Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 12
Bændablaðíð Utflutningur Hvað vilja erlendir kaupendur? Léttari skrokka og smærri stykki Utflutningur Kjötumboðsins á kindakjöti af framleiðslu ársins 1993 er 990 tonn. Af þessum 990 tonnum voru flutt út 645 tonn af dilkakjöti DIA í heilu og stykkjað á Evrópumarkað. Af gæðaflokkum DIA vilja erlendir kaupendur fyrst og fremst léttari skrokkana, þ.e. þyngdaflokka 6 (sexu) undir 12,7 kg og þyngdarflokki 2 (tvist) sem er milli 12,8 og 16,2 kg, einnig skrokkhluta úr því kjöti en þyngri flokkamir 8 (átta) 16,3-19,2 kg og 4 (fjarki) yfir 19,3 kg sitja eftir. Þetta á við um Evrópumarkaðinn, sér- staklega Svíþjóð og Dan- mörku, hvort sem kjötið er frosið eða kælt. Færeyjamarkaðurinn vill í síauknu mæli léttari skrokkana sem er breyting frá því sem var áður. Neytendur í þessum lönd- um eins og hér á landi sækja eftir smáum stykkjum sérstak- lega á þetta við um læri í heilu. Kindakjöt til útflutnings þarf að mæta þeim kröfum sem erl- endir neytendur gera til vörunn- ar. Hlutfall léttu flokkanna þarf að auka til að betur sé hægt að svara þörfum neytenda bæði innanlands og erlendis. “Gott samstarf var á milli sláturleyfishafa í útflutningi á síðasta ári sem heldur áfram á þessu ári. Sláturleyfishafar standa saman að útflutningi ásamt því að skipuleggja og vera með samstarf um slátrun vegna útflutnings,” sagði Helgi Óskar Óskarsson, framkvæm- dastjóri Kjötumboðsins hf. Gerilsneyðing eggja hafin hér á landi “Þau tímamót hafa orðið í sögu eggjaframleiðslu hér á landi að hafin er vinnsla og sala á geril- sneyddum eggjum. Vinnslan fer fram í Sól hf. og er varan ætluð brauðgerðum og fyrirtækjum sem framleiða majones svo dæmi séu tekin,” sagði Bjami Stefán Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Félags eggjabænda. “Við emm þess full- viss að kaupendumir fá afar góða vöm frá Sól hf. en nefna má að vegna hitameðferðar fá kaupendur ömggari vöm en áður.” Vinnslan fer þannig fram að bændur koma með eggjamassa eða svonefnd “uppslegin egg” í Sól sem vinnur þau og afhendir bænd- um aftur í 2 lítra femum. Bændur sjá um söluna rétt eins og um venju- leg egg væri að ræða. Geymsluþol vömnnar er sex til átta vikur í kæli en einnig má frysta hana og auka þannig geymsluþolið til muna. Fyrirtæki sem nota geril- sneydd egg í framleiðslu sína hafa fram til þessa þurft að flytja þau inn. Þess gerist nú ekki lengur þörf. Innflutningur á unnum eggja- afurðum nam um 55 tonnum árið 1993. Því má vera ljóst að hér er um umtalsverðan markað fyrir ís- lenska eggjaframleiðendur að ræða. Græni geirinn og GATT Gjaldþrot blasir við garðyrkjubændum eí ekkert verðer að gert Ylrœktinni gert að keppa við evrópska bœndur semfá opinbera styrki Með gildistöku GATT-samkomu- lagsins gerbreytist staða íslensks landbúnaðar. Aratuga innflutnings- vernd lýkur með víðtækum breyt- ingum. Garðyrkja á íslandi er ekki undanskilin en fullyrða má að þessi búgrein verði hvað mest fyrir barðinu á GATT-samkomulaginu. Svonefnd fortíðarbinding gerir það að verkum að garðyrkja og ylrækt fá ekki notið í sama mæli, og greinar sem búið hafa