Bændablaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 9
CAT-DISKSLÁTTUVÉL
HIT-HEYTÆTLA
NHK-PÖKKUNARVÉL
Bújöfur vill þakka viðskiptavinum fyrir frá-
bærar móttökur og vonast eftir góðu sam-
starfi eftirleiðis sem hingað til.
JOFUR
KRÓKHALSI 10 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 567 5200
FAX: 567 5218 • FARSÍMI: 854 1632
CAT
TROMLUSLÁTTUVÉL
□ □
PÖTTINGER
CAT diskasláttuvélarfrá Pöttingereru með einföldum og sterkum drifbúnaði og vinnslubreidd-
in erfrá 2,45-3,30. Styrktur rammi sem nær út að enda greiðunnar eykur endingu hennar. Hægt
er að skipta um hluti í greiðu án þess að rífa hana í sundur. Enginn innri skór er í vélinni sem gerir
það að verkum að hey dregst ekki með þótt farið sé í fyrra Ijárfar. Þegar snúið er á enda teigs eru
tvær stillingar á lyftuhæð án þess að þurfi að stöðva vélina. Lyftistrokkur færir sláttuvélina
að miðju dráttarvélar á þrítengi og þyngdarpunkturinn erframarlega íflutningum.
13 ára reynsla er af þessari sláttuvél hér á landi.
DUUN haugsugan er sú afkastamesta á markaðnum. Hún er með vinkildrifi, vökvastrokkum úr galv-
aníseruðu og ryðfríu efni og saxara sem saxar 84.000 sinnum á mínútu. Haugsugan er fáanleg bæði
sem brunndæla og skádæla.
Pökkunarvélin frá NHK er mjög fullkomin og sérstæð. Hún pakkar um leið og bundið er. Vélin er tengd
aftan í rúllubindivélina og er það mjög vinnusparandi, því aðeins þarf eina dráttarvél og einn mann
við bæði að binda og pakka. Þetta fyrirkomulag er umhverfisvænt, því það sparar dísilolíu og vélin
þjappar jarðveginn minna. Pökkunarvélarnar eru mjög afkastamiklar og sú elsta hér á landi hefur
pakkað yfir 10.000 rúllum. Þetta er góður kostur fyrir stærri bú og verktaka.
Vönduðu snjóplógarnir, snjóblásararnir og moksturstækin frá TRIMA eru þekkttæki hér á landi, en
sífellt fleiri kaupa þau hjá Bújöfri vegna verðs.
Uppgerðu mjólkurtankarnir frá Mueller eru vel kunnir hérlendis. Tankarnir eru með nýjum kælivélum
og eru sérlega góður kostur vegna endingar og verðs. 1 árs ábyrgð er á tönkunum.
Bújöfur hefur átt gott samstarf við marga aðila víðs vegar um landið, sem sjá um þjónustu við við-
skiptavini á hverjum stað. Sífellt er verið að þétta það þjónustunet til hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Valmet mun á næstu vikum senda hingað til lands þjónustuskóla sem mun þjálfa þjónustuaðila
Bújöfurs.
CAT E 170-190 tromlusláttuvélarnarfrá Pöttingereru með nýtískulegri tengingu við
dráttarvélar, búnar lyftustrokki og vökvalyftubúnaði. Vinnslubreiddin er frá
1,65-1,85 m. Þetta eru ódýrar og vandaðar vélar sem góð reynsla er af hér á landi.
HIT heytætlurnar frá Pöttinger eru
fullkomnustu heytætlur hér á markaði,
búnar tvöföldum hjöruliðum á ytri stjör-
num, vökvalyftu og stórum dekkjum. HIT 58 er með
vökvastýringu úr ekilshúsi til skekkingar við skurðkanta
og girðingar.
Tindabjargir eru staðalbúnaður.
T0P stjörnumúgavélarnar frá Pöttinger eru með
miðstjörnu sem er með því breiðasta á markaðnum,
sem gerir að átak á armana verður minna og eykur
endingu. Vélarnar eru fáanlegar með veltiöxli sem
er staðalbúnaður á T0P 420N.
SNÚNINGS-
KRANS
ÁGÚSTA