Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. mars 1995 Bœndablaðið 11 MarkaOsK vegna sauðfjáraMa ng ráðslolun pess Þegar núgildandi búvörusamningur tók gildi haustið 1992 færðist ábyrgð á sölu kindakjöts og sláturs frá ríki til bænda og afurðastöðva. Verð til neytenda er nú lækkað með því að ríkið greiðir helming af áætluðum framleiðslukostnaðii kindakjöts, sem selst innanlands, með svonefndum beingreiðslum. Þær komu í stað niðurgreiðslna, sem voru yfirleitt heldur hærra hlutfall af kostnaðarverði, og auk þess hafði verið varið töluverðu fé til að lækka verð, þegar þörf var talin á af markaðsaðstæðum. Samstarfshópur um sölu á lambakjöti í nokkur ár hafði starfað Samstarfs- hópur um sölu á lambakjöti (SSL). I honum voru, auk fulltrúa bænda, afurðastöðva og Framleiðsluráðs, fulltrúar frá bæði viðskipta- og landbúnaðarráðumeyti og var full- trúi þess síðastnefnda formaður hópsins. Auglýsingar og annar kostnaður við markaðssetningu á vegum Samstarfshópsins var greiddur með fé úr Verðjöfnunar- sjóði, kr. 2,- á kg af seldu kinda- kjöti, og endurgreiddu kjam- fóðurgjaldi til sauðfjárræktar. Við gildistöku búvörusamn- ingsins hurfu fulltrúar ráðuneyt- anna úr Samstarfshópnum, en í þeim sem við tók em tveir fulltrúar frá Landssamtökum sláturleyfis- hafa, einn frá Framleiðsluráði land- búnaðarins, einn frá Stéttarsam- bandi bænda, einn frá Lands- samtökum sauðfjárbænda og hefur hann gegnt formennsku þar. Þessi hópur hefur sömu tekjustofna og hinn fyrri til að standa undir rekstrarkostnaði, auglýsingum og öðrum kostnaði við markaðsaðgerðir. Nokkurt fé hafði safnast upp í Kjamfóðursjóði, og var því skipt á milli búgreinanna árið 1993. A því ári kom einnig heldur meira fé til útborgunar úr Verðjöfnunarsjóði en sem nemur gjaldi af árssölu. A hinn bóginn var ekki innheimt neitt markaðsgjald af bændum og afurðastöðvum á fyrsta ári búvömsamningsins, og var leit- ast við að jafna þetta með því að verja nokkm af tekjunum til beinna verðlækkana. Samstarfshópurinn hefur for- ræði um ráðstöfun á verðjöfnunar- sjóðs- og kjamfóðurgjaldi. Landssamtök sauðfjárbænda taka þátt í kostnaði við starf Sam- starshópsins með því að leggja til hans það fé, sem áætlað er til að greiða kostnað við starfsmann. I staðinn vinnur starfsmaður hópsins fyrir Landssamtökin eftir því, sem verkefni falla til og tími gefst. Beingreiðslufé Heildargreiðslumark er reiknað út vegna framleiðslu árið eftir þegar sala til júnfloka liggur fyrir. Það er miðað við sölu á innanlandsmarkað almanaksárið á undan og hlutfallið milli sölu á fyrri helmingi yfir- standandi árs og sölu á sama tíma árið á undan. Þannig er greiðslu- mark fyrir verðlagsárið 1995/1996 miðað við sölu árið 1993 og hlutfallið milli sölu janúar til júní 1994 annars vegar og hins vegar sölu í sömu mánðum árið 1993. Þegar birgðir eru of miklar er heildargreiðslumarkinu ekki út- hlutað öllu til framleiðslu. Bein- greiðslur út á mismuninn eru notaðar til að örva sölu innanlands, og er skylt að verja þeim til verð- lækkana, sem koma fram í út- söluverði kjötsins. Framkvæmdanefnd búvöru- samninga gerir tillögu til landbún- aðarráðherra um ráðstöfun bein- greiðslufjárins, en byggir þær á markaðsáætlun Samstarfshóps um sölu á lambakjöti Verðskerðingargjald Haustið 1993 var ákveðið að inn- heimta á því verðlagsári af bænd- um í Verðskerðingarsjóð kinda- kjöts 5% af afurðastöðvaverði bænda og 3% af slátur- og heild- sölukostnaði