Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. febrúar 1999 BÆNDABLAÐIÐ 9 Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands heimsótt I tilefni af 30 ára afmæli hennar Sæðingar eru Sauðfjársæðingarstöð Suður- lands fagnaði 30 ára afmæli sínu á síðasta ári. Stöðin heyrir undir stjórn Búnaðarsambands Suð- urlands og í stjórn hennar eru Sveinn Sigurmundsson, Sigurð- ur Sigurjónsson, Halla Guð- mundsdóttir og Jón Vil- mundarson. Sæði frá stöðinni selt um Iand allt og meira að segja út fyrir landsteinana. Bændablaðið leit þar við í desember þegar sæðistaka stóð sem hæst. Sauðfjársæðingarstöðin var stofnuð 1968 af fjárræktarfélögum á svæðinu og fljótlega kom í ljós mikill árangur af notkun sæðing- anna. Fyrsta haustið voru tæplega 2800 ær sæddar en síðan hefur þeim fjölgað nokkuð og árið 1997 voru tæpar 9000 ær sæddar. Flestar ær voru þó sæddar á stöðinni árið 1983, rúmlega 10.600. Hrútamir sem sæðið er tekið úr eru prófaðir með tilliti til riðuþols af Rannsóknastofnun Há- skólans í meinafræði en í seinni tíð eru skipti á hrútum örari en þau hafa verið áður. í heild festa um 70% ánna fang. Þegar búið er að taka sæði úr hrútunum fer það til Þorsteins Ólafssonar dýralæknis sem hefur FramleiSni átakí garQyrkju Sveinn Aðalsteinsson, ný- ráðinn skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins, og landsráðu- nautar í garðyrkju eru nú með í gangi sérstakt fram- leiðniátak í garðyrkju sem er styrkt af Framleiðnisjóði. Átak þetta felst í að auka framleiðslu á tómötum, gúrkum, papriku og rósum um 20-30% á næstu 3-4 árum. Sveinn segir að ætlunin sé að fá hollenska ráðunauta til að gera úttekt á þessum fjórum ræktunum hér heima. „Ráðu- nautamir munu síðan sækja stutt námskeið sem Hollending- ar bjóða upp á og tilrauna- stjórinn að Reykjum mun kynna sér tilraunastefnu Hollendinga sem er mjög framsækin." Sveinn segir að þegar menn séu síðan famir að taka púlsinn á þessum fjómm tegundum verði gerðar tillögur um úrbæt- ur. Þeim verði síðan fylgt eftir og m.a. verður gert átak í að fá framleiðendur til að stofna ræktunarklúbba. Þetta verður síðan samþætt endurmenntunar- starfi Garðyrkjuskólans og í framhaldi af því komið inn í námsefni í reglubundnu námi við skólann. mikla reynslu í sauðfjársæðingum. Hann skoðar sæðið í smásjá og er þá aðallega að kanna þéttleika þess. I hverju sýnishomi sem hann fær em 0,5 til 2 ml. Hann skráir niður hvemig sæðið er og úr hvaða hrút það kemur. Þegar það er búið er sæðið sett í blöndunarvökva þar sem það er þynnt. Vökvi þessi er reyndar ekki annað en uppleyst undanrennuduft og fúkkalyf en þau eru notuð til að drepa hugsanleg smitefni í sæðinu. Þegar þessu er lokið er sæðið sett í strá og í þeim er sæðið geymt í nokkra stund til að þau nái stofuhita en mjög mikilvægt er að sæðið sé kælt hægt niður. Eftir það er sæðið síðan sett í sérstakt kæli- herbergi sem er 10 gráðu heitt og það er hitastigið á sæðinu þegar það er síðan sett í sérstaka brúsa sem síðan em sendir á bæina. í stöðinni eru m.a. útbúin tæki fyrir sæðingamennina, en yfirleitt sjá bændumir sjálfir um að sæða. Sæðistökumaðurinn heitir Páll Þórarinsson frá Litlu-Reykjum og er þetta annað árið sem hann sér um sæðistökuna. „Páll hefur verið í þessu lengi og er orðinn útsmog- inn við þetta,“ segir Sveinn og glottir til Páls sem virðist taka undir orð hans. Það er oft mikið púsluspil að koma pöntunum heim og saman og reyna að samræma það sem næst úr hrútunum við þær pantanir sem koma. „Sem dæmi má nefna að einn morguninn vom pöntuð 50 strá úr Stubbi frá Oddgeirshólum sem var eftirsóttasti hrúturinn þann morguninn. Það gekk reyndar mjög vel með hann þann morgun og það náðust 27 strá úr honum og því var ekki hægt að sinna öllum pöntunum. Síðan vom annan morgun pöntuð 30 strá úr Stubbi en þá gekk verr með hann og aðeins átta strá náðust. Stráið er ætlað í fimm ær,“ segir Sveinn. Það sem hefur breyst hjá þessari stöð er að ásóknin utan Suðurlands hefur aukist. Þegar blaðamaður var á staðnum var t.d. verið að ganga frá pöntunum til Austurlands, á Snæfellsnes og Lundarreykjardal. Og þeir em jafnvel famir að flytja sæði út fyrir landsteinana. „Frumkvöðullinn að þessu er íslensk kona, Stefanía Sveinbjamardóttir, sem býr í Kanada. Hún flutti út íslenskt sauðfé fyrir nokkmm árum og hef- ur undanfarið selt öðmm konum í Kanada og Bandaríkjunum þetta fé. Þær konur em nú að kaupa sæði frá okkur,“ segir Sveinn. Hann segir að 600 skammtar hafi verið sendir út í sumar og það verður meira afgreitt á næstunni. Lömbin undan þessu sæði koma í vor. Sauðfjárbændur hafa þurft að breyta nokkuð áherslum í ræktun- arstarfinu í kjölfar nýja kjötmats- ins og það þarf líka að hafa í huga við sæðingar. „Nýja kjötmatið kallar á áherslubreytingar í rækt- unarstarfinu þar sem hærra verð er greitt fyrir vel lagaða skrokka en áður. Þetta nýja kjötmat hefur orðið þess valdandi að fé með mikið lærahold hefur meira vægi heldur en oft áður,“ segir Sveinn að lokum. Páll Þórarinsson á Litlu-Reykjum við sœðistöku. Perkins Varahlutir og síur í Perkins vinnuvélar Ingvar Helgason hf. Vélavarahlutir, Sævarhöfða 2, sími 525 8040 / ____/ BUVELAR S, 8 og 11 tonn frá kr.348.000,- kr.149.000,- kr.189.000,- kr.29.500,- (RÚLLUGREIPAR) G.SKAPTASON S CO. TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.