Bændablaðið - 07.06.1995, Page 7

Bændablaðið - 07.06.1995, Page 7
Miðvikudagur 7. júní 1995 Bœndablaðið 7 Hólaskóla slitið MeirilM nemenda á hrossaræktarbraut Hólaskóla var slitið við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju fyrir skömmu. I ræðu Jóns Bjamasonar skólastjóra kom fram að í haust hefðu innritast 30 nýnemar, 16 stúlkur og 14 piltar, sem reyndar er stærsti hópur sem skólinn hefur innritað samtímis. Flestir þessara nema munu brautskrást í ágúst. Mikill meirihluti nemenda er á hrossaræktarbraut en fiskeldis- brautin sýnist nú njóta vaxandi vinsælda. Þess má geta að sex nemendur frá fjórum þjóðlöndum stunda nú nám við skólann. Að þessu sinni voru brautskráðir fimm búfræðingar af hrossaræktarbraut. Sérstaka viðurkenningu hlaut Helga Thoroddsen. Á síðasta ári óskaði þáverandi landbúnaðarráðherra eftir því við búnaðarskólana á Hólum, Hvann- eyri og Reykjum að þeir tækju upp formlegar viðræður um verka- skiptingu og nýjar áherslur í starfi með hliðsjón af breyttum þörfum dreifbýlisins fyrir sérmenntun og jafnframt til að mæta kröfum um aukna hagræðingu í rekstri stofnananna. Jón Bjamason skólastjóri sagði að nefndin sem fjallaði um málið hefði skilað áliti sínu og þrátt fyrir að tillögur hennar hefðu ekki fengið formlega afgreiðslu ráðu- neytisins færu skólamir í flestu eftir þeirri verkaskiptingu sem þar er lögð til. Samkvæmt henni verða Hólar miðstöð rannsókna og kennslu á sviði hrossaræktar og hestamennsku, fiskeldis og silungsrannsókna. Ennfremur mun verða byggt upp á Hólum nám og þróunarstarf á sviði hlunninda- búskapar og ferðaþjónustu í sveit- um. Skeifudagurinn var laugardag- inn 27. maí. Keppt var um Morgunblaðsskeifuna fyrir bestan árangur í verklegum hluta hrossanámsins við skólann. Einnig var keppt um verðlaun sem Félag tamningarmanna veitir fyrir bestu ásetu og stjómun. Þá veitti tíma- ritið Eiðfaxi bikar fyrir best hirta hestinn. Keppnin í ár var mjög tví- sýn en Valberg Sigfússon frá Kópavogi hlaut Morgunblaðs- skeifuna, Eiðfaxabikarinn hlaut Jakob S. Sigurðsson fá Akranesi og ásetuverðlaunin hlaut Alex- andra Montan frá Svíþjóð. Þess má geta að 24 nemendur vom á hrossaræktarbrautinni. Silungsrannsóknir og bleikju- kynbætur á Hðlum í Hjaltadal Miðstöð silungsrannsókna og bleikjukynbóta á íslandi er að Hól- um í Hjaltadal. Áhugi á bleikjueldi hefur vaxið mjög á síðustu ámm og því brýnt að auka þekkingu manna á bleikju svo atvinnu- greinin dafni sem best. íslendingar em þegar mjög framarlega á alþjóðavettvangi hvað bleikjueldi varðar og öflug rannsóknar- starfsemi rennir styrkari stoðum undir þá forystu. Hólar hafa verið miðstöð bleikjueldisrannsókna í ijögur ár en námsbraut í fiskeldi við Hóla- skóla er eldri og athuganir á bleikju því þegar hafnar er land- búnaðarráðuneytið ákvað að Hólar yrðu miðstöð slíkra rannsókna. Þegar hefur komið í ljós að stað- setning þessara rannsókna að Hólum hefur gefist afar vel og hafa þær stutt mjög kennslu og námskeiðahald á vegum skólans. Náið samband við þá sem vinna við bleikjueldi hefur ætíð verið markmið þeirra sem að rann- sóknunum vinna og í þeim tilgangi em námskeið og hvers kyns fræðsla mjög mikilvæg. Rannsóknarstarfið skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar er um að ræða kynbætur á bleikju