afurðastöðanna. Þetta er einnig gert á yfirstandandi verð- lagsári. Þessu fé á fyrst og fremst að verja til að standa undir kostnaði við sameiginlega ábyrgð á birgðum kindakjöts og sláturs við lok verðlagsárs. Þegar birgðir eru of miklar er það einnig notað til að kosta útflutning á kjöti sem einstakir bændur leggja inn á greiðslumark sitt milli 100% og 105%. Þeir fá fyrir það fullt afurðstöðvaverð og afurðastöðvar slátur- og heildsölukostnað. Ef ekki tekst að fá nógu hátt verð fyrir kjötið erlendis til að greiða hvoru tveggja verður að greiða mismuninn af verðskerðingarfé. Framleiðsluráð landbúnaðarins sér um ráðstöfun verðskerðingar- gjaldsins samkvæmt reglugerð, sem landbúnaðarráðherra setur. Yfirlit I töflunum þremur hér á eftir er gerð grein fyrir hversu mikið fé hefur verið til ráðstöfunar sam- kvæmt þessum fjórum tekjuliðum og hvemig því hefur verið varið. Það er samkvæmt endanlegum reikningum fyrir þau tímabil sem gert hefur verið upp fyrir, bráða- birgðayfirlit með fyrirvara um ein- hverjar breytingar fyrir nýliðið ár og áætlanir fyrir líðandi og ókomin tímabil. Fé úr Verðjöfnunarsjóði og kjamfóðurgjald er gert upp saman og miðað við almanaksár. Uppgjör beingreiðslufjár er einnig miðað við almanaksár, en í töflunni yfir verðskerðingarféð er miðað við verðlagsár. Tekið saman á vegum Sam- starfshóps um sölu á lambakjöti og Landssamtaka sauðfjárbœnda í samráði við framkvœmdastjóra Framleiðsluráðs. Samstarfshópur um sölu á lambakjöti Almanaksár 1993 1994 1995 Samkvæmt Bráðabirgða- Áætlun Tekjur reikningi yfirlit Tekjur af verðjöfnunargjaldi 25.471.081 15.385.760 15.000.000 Tekjur af kjarnfóöurgjaldi 42.567.418 6.134.175 6.000.000 Samtals 68.038.499 21.519.935 21.000.000 Gjöld SSL, laun, skrifstofukostn. og fl. 3.182.549 3.593.721 3.500.000 SSL, niðurgreiðslur 21.570.630 17.064.341 0 SSL, kynningar og markaðsmál SSL, óráðstafað 21.036.524 12.340.099 18.250.000 1.179.000 Samtals 45.789.703 32.998.161 22.929.000 Mismunur 22.248.796 -11.478.226 -1.929.000 Mismunur (óinnkomnar tekjur) 22.248.796 10.770.570 8.841.570 Beingreiðslur Almanaksár 1993 1994 1995 Samkvæmt Bráðabirgða Áætlun Tekjur reikningi yfirlit Ónýttar beingreiðslur 36.552.983 18.000.000 Beingreiðslur 55.398.000 127.212.000 Samtals 0 91.950.983 145.212.000 Gjöld Verðlækkun birgða 1993 -1994 48.000.000 Markaðsaðgeröir á verðlagsárinu 130.000.000 55.000.000 Samtals 0 130.000.000 103.000.000 Mismunur 0 -38.049.017 42.212.000 Uppsafnaður mismunur 0 -38.049.017 4.162.983 Verðskerðingarsjóður Verðlagsár 1992-1993 1993-1994 1994-1995 Skv. reikningi Áætlun Tekjur Verðskerðing 5%, bændur 78.972.194 74.369.578 Verðskerðing 3%, afurðastöðvar 31.324.166 28.924.421 Samtals 0 110.296.360 103.293.999 Gjöld Álag á útflutning, 1992-1993 43.360.445 Álag á utflutning 1993-1994 56.495.1 16 12.000.000 Álag á útflutning 1994-1995 20.000.000 Söluátak, bestu kaup og fl. 35.297.963 Uppgjör innmatar 1992-1993 12.989.864 Uppgjör innmatar 1993-1994 2.000.000 Verðlækkun birgða 1992-1993 12.664.641 Vaxta- og geymslugjöld 1992-1993 10.000.000 Vaxta- og geymslugjöld 1993-1994 15.000.000 Samtals 0 160.808.029 59.000.000 Mismunur 0 -50.511.669 44.293.999 Uppsafnaður mismunur -50.511.669 -6.217.670 Staðan á nautakjötsmarkaónum Koma þarf í veg íyrir offramboð Sala nautakjöts á síðasta ári var nokkuð viðunandi og nam hún 3.252 tonnum, en var 3.126 tonn árið 1993. Aukningin nemur 4%. Borið saman við árið 1992 er salan 3% minni, en þess