Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ló.febrúar 1999 Vísitala neysluverðs lækkaði í febrúarbyrjun Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1999 var 184,5 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í febrúar var 187,0 stig og lækkaði um 0,2%. Þetta kemur frarn í fréttatilkynningu frá Hagstofu ísiands þann 10. febrúar sl. Verðlækkun á fötum og skóm um 6,5%, sem stafar aðallega af vetrarútsölum, lækkaði vísitölu neysluverðs um 0,39%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,6% sem hafði í för með sér 0,11 % hækkun á vísitölu neysluverðs. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% verðbólgu á ári. Tekjur ef búrekstri í ESBIemleei Imkkeöe em 3,9% ssiössleári Eurostat hefur sent frá sér fyrstu spár um afkomu í landbúnaði á síðasta ári. Að meðaltali lœkkuðu tekjur um 3,9% samkvœmt mati Eurostat, en mikill breytileiki er milli landa. Þannig hcekkuðu tekjur um 9% í Svíþjóð en lœkkuðu um 16,4% í Bretlandi og 22.3% í Danmörku. Verst er útreiðin hjá svínabœndum þar nam „raun“ verðlœkkuit 26,1% sem skýrir að verulegu leyti tekjufall í búrekstri í Danmörku, þar sem mikil svínarœkt er stunduð. Miklar verðlœkkanir urðu einnig á kindakjöti (15%) og eggjum (9%). Á móti liœkkaði „raun“ verð á kartöflum um 32,9% eftir mjög lágt verð á árinu 1997. í aðeins 5 löndum eru tekjur af búrekstri nú hœrri að raungildi en þœr voru að meðaltali árin 1989-91, í Þýskalandi, Spáni, Frakklandi, Irlandi, og á ltalíu. Mest hafa tekjur hinsvegar leekkað í Belgíu og Bretlandi. Framleiðslu- kostnaður mjólkur fiæstur I Ittndum ESB í fféttabréfi Samtaka bænda í Svíþjóð (LRF) nr. 38/1998 er að finna umfjöllun um framleiðslu- kostnað mjólkur vítt og breytt um heiminn, metinn með samræmdum hætti. Hér á efitir fer lausleg endursögn á greininni og sænskar krónur umreiknaðar í íslenskar á gegninu 8,7. Fram kemur að framleiðslukostnaðurinn er hæstur í löndum ESB, á bilinu 33 kr/kg til 40,5 kr/kg eftir bústærð. Framleiðslukostnaðurinn er lægstur í Bretlandi og liggur þar á milli 22,6 kr/kg og 27 kr/kg sem er nærri því sem gerist í Bandaríkjunum. Þar er kostnaður á kg um 20,9 kr. og er sambærilegur því sem gerist í Mið- Evrópu, Suður-Afríku og Suður- Ameríku. Nýja Sjáland og Ástrah'a eru svo í sérílokki á þessu sviði en þar er ffamleiðslukostnaður um 13,92 kr/kg, rösklega 30% lægri en í Bandaríkjunum. Orsakir þessa breytileika er að leita annars vegar í miklum breytileika í verði á fram- leiðsluþáttum (fjármunum, vinnu og landi) og hins vegar mismunandi framleiðni framleiðsluþáttanna. Þar er ekki síst að nefna verð og fram- leiðni vinnuafls. I Ástrah'u og á Nýja Sjálandi ganga kýmar úti árið um kring og því h'til þörf fyrir byggingar. 1 Suður-Ámeríku er talið að mikil ónýtt afkastageta sé fyrir hendi og talið að framleiðsluna megi jafnvel tífalda ffá því sem nú er. Loftslag er hagstætt og verð á vinnuafli og fóðri lágt. Mismunur á framleiðslukostnaði í Banda- ríkjunum annars vegar og Nýja Sjálandi og Ástrah'u hins vegar Ugg- ur í byggingakostnaði en algengt er að kýr standi jafnvel inni árið um kring í Bandaríkjunum. Hár ffam- leiðslukostnaður í ESB löndunum er auk launakosmaðar m.a. skýrður með kaldara loftslagi, mörg bú eru smá, mikil opinber afskipti (jord- bruksreglering) og kvótakerfi sem dregur úr samkeppni (konkurrens- nackldelar). Niðurstaða greinarinn- ar sem vitnað er til í fféttabréfinu er að leggja til að ESB leyfi aukin áhrif markaðsaflanna og afskipti af framleiðslunni beinist fyrst og fremst að innanlandsmarkaði fyrir ferskmjólk. Markaösmál Erna Bjarnadóttir mkhmmubmhushmkmbmmmmsmkkbi Sala kjöttegunda á íbúa 1997 og 1998 30,0 25,0 20,0 * 15,0 10,0 5,0 0,0 25,7 2 IP % 1 14ý5 142 1 12 ,7 ::::: i 92 7,7 1 á ; .; . 