Bændablaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 16
Bændablaðið
Sími 588 7090
0-1^
Valmet
Rafgirðingar hafa verið að
ryðja sér til rúms í högum
landsins og á heiðum á
undanförnum árum. Koma
þær í stað gaddavírs- og net-
girðinganna þekktu sem um
áratugi hafa verið notaðar tii
þess að hefta ferðir búfjár.
Rafgirðingar hafa lengi verið
þekktar og lengi hafa ein-
strengja kúagirðingar verið
notaðar til þess að afmarka
beitarhólf nautgripa á túnum.
Með öflugri spennugjöfum,
sem komu á markað um 1980,
jukust möguleikar á því að
nota rafgirðingar í stað hefð-
bundinna vírgirðinga. Á
síðustu árum hefur verið unnið
verulegt starf við að kanna
hagkvæmni þess að nota raf-
girðingarnar.
Fjótlegri í uppsetningu
Lárus Pétursson vinnur nú að
slíku verkefni sem verkefnisstjóri
á vegum Bútæknideildar RALA á
Hvanneyri. Hann segir einn af
meginkostum rafgirðinga þann að
stofnkostnaður sé mun minni en
við hefðbundnar girðingar. Á
síðasta sumri var mæld vinna við
uppsetningu á um 5,6 kílómetrum
af rafgirðingum á Haukadalsheiði
og um það bil 2,4 kílómetrum af
hefðbundnum net- og gaddavírs-
girðingum með jámstaurum í
Hvalfirði. I ljós kom að nettóvinna
við uppsetningu rafgirðinganna
var að meðaltali um 25 klst. á
hvem kflómetra en um 47 klst. við
hina hefðbundnu girðingu. Við
hefðbundnu girðinguna var beitt
stórvirkari tækjum þannig að
raunvemlegur munur er meiri en
sem þessu nemur. Þama er ein-
ungis átt við nettóvinnu við sjálfa
uppsetninguna á staðnum. Vanir
menn áttu í hlut.
Hefðbundin girðing 342
þúsund en rafgirðing 161
þúsund
Allt að helmings munur er á
kostnaði við uppsetningu raf-
girðinga miðað við hefðbundnar
girðingar. í athugunum, sem gerð-
ar hafa verið hjá Bútæknideild
RALA, kemur fram að heildar-
kostnað við uppsetningu hefð-
bundinnar girðingar úr jámstaur-
um, neti og gaddavír má áætla um
342 þúsund krónur á kílómetrann
en um 315 þúsund krónur ef
notaðir em tréstaurar. Til saman-
burðar var kannaður kostnaður við
uppsetningu á rafgirðingu og er
hann áætlaður um 161 þúsund
krónur á kflómetra miðað við
notkun tréstaura (rekastaura), en
um 159 þúsund ef notaðir em
harðviðarstaurar. Rétt er að taka
fram að í kostnaðaráætlunum sem
þessum em nokkrir stórir óvissu-
þættir sem erfitt er að meta. Ráðast
þeir mjög af aðstæðum hverju
sinni þannig að eðlilegt er að líta á
þetta sem lágmarkstölur. Láms
Pétursson segir þennan kostnaðar-
mun geta valdið byltingu nú þegar
kröfur um girðingar aukist vem-
lega í tengslum við breyttar reglur
um lausagöngu búfjár. Lækkun
girðingarkostnaðar komi öllum til
góða; skógrækt, landgræðslu,
vegagerð, sveitarfélögum og ekki
síst bændum sem oft þurfi að
leggja umtalsverða fjánnuni í
girðingarframkvæmdir.
Auk þessa er unnið að prófun á
hvers konar girðingarefni hjá Bú-
tæknideildinni á Hvanneyri, m.a.
íslenskum girðingarstaumm.
Stauramir em íslensk uppfinning,
framleiddir úr endumnnu efni,
aðallega netadræsum og rúllu-
plasti. Unnið er að því að prófa
styrk og þol stauranna og hefur
sérstakur strekkibekkur verið
þróaður til þess. Við bekkinn er
tengdur rafeindabúnaður sem
skráir mælingar sem koma jafn-
óðum fram á tölvuskjá. Að sögn
starfsmanna bútæknideildar
RALA lofa þær athuganir góðu en
mikilvægt er að unnt sé að endur-
vinna efni á borð við rúlluplastið.
Kartöflubændur kanna verð
Úeðlilega mikill munur
á framleiðendaverði
Stjórn Landssambands kart-
öflubænda kannaði fram-
leiðendaverð á 1. flokki
ópakkaðra matarkartaflna í
janúar og komst að því að
verðið var lægst kr. 31 en
hæsta verðið var kr. 60.
“Lægstu verðin em til skamm-
ar - ekki síst í Ijósi þess að það em
fyrirtæki í eigu framleiðenda sem
greiða þau,” sagði Sighvatur
Hafsteinsson, formaður félagsins,”
Könnunin leiddi í ljós að
Ágæti greiddi frá kr. 31 til 38,
Sölufélag Garðyrkjumanna,
Bananar hf., Mata hf„ Ongull og
Kartöflusala Þykkvabæjar kr. 50
en Kartöflusala Svalbarðseyrar kr.
55 og (Gljá) Jens Gíslason kr. 43
til 60.
“Það getur verið að einstaka
framleiðandi, sem selur beint í
verslanir, sé að fá hærra verð en
hér um ræðir en segja má að 55
krónur eða hærra sé ásættanlegt.
Könnunin sýndi að í sumum
tilvikum lækkaði framleiðenda-
verð á milli desember og janúar.
Þetta er að okkar mati óskiljanlegt
ekki síst þar sem markaðurinn var
afar rólegur á þessum tíma,”
sagði Sighvatur.
Létt og frískandi
Fjöf.i'fc
íIíí 01 íI líkist léttmjólk hvað varðar
lit og bragð og hún er fitulítil eins og
undanrenna. Þú getur því,
innihaldsins vegna, drukkið mörg glös af
Fjörmjólk á hverjum degi. *
»v
Fjörmjólk - drykkur dagsins
MlS"
Gagnleg forrit frá Bl fyrir
framsækna bændur!
Einka-Fengur Búbót Fjárvís
Forrit fyrir hrossaræktendur Sérhannað bókhaldsforrit fyrir bændur Afurða- og ættbókarforrit fyrir sauðfjárbændur