Bændablaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 2
2
Bœndablaðið
Miðvikudagur 13. mars 1996
Frá aðalfundi Osta-og smjörsölunnar._
Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar
Reksturinn gekk
vel ií liðnu nri
RALApann-
sakar hrfita-
bragðið
Af hverju kemur óbragð af
kjöti af lambhrútum þegar
líður á haustið er spurning
sem bændur og söluaðilar í
landbúnaði vilja gjarnan fá
svar við. í umræðum um
lengingu sláturtíðar þarf að
huga að áhrifum aldurs, kyn-
þroska, beitar og fóðrunar á
bragðgæði lambakjötsins. Nú
er bundið í reglugerð að slátra
þurfi öllum hrútlömbum fyrir
ákveðinn tíma að haustinu og
aðeins er hægt að fóðra
gipibrarlömb fram eftir vetri
þar sem kjöt af þeim heldur
bragðgæðum betur þrátt fyrir
kynþroska og fengitíð.
Nú er unnið að rannsóknum á
bragði lambakjöts á RALA og
meðal annars hvemig það tengist
árstíma, til dæmis fengitíðinni og
ákveðnum aldri og þroska.
Guðjón Þorkelsson, deildarstjóri
fæðudeildar RALA, segir þessar
rannsóknir tengjast lengingu
sláturtíma.
Rannsóknimar em fólgnar í að
mæla þau efni sem valdið geta
óbragði og ólykt til að geta sagt til
um áhrif mismunandi meðferða á
magn efnanna. M.a. þarf að fmna
út hvort hrútabragðs verði vart
strax og hrútlömbin verða kyn-
þroska eða hvort þetta sé árstíða-
bundið ferli sem tengist venju-
bundinni fengitíð sauðkindarinnar.
Sláturleyfis-
hafar ræða um
aukið samstarf
Á vegum þriggja búnaðar-
sambanda, Búnaðarsam-
bands Vestur-Húnavatns-
sýslu, Búnaðarsambands
Strandamanna og Búnaðar-
sambands Dalamanna, standa
nú yfir viðræður við slátur-
leyfishafa á þessu svæðum
um aukið samstarf. Stefnt er
að því að niðurstaða liggi fyr-
ir hið fyrsta./GS
Aðalfundur Osta- og smjör-
sölunnar var haldinn á dögun-
um. í ræðu Óskars H. Gunnars-
sonar, forstjóra kom fram að
sala afurðanna hefði gengið
vel á liðinu ári og að það mætti
eflaust rekja til stöðugs
verðlags og aukinnar notkunar
afurðanna, einkum osta til
matargerðar. Heildarvelta fyrir-
tæksins nam rúmum 2.854
milljónum króna á árinu 1995.
Þar af nam innanlandssalan
2.830 milljónum sem er auking
um 86 milljónir frá fyrra ári.
Útflutningur dróst hins vegar
saman um 102 milljónir - nam
á árinu 24 milljónum. Rekstrar-
tekjur ársins námu 375,7
milljónum samanborið við
359,3 milljónir árið áður.
Það kom fram í máli Óskars að
viðbitssalan hefði ekki gengið nógu
vel á liðnu ári. “Ástæðan er m.a. sú
að minna var um tilboð en áður, þar
sem ekki var hægt að sjá fyrir þá
auknu mjólkurffamleiðslu sem orðið
hefur það sem af er vetri.”
Hvað varðar útflutninginn
sagði Óskar hann sáralítinn en
einkum er um að ræða sölu á
smjöri til Færeyja og Grænlands.
“Viðskipti við þessi lönd eru
okkur afar hagstæð eftir að Efna-
hagsbandalagið fór að draga úr
styrkjum og útflutningsuppbótum.
Við höfum fengið fullt innanlands-
verð fyrir smjörið síðustu
mánuðina en því miður er um lítið
magn að ræða og stopular pantan-
ir,” sagði Óskar.
Á árinu 1995 var opnuð ný
ostabúð að Skólavörðustíg 8. Þar
eins og í ostabúðinni að Bitruhálsi
2, er boðið upp á ýmsa þjónustu
sem smásöluverslunin hefur lítið
sinnt fram til þessa.
Á aðalfundinum var kosin ný
stjóm og í henni sitja: Birgir Guð-
mundsson, Þórarinn E. Sveinsson,
Þórólfur Gíslason, Vífill Búason
og Magnús Ólafsson. Varamenn:
Magnús H. Sigurðsson, Jóhannes
Sigvaldason, Ingi Már Aðalsteins-
son, Guðlaugur Björgvinsson og
Hlífar Karlsson. Birgir Guð-
mundsson var kosinn formaður fé-
lagsins.
