Bændablaðið - 28.05.2002, Qupperneq 7

Bændablaðið - 28.05.2002, Qupperneq 7
Þriðjudagur 28. maí 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Fjögurra ára gömul dönsk rannsókn leiddi í ljós að þegar kvígukálfar höfðu frjálst aðgengi að mjólk, mjólkuðu kvígumar meira sem kýr. Rannsóknin hefur ekki verið endurtekin og þá hefur heldur ekki verið rannsakað hvort sömu niðurstaðna sé að vænta með notkun á þurrmjólkurdufti. I rannsókninni drukku kvígumar daglega allt að átta lítra mjólkur þegar þær höfðu frjálst aðgengi að mjólkinni. Alls voru 140 kálfar notaðir í þessa rannsókn og var meðalnyt þeirra sem kýr 1,6 kílói á dag, hærri en þeirra kúa sem ekki fengu sömu meðhöndlun sem kálfar. Þar sem rannsóknin hefur ekki verið endurtekin er ekki hægt að byggja algerlega á þessum niðurstöðum, og því hefur við- miðun um mjólkurfóðmn kálfa ekki verið breytt í Danmörku. Niðurstöðumar eru engu að síður athyglisverðar og verður fróðlegt að sjá niðurstöður endurtekinnar rannsóknar. (Úr Boviologisk 05/02) /SS. Sænsk mjílk með rækjukrigtll I Ijós hefur koniið að sænskar SBR-kýr geta verið með leyndan erfðagalla sem framkallar svokallað rækjubragð í mjólkinni. Undanfarin misseri hefur í nokkrum héruðum í Svíþjóð komið upp vandamál með óbragð af mjólk og getur Ivktin verið svo slæm að jafnvel kálfarnir fúlsi við henni. Þessi merkilega niðurstaða gerði það að verkum að farið var af stað með rannsókn á vegum sænska landbúnaðar- háskólans (SLU) og voru í rannsókninni 2.100 kúabú. í Ijós kom að athugasemdir frá samlögum höfðu borist til kúabúanna um bragðvandamál í mjólk frá 5% kúnna á einungis einu ári. Niðurstöður sýndu að um erfðagalla eða stökk- breytingu var að ræða í hluta af SBR-kúnum þannig að ákveðinn erfðavísir var í ofmagni sem Mælt af munni fram Hagyrðingurinn og tölvugúrúinn Ingi Steinar Jónsson segist hafa hrokkið við þegar hann sá þessa íyrirsögn í Mogganum: „Sektaður fyrir að bera kynfæri". Sagðist hann sjá fram á íjárútgjöld og datt í hug. Fyrr en kemst ég fjár- í þrot á flakki um lífsins móa af mér klippi eins og skot angastýrið mjóa. Hann spyr síðan hvort þetta verði næsti skattaliður fyrir ríkissjóð og varla verði hann kallaður nefskattur. Ekki duga minna má____________ En fleirum brá við að sjá fyrirsögnina. Stefán Vilhjálmsson matvælafræðingur á Akureyri segir að sér hafi brugðið og varar Inga Steinar við: Ekki duga minna má en margt að láta róa, því fleira hangir utaná en angastýrið mjóa. Vínið og brauðið_______ Fyrir löngu síðan urðu þeir Bemharð Stefánsson alþingismaður og séra Gunnar Benediktsson, þá prestur í Saurbæ í Eyjafirði, samferða til Reykjavíkur með strandferða- skipi. Eitt kvöldið var ölteiti um borð og tók Bemharð góðan þátt í gleðinni. Morguninn eftir, meðan Bemharð var enn í koju, gerði hann Gunnari boð að finna sig. Gunnar brá við og skundaði á fund alþingismannsins. Það skal tekið fram að á þeim ámm vom þeir samherjar í pólitík. „Ertu nú orðinn svo aðþrengdur, Bemharð minn, að þú óskir eftir náðarmeðulunum?" spurði séra Gunnar og glotti. „Ja, komdu með vínið, - hvað sem brauðinu líður," svaraði Bemharð. orsakaði það að ákveðin „fiski- lyktandi“ efni brotnuðu ekki niður við meltingu. Hægt er að finna þennan galla með erfða- greiningu og því auðvelt að finna þau dýr sem bera erfða- gallann og kynbæta gegn rækju- bragðbættri mjólk! (DanskKvæg). /SS KúÉænður í Englantii Iræðnstmeð blððelestri! Breska ríkisstjómin hefur ákveðið að verja rúmlega 130 milljónum króna til að kynna betur fyrir bændum niðurstöður rann- sókna og bæta tenginguna á milli rannsóknarmanna og bænda. í ljós hefur komið að erfiðlega gengur að fá þarlenda bændur til að taka upp nýja siði og tileinka sér niðurstöður rannsókna. Fyrstu athuganir benda til þess að