við fulla inn- flutningsvernd, þeirrar aðlögunar sem samkomulagið gefur kost á. Jafna þarf samkeppnisstöðu Ljóst er að illa hefur verið búið að “græna geiranum” af hálfu stjórnvalda enda ítrekað á það bent, þegar þrýst hefur verið á um umbætur, að viðkomandi búgreinar nytu innflutningsvemdar. Arstíða- bundin innflutningsvernd hefur þannig verið notuð til að réttlæta þungar álögur á atvinnugreinina. Þegar nýi GATT-samningurinn kemur til framkvæmda verður stjórnvöldum ekki stætt á öðm en að neyta allra færa til að jafna samkeppnisstöðu innlendra fram- leiðenda gagnvart erlendum. Verði það ekki gert jafngildir það ákvörð- un um að leggja af allt að 1500 ársverk. Fortíðarbindingu GATT-sam- komulagsins má rekja til þess að sérstakt viðmiðunartímabil, árin 1986-88, var lagt til grundvallar í samningsgerðinni. Fyrir garðyrkju og ylrækt er umrætt viðmiðunar- tímabil ónothæft, en þar var miðað við árið 1988. Á þessum tíma voru aðrar áherslur en nú í framleiðslu sem og framleiðsluháttum. Samkeppnin við erlenda garð- yrkjubændur verður ójöfn svo ekki sé meira sagt. Innlendir framleið- endur verða að keppa við afurðir frá löndum sem veita verulegum styrkjum til sinna framleiðenda. Sem dæmi má nefna að stuðnings- hlutfall ES við garðyrkju nam í byrjun áratugarins tæpum 25% af framleiðsluverðmæti. Sé miðað við tölur OECD nema styrkir a.m.k. 15-20% í suðrænum löndum, þar sem fjárfestingar eru litlar, í samanburði við ylræktina hér á landi. Að frátalinni árstíðabundinni innflutningsvemd nýtur garðyrkjan hér á landi engra styrkja. Verulegt magn á lágum tollum Með framkvæmd GATT-samn- ingsins standa garðyrkjubændur frammi fyrir því að flytja má til landins verulegt magn af sam- keppnisafurðum á lágum tollum án þess að nokkur aðlögun komi til. Þeir 30-40% tollar sem heimilt verður að leggja á innflutnings- kvótann vega að litlu leyti upp niðurgreitt innflutningsverð. Við þetta mun sú aukna markaðshlut- deild, sem náðst hefur, að líkindum tapast með þeim afleiðingum að framleiðslukosnaður eykst og sam- keppnisstaða framleiðenda versnar enn frekar. Við þetta bætist árstíða- bundinn, tollfrjáls innflutningur á helstu samkeppnisafurðum ylrækt- arinnar samkvæmt EES-samn- ingnum. 1 ■ ■ ■ ■ Ertu að hugsa um stutta 7 Það er eliki ástœða til að Þiðfáið allt það besta l leita langt yfir skammt. h ó T E L heimsborginni Reykjavík. (SLAND ÁRMÚLi 9, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8099. FAX 568 9957 Úrvals hótel - HÓTEL ÍSLAND - herbergin gerast varla betri. Glæsilegt morgunverðarhlaðborð, vinsælasti skemmtistaður landsins í húsinu, frítt í sund og innanhúss bílageymsla. Reykj avík býður upp á margt fr Til dœmis: Enginn kostnaður af millilandaflugi. Engir tungumálaerfiðleikar. Mjög gott vöruúrval, oft á betra verði en erlendis. Frumsýningar á nýjustu kvikmyndum með íslenskum texta, stórsýningar í leikhúsunum, frábær veitingahús að hætti margra þjóða, fjölbreytt næturlíf og síðast en ekki síst glæsileg "show". Hringdu og við veitum þér allar upplýsingar um HEIMSBORGARPAKKA Á HÓTEL ÍSLANDI.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.