og hins vegar rannsóknir á áhrifum um- hverfisþátta á vöxt bleikju. Aukin þekking á áhrifum umhverfisþátta skilar sér í bættu eldisumhverfi sem síðan stuðlar að auknum vexti fisksins. Aukinn vöxtur er að sjálf- sögðu einnig markmið kynbóta- starfsins sem almennt miðar að því að bæta þá eiginleika sem skipta miklu fyrir hagkvæmt eldi. Aukinn vöxtur, síðbúinn kynþroski, fóður- nýting og viðnám gegn sjúk- dómum em allt þættir sem skipta miklu máli í eldi. I kynbótaáætlun sem unnið er eftir stendur að kyn- bótamarkmiðið sé "...að rækta upp hraðvaxta eldisstofn sem nær a.m.k. tveggja kg þunga á þriðja sumri frá klaki, verður ekki kynþroska fyrr en á þriðja hausti frá klaki, gefur hæst verð á erlendum mörkuðum og hefur gott viðnám gegn sjúkdómum." Nú þegar hefur komið í ljós að mikill munur er á vaxtarhraða ein- stakra bleikjustofna og syst- kinahópa. Það er ljóst að miklu skiptir fyrir eldismenn að hafa að- gang að úrvals bleikjuseiðum til eldis. I ár verða til sölu seiði úr þessu kynbótastarfi að Hólum og á komandi ámm verða ávallt til sölu kynbætt seiði sem eiga að verða betri og betri með hverri kynslóð. Aðstaða til rannsókna er góð á Hólum og nýtist eldisstöðin Hóla- lax h/f vel í því skyni. Við rann- sóknimar á Hólum starfar sér- menntað fólk og er það einnig í nánu samstarfi við ýmsar stofnan- ir þar á meðal Rannsóknarstofnun Iandbúnaðarins, Bændasamtök ís- lands, Líffræðistofnun Háskóla ís- lands og Veiðimálastofnun sem og við fyrirtæki og einstaklinga í at- vinnuveginum. Einnig fer samstarf við erlendar rannsóknastofnanir sífellt vaxandi og em miklar vonir bundnar við það í framtíðinni. Rannsóknaráð ríkisins og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hafa markvisst styrkt rannsóknar- og þróunarstarfið á Hólum. og aðrir sem fást við ferðaþjónustu! Við viljum minna á alþjóðlegt úrval okkar af rúmdýnum sem henta vel fyrir innlenda sem erlenda ferðalanga. Hafið samband sem fyrst við sölumenn okkar í dýnum og fáið upplýsingar um okkar góðu og þægilegu dýnur. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 5871199 Afurða- og ættbókhaldsforritið Fjárvís Hundraðasta eintakið fðr ð Skógarstrðnd Nú hafa 100 bændur fest kaup á Fjárvís sem er afuröa- og ættbókhaldsforrit fyrir sauð- fjárbændur. Sá er keypti hundraðasta eintakið heitir Guðbjörn Guðmundsson á Magnússkógum II á Skógar- strönd. Þar býr Guðbjörn með konu sinni Jóhönnu B. Jó- hannsdóttur og dætrum þeirra hjóna, Björku, Ólöfu Ingu og Auði. Svo skemmtilega vildi til að Guðbjöm varð fertugur í maí og því töldu ráðamenn í Bændahöll tilvalið að senda honum forritið í afmælisgjöf. Trúlega á Fjárvís eftir að auðvelda Guðbimi bú- störfin en forritið eykur yfirsýn yfir sauðfjáreignina og gerir skýrsluskil þægileg og fljótleg. "Ég á 286 tölvu og taldi ástæðu til að nýta hana við búskapinn," sagði Guðbjöm í stuttu spjalli við Bændablaðið. "Þetta er eitt af mínum fyrstu skrefum á tölvubraut og nú bíður okkar að slá inn upp- lýsingum í tölvuna." Guðbjöm og fjölskylda hans em með 250 fjár og 19 hross. "Það er ekki spuming hvort bændur eigi að taka tölvur í þjónustu sína. Menn verða að hag- ræða eins og kostur er og fylgjast með rekstri búsins. Þar koma tölvur að notum."

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.