Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. febrúar 1999 Sigurður Óskarsson, framkvæmda- stjóri Víkurplasts í Vík í Mýrdal Plast er stúrlega vanmefiO efni í ís- lenskum landbúnaði Sigurður Óskarsson, mótasmiður og kafari frá Vestmannaeyjum, rekur fyrirtækið Víkurplast sem sér um alls kyns smíðar úr plasti. Bændur hafa töluvert notfært sér afurðir hans miðað við að hann hefur mjög lítið gert til að auglýsa sig. Fyrirtæki hans flutti til Víkur í apríl á síðasta ári og síðan hefur starfsemin blómstrað og fyrirtækið er þegar farið að selja vörur víða um land. Þrír fastráðnir menn starfa hjá fyrirtækinu og það stendur til að bæta við fleirum. Sigurður segir að flutningur fyrirtœkisins í Vík hafi byrjað þannig að athafnamenn á staðnum hafi ekki getað hugsað sér að láta sláturhúsið þar grotna niður í miðjum bœnum en þetta hús hafði staðið autt í nokkurn tíma. Einn þessara athafnamanna var Jóhannes Krístjánsson f Höfðabrekku sem er kunningi Sigurðar. „Þetta varð tilþess að hringt var í mig og spurt hvort ég hefði áhuga á að flytja starfsemina til Víkur. Ég ákvað að slá til, “ segir hann. Jóhannes er einn af hluthöfum fyrirtœkisins en auk hans og Sigurðar eiga Birgir Hinriksson, Guðmundur Elíasson og Þórir Kjartansson hlut ífyrirtœkinu. Hreppurinn er einnig hluthafi auk tveggja búnaðarfélaga, Sláturfélags Suðurlands, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands °8 Byggðastofnunar. Framleiðsla fyrirtœkisins er af Mjólkurhús klætt með háglansandi plötum. ýmsum toga. „ Við framleiðum langmest af háglansandi plötum sem eru notaðar sem klœðning inni í mjólkurhúsum. Það hefiir nánast ekki verið til efni á markaðinum sem hefur hentað íþetta. Menn hafa verið að setja stál, ál og svokallaðar fjósaplötur en ekkert afþessu þolir sýrurnar sem koma úr heyi, skit, svita af skepnunum og öðru slíku. Efnifrá þessu hafa tœrt upp klœðning- arnar með tímanum, “ segir hann. Auk þess stendur yfir tilrauna- framleiðsla á utanhússklœðningu. Að auki eru framleiddar tvœr gerðir af rotþróm, safnskápar fyrir sorp, skápar undir hitaveitu- grindur, nokkrar gerðir af áhaldakössum og vatnabátar. Sigurður segir að fleiri hugmyndir séu um framleiðsluvörur, trúlegafleiri en menn komist yfir að framleiða. Önnur athyglisverð 'stjóriVík'úrplasts. framJejpsla fyrirtœkisins eru lyjjaskapar úr plasti fyrir mjólkurhús en slíkt hefur mjög vantað. Skápamir sem notaðir hafa veriið hingað til hafa verið úr tré og dýralæknar hafa ekki verið hrifnir afþví. Sigurður Sigurður Óskarsson, framkvœmda- segir að nokkrir dýralœknar hafi séð skápinn, m.a. mennfrá Keldum, og litist mjög vel á. Sigurður segir það koma sér vel að f Vík er fyrirtœkið í töluverðri nálægð við markaðinn, þ.e. bœndurna. „Það ermjög gaman að geta gert eitthvað gagnlegt fyrirþá. Við höfum t.d. gert nokkuð afþvf að gera við tœki hjá þeim þó að þetta sé alls ekki viðgerðarverkstœði, “ segir hann. Hann segir að háglansandi plöturnar hafi notið töluverðra vinsælda hjá þeim, ekki bara í mjólkurhúsum heldur einnig f fjárhúsum, fiskverkunarhúsum, hœnsnahúsum, hesthúsum og svona mcetti lengi telja. Sigurður segist hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bœndum sem hafi verið mikils virði. „Mér finnst aðdáunarvert að menn eins og þeir fjónnenningar setji afstað svona fyrirtœki án þess að hugsa um að fá neitt út úr því sjálfir. Þeir vilja bara styðja við sitt byggðarlag og það er mjög mikils virði. Þetta hefur f raun verið œvintýri fyrir mig að fá að setja upp verksmiðju eftir minni eigin hugmynd og framleiða eigin hugmyndir, “ segir hann. Sigurður telur að plast sé stórlega vanmetið efni f íslenskum landbúnaði. „Plast erí raun aðeins takmarkað við hugmynda- flug hvers og eins. Plast er ekki bara til þess að búa til plastbáta