lang- flestir kúabændur í Englandi fái fréttir og faglegar upplýsingar frá dýralæknunum sem þjónusta við- komandi bændur, en þar á eftir kemur fróðleikur úr lesnu efni í fagblöðum stéttarinnar. Þeir kúa- bændur sem standa öðmm framar í afurðum og afkomu reyndust þó fá mest af sínum faglegu upp- lýsingum úr reynsluhópum bænda (bændur með svipaðar aðstæður vinna mánaðarlega saman í hópum) og þar á eftir úr fagtíma- ritum stéttarinnar. Niðurstaðan ber með sér að útgáfustarf er gríðarlega mikilvægt til miðlunar á þekkingu, en vandamálið virðist vera að erfíðlega gengur að fá vísinda- mennina til að skrifa í blöðin og setja efnið þannig fram að það sé auðskilið. A þetta ekki við um fleiri lönd? (Þýtt og endursagt úr Boviologisk 05/02)/SS. Fe kéllarnir mjúlk úr kállalnstru? Nú nota fjölmargir kúabændur kálfafóstru til að stýra mjólkurfóðrun smákálfa. Kálfafóstrurnar eru mjög full- komnar, en þrátt fyrir að kálfa- mjólkurgjöfin sé sjálfvirk og tölvustýrð af töluverðri nákvæmni hafa erlendar rannsóknir sýnt að magnið sem fóstran skammtar í hvert skipti getur verið nokkuð breytilegt. Af þessum sökum er mikilvægt að mæla reglulega, helst vikulega, hvort magnið passi við það sem áætlun gerir ráð fyrir. Með þessu móti ætti að vera tryggt að kálfarnir hvorki of- né vanfóðrist. (Úr Boviologisk 05/02) /SS. Bantian'sklr kúakæntiur kíða úkmjutullir eltir kmramtiu sæði I athugun sem bandaríska blaðið Hoard's Dairyman fram- kvæmdi kom í ljós að það sem þar- lendir kúabændur hafa mestar væntingar til er kyngreint sæði. 59% aðspurðra sögðust ætla að nota kyngreint sæði um leið og það byðist, en eins og lesendum Bændablaðsins er kunnugt er tækni við kyngreiningu komin vel á veg og milljónir stráa í dag til sölu með kyngreindu sæði. Athygli vekur að áhugi banda- rískra kúabænda á mjaltaþjónum er óverulegur og einungis 11% bændanna höfðu hug á að taka þá tækni í notkun, og það fyrst eftir 4 ár. (Úr Boviologisk 05/02)/SS. Gamla myndin Myndarlegur hópur! Nú spyr Bændablaðið: Hvenær var þessi mynd tekin og af hvaða tilefni? Án efa er einhver þeirra jeppa sem þarna má sjá enn í fullri notkun enda hefur Land Rover reynst íslenskum bændum eintaklega vel. í glugga á efri hæð má sjá nokkra prúðbúna menn fylgjast með Ijósmyndaranum. Hverjir voru þarna á ferð? BSR og hreinlætið Þegar furðufréttin um tilskipun til leigubílstjóra á BSR barst út á dögunum fóru hagyrðingar eðlilega af stað. Hjálmar Freysteinsson læknir sagði: „ímyndariðnaðurinn lœtur sér ekki nœgja að hanna kosningabardttur en er nú að skipta sér afnef- og eymasnyrtingu og sokkaskiptum leigubílstjóra:" Svo bflarnir ímynd betri gefi og bflstjóranna vaxi traust þarf að skafa skít úr nefi og skipta um sokka vor og hausL Vegir guðs______________________ Geir Gunnarsson alþingismaður var eitt sinn formaður fjárveitinganefndar alþingis. Eitt sinn bar svo við að nefndinni barst beiðni frá forsvarsmönnum guðfræðideildar Háskóla íslands um ljárveitingu til rannsóknarstarfa. Geir afgreiddi beiðnina með þessum orðum: „Ég veit nú ekki betur en að vegir guðs séu órannsakanlegir." Það fylgir sögunni að guðfræðideildin hafi ekki sótt um styrk til Alþingis síðan. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is Gluggað í erlend tímarit Kýr mjúlka meira el þær lú mikla mjúlk sem kúHar! í/iMeimiiig fyrir úrvalsmjólk! Hér má sjá nokkra þeirra mjólkurframleiðenda á félagsssvæði Norðurmjólkur sem fengu viðurkenningu fyrir úrvalsmjólk á síðasta ári. Alls fengu 24 bú viðurkenningu að þessu sinni - en á svæði Norðurmjóikur eru 203 mjólkurbú. Gæðakröfurnar hafa aldrei fyrr verið eins strangar og nú. Áður var um að ræða ársmeðaltal þegar gæði mjólkur voru metin en nú er gæðin metin mánaðarlega.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.