón: Áður en GATT-samn- ingurinn var afgreiddur í norska Stórþinginu hafði norska ríkis- stjómin lagt fram nákvæma sundurliðun um það hvemig þessi vemd ætti að vera fram til ársins 2000. Þetta var ekki gert hér. Haukur: Við þurfum að vita hvemig tollunum verður beitt og hvemig þeir verða þrepaðir niður næstu sex árin. En við hljótum að krefjast þess að sú tollvemd sem felst í GATT-samningum og um var samið verði nýtt. Jón: Ég lagði til á Alþingi, þegar GATT-tillagan var afgreidd, að bætt yrði við afdráttarlausu ákvæði um að tilboð íslendinga við samningaviðræðumar yrði lagt til gmndvallar við framkvæmd samn- ingins hér á landi á sama hátt og Norðmenn gerðu. Þetta var sam- þykkt samhljóða. Nú verður að vona ný ríkisstjóm fari eftir þessari stefnumörkun Alþingis. Haukur: Það er trú mín að áður en langt um líður verði farið að huga að næsta skrefi í GATT- samningum. Þá verður uppi almenn krafa um að tekið verði tillit til umhverfismála en ekki bara skammtíma viðskiptasjónarmiða. Jón: Það er rétt að í nýgerðum GATT-samningi er ekkert tillit tekið til umhverfissjónarmiða held- ur eingöngu frelsis fjármagnsins sem er harður húsbóndi á flestum sviðum. Bœndablaðið: Oft hefur verið rætt um nauðsyn þess að fækka mjólkurbúum og sláturhúsum. Fyrir skömmu var ákveðið að leggja niður mjólkurbúið í Borgamesi og nokkur sláturhús hafa lagt upp laupana. En þarfekki mun meira að eiga sér stað á þessum vettvangi? Jón: Þegar ég var landbúnaðar- ráðherra lagði ég til að þeir sem vildu leggja niður vinnslustöðvar gætu fengið greitt verðmæti þeirra mannvirkja sem væm lögð niður. Viðbrögð eigenda sláturhúsa vom ótrúlega mikil. Starfsemi í þriðj- ungi húsanna var hætt. Viðbrögð í mjólkurvinnslunni vom hins vegar dræmari. Eitt mjólkurbú var strax lagt niður en síðan gerðist ekkert þar til Borgfirðingar lögðu niður sitt bú. Við verðum að halda áfram á þessum vettvangi. Ég minnist þess að norðlensku mjólkurbúin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.