og brettakanta. Það er hœgt að breyta eiginleikum þess endalaust eftir því sem maður kann meira. “ Gunnar Sæmundsson um Sauðfjársamninginn ByggQamál hljóta að koma inn í vandalega samningsgerð Hver eru mikilvœgustu verkefni stjómar Bl um þessar mundir? Enn er ekki búið að ná samn- ingum við ríkið um framgang Búnaðarlaga. Þar strandar m.a. á að samningamenn ríkisins vilja ekki fallast á að veita framlög til haughúsa, en við höfum lagt mikla áherslu á það. Bygging haughúsa, og þar með betri nýting búfjár- áburðar, er nánast undirstaða undir að hægt sé að tala um lífrænan búskap og um leið er þetta um- hverfis- og heilbrigðismál. Þá vilja samningamenn ríkisins draga úr framlögum til kúasæðinga, sem við erum á móti. Byggðamál er mála- flokkur sem BI verður að leggja mjög aukna áherslu á á næstu mánuðum og misserum. Þar verður að snúa þróuninni við. Gerð nýs sauðíjársamnings er á næsta leiti. Fleiri verkefni má auðvitað nefna en þetta eru þau stærstu þessa dagana. Hvemig stendur sauðfjár- samningurinn núrta? Á hvað ber að leggja áherslu? Þessa dagana er verið að ljúka við að leggja mat á gildandi samning. Ég er ekki búinn að sjá þá niðurstöðu. Viðræður eru ekki hafnar um nýjan samning en það er búið að skipa samninganefnd af hálfu BÍ og LS. Það verður að bæta afkomu sauðfjárbænda. Það tók engin stétt á sig eins miklar byrðar og bændur þegar þjóðarsáttarsamningurinn var gerður árið 1990. Nú em allir sammála um að það sé góðæri í landinu, ekki síst stjómmálamenn. Það var þó ekki góðæri í afkomu sauðfjárbænda á liðnu ári. Við verðum því að fá mun meira fjár- magn inn í næsta samning, annað er ekki ásættanlegt. Ég tel að nokkuð verði að breyta áherslum og eftir hvaða leiðum fjármunir koma til sauðfjárbænda. í nágrannalöndum okkar kemur stuðningur eftir mismunandi leiðum og þá líka eftir því hvar menn búa. Byggðamál hljóta að koma inn í væntanlega samningagerð. Þá verður líka að huga að því að auðvelda ungum bændum að hefja búskap. Era sauðfjárbændur ofmargir? Nei, ég tek ekki undir það. Nú er verðlag á kindakjöti orðið frjálst. Til hvers leiðir það? Já, nú gefa Landssamtök sauð- fjárbænda út viðmiðunarverð. Það hlýtur að liggja í augum uppi að á komandi hausti verður að hækka þetta viðmiðunarverð allnokkuð. Á það verður að reyna. Menn em hræddir við að það dragi úr sölu. Ég hef ekki trú á að það gerist verulega og kindakjötið er orðinn ódýr matur. Hvað kostar fiskurinn? Ér fjasað mikið um það? Það ríkir of mikið kjarkleysi hjá okkur, við þurfum að sýna meiri baráttuhug fyrir kjömm okkar. Nú stefnir í aukna framleiðslu á svínakjöti sem líklega mun þrýsta niður verði á öllu kjöti. Er þá raun- hœft að œtla verð á kindakjöti geti hœkkað? Það er í raun tappað af markaðnum með útflutningi. Ég held að við bætum ekki kjötmarkað- inn með því að fylgja eftir einhveijum verðslag. Ég geri mér grein fyrir því að kannski munum við tapa markaðshlutdeild. Við héldum reyndar að það myndi gerast á síðastliðnu ári en þá lækkaði svínakjötið um 1%. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hækka verðið. Mikið hefiir verið rætt um sam- einingu Framleiðsluráðs og BÍ. Hvert er framhaldið að þínu mati? Það er búið að skipa nefiid til að vinna að breytingum á búvöm- lögum til að þetta geti gerst. Verk- efni Framleiðsluráðs hafa verið að minnka og mér skilst að á þessu ári verði þar töluverður rekstrarhalli. Við þessa sameiningu er hægt að hagræða á mörgum sviðum. En til að þetta takist verða allir að taka höndum saman og stefna að ein- um sterkum samtökum bænda. Mér finnst stundum nokkuð vanta þar á. Nokkuð hefur verið rætt um sameiningu afurðastöðva. Hver er þín skoðun á þvf? Afurðastöðvar em of margar í dag. Ég tel að eftir því sem einingamar verða stærri hafi þær meiri burði til