má geta að það ár var heildarsala nautakjöts meiri en nokkur ár þar á undan. Ungkálfaslátrun Á árinu 1994 komu rúmlega 8.400 ungkálfar til slátmnar í afurða- stöðvar. Árið 1993 var slátrað um 7.400 kálfum og árið 1992 um 6.500 ungkálfum. Á ámnum 1988 til 1992 var einungis slátrað milli 4.500 og 5.500 ungkálfum. Þetta er megin orsök þess offramboðs sem hefur hrjáð innanlandsmarkaðinn síðustu ár. Miðað við þarfir innanlandsmarkaðar er nauðsyn- legt að slátra á bilinu 8.000 til 8.500 ungkálfum á ári til þess að viðunandi jafnvægi haldist á milli framboðs og eftirspumar á nauta- kjöti á innanlandsmarkaði. Á með- fylgjandi línuriti er sýnd þróun fjölda slátraðra ungkálfa á 12 mán- aða tímabili frá janúar 1993 til janúar 1995. Slátmnin náði há- marki á 12 tímabilinu frá október 1993 til ágúst 1994 (súlan í ágúst 1994) alls tæplega 9.200 ungkálfar. Ásetningur á ungkálfum hefur verið nokkuð mikill síðustu mánuði og hefur því dregið mjög úr slátmn ungkálfa. Nam hún á síðasta 12 mánaða tímabili tæplega 8.000 kálfum. Eflaust fylgist að hækkun á verði ungnautakjöts til bænda og einnig það að aukið rými hefur skapast í fjósum, þar sem auðvelt hefur verið að losna við nautgripi til slátmnar. Verðuppbætur fyrir slátraóa ungkálfa í ljósi þessa er nú svo komið að stjórn Landssambands kúabænda hefur lagt til að greiddar verði verðuppbætur á slátraða ungkálfa fyrir aprfl næstkomandi að upphæð kr. 4.000 á stykkið. Það ber að gæta varúðar og koma í veg fyrir að framboðið verði of mikið. Kúa- bændur verða því að fylgjast með því hér í blaðinu hvert stefnir hverju sinni og bregðast við þeim skilaboðum sem þeir fá. Afar mikilvægt er að framleið- endur fái upplýsingar um stöðu og Guðbjöm Ámason framkvæmdasljóri L.K. horfur á markaðnum. Með því að veita bændum upplýsingar um framleiðsluna, breytingar á kjöt- mati, verðlagningu í samræmi við þarfir markaðarins og aukna áherslu á markaðsmál nautakjöts er lagður gmndvöllur að því að vinna þessari framleiðslu traustari fram- tíð sem yrði bændum og neyt- endum til hagsbóta. Miklar sveifl- ur í framboði og verði er öllum til skaða til langs tíma litið. Bændur sem framleiða nauta- kjöt hafa orðið þess áþreifanlega varir að þær aðgerðir sem Lands- samband kúabænda greip til með stofnun fyrirtækisins Kjötfram- leiðendur hf., síðastliðið sumar, hefur skilað þeim töluverðri hækk- un. Tekist hefur að snúa blaðinu við og koma í veg fyrir enn meira verðfall en orðið var. Einnig em menn almennt þeirrar skoðunar að þessar aðgerðir hafa komið í veg fyrir verðfall annarra kjöttegunda. Það voru afar ánægjuleg tíðindi þegar einn sláturleyfishafi á Suður- landi auglýsti í febrúar sl. að fyrirtækið myndi staðgreiða fyrir all flesta gæðaflokka nautgripa- kjöts sem kæmi til slátmnar á næstu mánuðum. Fleiri sláturleyf- ishafar hafa fylgt í kjölfarið og er alveg ljóst að þessi nýja staða er bændum afar kærkomin og allt önnur en þegar greiðslufrestur skipti mörgum mánuðum og mikið vant- aði upp á að fullt verð væri greitt. Stöndum vöró um gæðin Þeir bændur sem framleiða nauta- kjöt em minntir á mikilvægi þess að standa vörð um gæðin. Lykillinn að traustari stöðu á markaðnum sá að fóðra gripina eins vel og kostur er. Ef gæði nautakjötsins em í lagi, þá eru neytendur tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vömna. Fjöldi slátraðra ungkálfa á 12 mánaða tímabili frá jan. '93 til jan. 95'

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.