Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. febrúar 1999 BÆNDABLAÐIÐ 11 ■ i Skýrsla vegasvæðanefndar um Vegagerðin kosti og annist viðhald Svokölluð vegsvæðanefnd, sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að halda búfé frá helstu þjóðvegum landsins, hefur nú skilað skýrslu. Þar er að finna nokkrar tillögur til að halda búfé frá þjóðvegum landsins. Nefndin var sammála um að allsherjar bann við lausagöngu búfjár væri óraunhæft. Einnig voru menn sammála um að árangurs- ríkast væri að girða af fjölfömustu og hættulegustu vegi með veggirð- ingum. Hins vegar væri ekki hægt að girða alla vegi landsins. í skýrslunni kemur fram að Vegagerðinni er ekki skylt að girða meðfram vegum nema þegar hann er lagður um ræktað land og girt heimalönd. Þess vegna em víða eyður í annars samfelldum girðingum sem enginn telur sig þurfa að loka, einkum við jarðir þar sem enginn búskapur er. Þar á búfé hins vegar greiða leið inn á vegina. Nefndin telur að helsta leiðin til að leysa vandamálið sé að setja upp samfelldar girðingar með vegum þar sem því verður komið við. Til þess þurfi samstillt átak Vegagerðarinnar, sveitarfélaga og bænda. Nefndin leggur til að upp- setning og viðhald girðinga verði í höndum eins aðila. Eftirlit með vegsvæðum, girðingum, hand- sömun og ráðstöfun lausagöngu- fénaðar verði skilgreint sem hlutverk Vegagerðarinnar, sveitar- félaga og lögreglu.. Hins vegar telur nefndin að ábyrgð á eftirliti þeirra vega sem girtir em með veggirðingum verði á hendi Vega- gerðarinnar sem veghaldara. Þegar girðingar í heimalöndum eru nýttar sem veggirðingar telur nefndin að kostnaður við viðhald og eftirlit vweði greiddur af sömu aðilum og greiði slíkan kostnað af veggirðingum. Nefndin leggur til að Vega- gerðin og sveitarfélög geri sam- eiginlega úttekt á stöðunni m.t.t. var lausaganga búfjár er mest og á hvaða vegum slys vegna hennar eru tíðust og alvarlegust. Jafnframt sé þörf metin fyrir girðingar sem gagngert er ætlað að halda búfé frá fjölfömum vegsvæðum. Því verki eigi að ljúka fyrir 1. júlí 1999. Meirihluti nefndarinnar leggur til að Vegagerðin kosti og sjái um að girða og annast viðhald veggirðinga sem reistar em til að friða vegsvæði fyrir ágangi búfjár. Uppsetning og viðhald girðinga fjarri vegum í þeim tilgangi að gera lokuð hólf verði hins vegar á hendi sveitarfélaga nema um annað sé samið. Ýmislegt annað er lagt til í skýrslunni, eins og að sveitarfélögum verði gert skylt með lögum að setja sér samþykktir um búfjárhald, sérstakt umferðar- merki verði lögleitt sem geft til kynna hættu af lausu búfé, gefið verði út fræðsluefni um búfé á vegsvæðum og að skipulögð fræðslu- og kynningarstarfsemi verði hafin meðal bænda um laga- lega og siðferðilega skyldu þeirra til að halda búfé frá þjóðvegum landsins. FRAMTÍÐARFJÓSIN PRADO .......stálgrindarhús SPINDER ..milligerði, stíur og jötugrindur DEBOER .........básadýnur SUEVIA ......brynningartæki MALGAR...... __flórskofur og mykjutankar Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Greiðslumark Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að kaupa greiðslumark í mjólk. Þeir sem hafa áhuga á að selja er bent á að hafa samband við Þorstein Guðbjörnsson í síma 460-3331 milli kl. 9.30 og 16.00 alla virka daga. Kaupfélag Eyfirðinga Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af Hl-Spec haugsugum. Einnig Hi-Spec og Warfuma mykjudreifurum. VELAR& PJwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1 a BETRI VERÐ - BESTA ÞJ0NUSTAN - LEITIÐ UPPLYSINGA Nú er rétti tíminn.. til að panta velbúinn J0HN DEERE traktor fyrir sumarið! Dragflu ekki að panta draumatraktorinn! Vegna mikillar eftirspurnar eftir JOHN DEERE traktorum er afgreiðslutími um 4 mánuðir. Til að tryggja JOHN DEERE traktor fyrir sumarið er rétti tíminn til að pantanúna. Nú er tækifæri til að eignast John Deere traktor á hagstæða verðinu. Sökum hagstæðs gengis á þýska markinu er verð á John Deere traktorum lægra en áður. Þeirtraktorarsem viðgetum boðiðaflagereða með stuttumfyrirvaraeru: 5000 línan - stærðir 60,70 og 80 hö. 6010 SE línan - stærðir 75,80,90,100 og 105 hö. 6010línan-stærðir 75,80,90,100,105,115,125og 135hö. Hafið samband við sölumenn okkarog kannið nánarbúnað, verð og greiðslukjör. ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri REYKJAVÍK: Ármúia 11 - Sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - Sími: 461-1070 - Vefsíða: www.thor.is Láttu drauminn rætast - fjárfestu í John Deere traktor! Hann stendur fyrirsínu. iiíiflnÉlili

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.