6000 lílra BSA haupsuga
01 Vestmannaeyja
Eins og kunnugt er, stofnaði
Bílanaust í Reykjavík, land-
búnaðardeild sl. vor og hefur
þessi deild fyrst og fremst
verið að þjónusta með vara-
hluti í dráttarvélar og önnur
landbúnaðartæki, ásamt því
að selja smátæki og aukahluti
af ýmsum gerðum.
Nú í vetur seldi fyrirtækið
fyrsta landbúnaðartækið af stærri
gerðinni, hér er um að ræða 6000
lítra haugsugu af BSA gerð frá
Þýskalandi. Sambandið seldi á
sínum tíma þessa gerð af haug-
sugum og eru þær nokkuð al-
gengar hér á landi, enda er BSA
fyrirtækið stórt á sínu sviði og
hafa tækin reynst mjög vel.
Bílanaust seldi þessa haug-
sugu til Vestmannaeyja, og er
kaupandinn Sæfellsbúið sem er
hænsnabú í eigu Halldórs Bjama-
sonar og Guðmundar Jónssonar.
Að þeirra sögn er þetta fyrsta
tækið sinnar tegundar sem kemur
til Eyja.
Ágnar Hjartar hjá Bílanausti
sagði fyrirtækið fyrst og fremst
vera þekkt fyrir góða vara-
hlutaþjónustu, en það væri ekkert
til fyrirstöðu að selja stærri tæki
þegar svo bæri undir. Agnar
sagði það mjög ánægjulegt að
hafa selt þetta fyrsta tæki sinnar
tegundar til Vestmannaeyja, og
hafi það reynst mjög vel síðan
það var tekið í notkun.
Myndin sýnir haugsuguna í afgreiðslu Eimskips áður en hún var send til
Vestmannaeyja.
íslenski hestur-
inn kynntur í
Fjölskyldu og
húsdýra-
garðinum í
Reykjavík
Toppur frá
Eyjólfsstöðum
til sýnis
í Laugardal í Reykjavík
hefur nú síðustu árin verið
starfræktur Fjölskyldu- og
húsdýragarður þar sem ís-
lensku húsdýrin hafa verið
kynnt einnig fuglar og villt
spendýr. Þar hefur íslensk
náttúra og verið kynnt. Á
síðastliðnu vori var
undirritað samkomulag á
milli Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins og Upp-
lýsingaþjónustu land-
búnaðarins þess efnis að
aukinni athygli yrði beint að
kynningu íslensks land-
búnaðar í garðinum.
Allt frá upphafi starfrækslu
garðsins hefur íslenski hestur-
inn notið þar vinsælda. Undan-
farið hefur einn af helstu
undaneldishestum landsins,
Toppur frá Eyjólfsstöðum verið
fóðraður í garðinum og er þar
til sýnis. Hann er hýstur í
prýðisgóðu hesthúsi og er þar í
húsi með fjómm, fimm öðmm
hrossum. Hrossin em í þjálfun
og em vel fóðmð og hirt. Þama
er því á ferðinni góð kynning á
íslenskri hestamennsku./KH
Suðurlands
skógar
Planta í 35 til 40
þósund hektara!
Starfsmenn skógarþjónustu
Suðurlands undir forystu Bjöms
B. Jónssonar skógræktarráðunauts
vinna nú hörðum höndum að
undirbúningi áætlunar um
Suðurlandsskóga. Hér verður um
40 ára áætlun að ræða, sem gerir
ráð fyrir því að plantað verði í 35-
40 þúsund hektara á Suðurlandi.
Til að ljúka þessari áætlunar-
gerð um Suðurlandsskóga vantar
tvær milljónir króna. Búnaðarþing
ákvað að leggja til að þessar 2
milljónir yrðu teknar af því fé sem
veija skal til umhverfismála
samkvæmt nýgerðum búvöm-
samningi.
Fénu er veitt til Búnaðarsam-
bands Suðurlands til að tryggja
þátttöku og áhrif bænda í verk-
efninu. MHH
Nýr rððunautur I
Húnavataýslu
Þann 1. febrúar hóf Guðný
Helga Bjömsdóttir störf sem
ráðunautur í nautgriparækt hjá
Búnaðarsambandi Vestur-Húna-
vatnssýslu og er hún í 35% starfi.
/GS