20 10 1 •: • i/'/l □ 1997 P11998 Kindakjöt Nautakjöt Svínakjöt Hrossakjöt Alifuglakjöt Kjötmarkaðurinn 1998 Nokkur uppsveifla varð í kjötsölu á síðasta ári hér á landi. Samkvæmt bráðabirgðatölum var heildarsalan 17.482 tonn sem svarar til 63,8 kg á íbúa. Aukning heildarsölu frá fyrra ári nemur 5,2%. Mest aukning varð á sölu alifuglakjöts en sala á kindakjöti var einnig mjög góð samanborið við síðustu ár. Ný reglugerð um kjðt eg kjðtvðrur Á síðasta ári var gefin út ný reglugerð um kjöt og kjötvörur og tók hún gildi í maí mánuði. Reglu- gerðin tekur til flokkunar og sam- setningar kjöts og kjötvara eins og þær eru skilgreindar í reglugerð- inni. Ytarlegar skilgreiningar eru á helstu hugtökum sem koma fyrir í kjötiðnaði, t.d. hvað er kjöt, hvað er magurt kjöt, hvað er kjötvara o.s.frv. Kjöti og kjötvömm er skipt upp í níu flokka eftir ákveðnum reglum sem lýst er í reglugerðinni og sumir þeirra skiptast svo upp í undirflokka eftir eðli vömnnar. Sem dæmi um af- mörkun þekktra vöru- heita má taka „saltkjöt", sem aðeins má nota um saltað dilkakjöt, saltað kjöt af öðrum skepnum verður að kalla eitthvað annað. „Skinka er sam- kvæmt skilgreiningu saltað og e.t.v. reykt svínakjöt. Þá gilda einnig nýjar reglur um nafngiftir á kjöti af nautgripum. „Nautgripakjöt“ er notað sem samheiti fyrir allt kjöt af nautpeningi, án tillits til aldurs eða kynferðis. „Nautakjöt“ má hins vegar einungis nota um kjöt af nautum, uxum eða kvígum, 12-30 mánaða gömlum. Kjöt af kúm eldri en 30 mánaða heitir „kýr- kjöt“. Hamborgara má samkvæmt reglugerðinni aðeins framleiða úr nautgripakjöti hvort heldur er af nautum eða kúm. Þá er „nauta- hakk“ eingöngu úr ungnautakjöti en „nautgripahakk“ getur verið blanda af ungnautum og kúm. Varðandi merkingar umbúða þá skal innihaldslýsing gefa ná- kvæmar upplýsingar um sam- setningu vörunnar og í sumum til- fellum er gerð krafa um magn hrá- efna sé tilgreint. Þetta á t.d. við um blandað hakk eða vömr úr því. Þá skal tilgreina hlutföll kjöttegunda í hakkinu í %. Einnig er í sumum tilfellum gert krafa um að gefið sé upp % af fitu og viðbættu vatni, þetta á t.d. við um allar saltaðar vömr ði 1.-3. gæðaflokki, t.d. skinku, hangikjöt og hamborgar- hrygg. Þá verður skylt að merkja næringargildi á umbúðum kjöt- vara, annarra en hreinna kjötvara eða kjöts með beini. Þar skal koma fram orkuinnihald, fita, prótein, kolvetni og salt. Mjög mikilvægt er að innihaldslýsingar séu réttar. Þetta á ekki síst við þegar í vömnni eru efni sem geta valdið ofnæmi eða óþoli. Algengustu of- næmisvaldar í kjötvömm eru mjólk, sojamjöl, egg og glúten. Kynningarbæklingur um reglugerð um kjöt og kjötvömr er fáanlegur hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins, sími 563 0300. Almennt eykur reglugerðin kröfur um hvaða upplýsingar fylgi vörunum og afmarkar í meira mæli notkun hugtaka. Á vettvangi Kjötnefndar Framleiðsluráðs landbúnaðarins hafa kjötframleiðendur komið að umfangsmikilli kynningu reglugerðarinnar í samstarfi við Hollustuvernd ríkisins og Samtök iðnaðarins. Von- andi mun hún reynast skref til að auka vitund neytenda um kjöt og kjötvörur, skýra óskir þeirra og skila sér í upplýstum viðskiptavinum til framtíðar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.