að halda uppi verði til bænda. Það er tölu- vert að gerast í þessum málum og trú mín er sú að innan þriggja ára muni margt hafa gerst. Hvað sláturhúsin snertir spái ég þar þremur fyrirtækjum, jafnvel aðeins tveimur. I mjólkurgeiranum verða tvö fyrirtæki, jafnvel aðeins eitt. Nút ert þú í nefiid til að endurskoða lög um landgrœðslu. Hvemig gengur starfið? Þetta hefur tekið lengri tíma en að var stefnt í upphafi, enda málaflokkurinn stór. Við höfum verið að leggja drög að stefnumótun og emm að komast þar til enda. Stefnumótunin verður síðan gmnnur að lögunum. Þegar henni er lokið ætti ekki að taka langan tíma að semja lagafrum- varpið. Aftur á móti er ljóst að þetta fmmvarp mun tæpast ná inn á Alþingi í vetur. Má búast við markverðum breytingu í lögunum ? Vissulega verða breytingar. Ábyrgð eigenda og umráðamanna lands mun aukast. Reynt verður að einfalda og skerpa ákvæði um hvemig hægt verði að grípa inn í ef verið er að spilla landi. Ég vonast til að samkomulag verði um að setja Landgræðslunni sérstaka stjóm og að allar rannsóknir í landgræðslu og gróðurvemd verði undir sameigin- legri yfirstjóm. Vinnst eitthvað með því að setja allar rannsóknir í landgrœðslu undir einn hatt? í núverandi lögum um Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er mælt fyrir að allar þessar rannsóknir heyri þar undir. í raun er þetta ekki svo nú. Ég tel að allar þessar rannsóknir eigi að heyra undir RALA, en að á nokkmm ámm eigi að byggja þær upp í Gunnarsholti. Þar komi deild sem sjái um þessi mál, svipað og Bútæknideild RÁLA á Hvanneyri. Við höfum ekki efni á að tvístra rannsóknum á margar hendur. Þá er hætta á tvíverknaði og óþarfa togstreitu. Það ætti að styrkja bæði Landgræðsluna og RALA að vinna saman í nánu sambýli og samstarfi í Gunnarsholti. Hvemig er þátttöku bœnda háttað ílandgrœðslustörfum? í dag em um 500 bændur þátttakendur í verkefninu „Bændur græða landið". Þama hefur orðið um margt mjög ánægjuleg þróun. Það er ljóst að þetta samstarf mun halda áfram og vonandi eflast. Ég tel reyndar að setja verði ákveðnari starfsreglur þar um, mér sýnist að stundum sé þetta heldur laust í reipum. Þegar bændur fara í svona verkefni verða það að vera alvöru landbótarverkefni. Nú er verið að leggja til að jjölga fiilltriium á Búnaðarþingi, en jækka þingdögum. Hver er skoðun þín á því? Að mínum dómi kemur ekki til greina að fjölga fulltrúum á Búnaðarþingi jafn mikið og lagt er til. Á sama hátt er fráleitt að fækka þingdögum í þrjá og hætta nánast umfjöllun um mál og að menn eigi bara að mæta og hlýða á boðskapinn að ofan, fá að kjósa og rétta upp hönd í einhverjum fyrirframsömdum málum, sem nánast verður ekki hægt að breyta. Þetta finnst mér fráleitt. Satt að segja er það dapurt að taka búnaðarþing eftir búnaðarþing í að þvarga um félagskerfi bænda. Við höfum mörgum öðrum þarfari málum að sinna, eins og t.d. byggðamálum og kjaramálum bænda. Á þeim málum þurfum við að taka. Þá er okkur h'fsnauðsyn að eiga ein öflug samtök bænda, sem BÍ er, og vonandi verða áffam. Því miður finnst mér að sumir skilji þetta ekki og telji öllu best borgið í mörg- um og smáum félögum. Hvemig finnst þér liugur þéttbýlisbúa til landbiínaðarins? Ég held að margir séu famir að átta sig á gildi landbúnaðarins. Islenskar landbúnaðarafurðir em góðar og vandaðar vömr. En það er líka ljóst að almenningur gerir þá kröfu til okkar að ekki verði slakað á þessum gæðakröfum og að við framleiðum vörumar í sátt við landið. Við eigum marga möguleika og á svo mörgum sviðum að ég held að framtíðin geti verið björt og ég tel að við höfum stuðning þjóðarinnar. Fleiri og fleiri átta sig á því að það er ekkert þjóðfélag og engin þjóð sem á sér ekki öflugan landbúnað.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.