Bændablaðið - 28.05.2002, Qupperneq 8

Bændablaðið - 28.05.2002, Qupperneq 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 2002 Bændur athugið! Til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu verði: ■ □ Lamborgini 874-90 dráttavél 88 hö. m/moksturst. □ SAME Explorer II 90 dráttavél 0) 88 hö. m/moksturst. □ Avant fjósvélar (minivélar). □ Álrampar fyrir minivélar. □ Kornmylla með blandara. Tilb. □ Þrítengiskúffur 1,6-2,2 m3. * □ L.t.hjólrakstr.vél 2,8-3,5m. □ Dragt. hjólrakstr.vél 6m. □ Hnífatætarar 185-280 cm. II1 □ Pinnatætarar 300 cm Tilb. U*l □ Fjaðraplógherfi 260 cm. Tilb. H □ Kílræsaplógur 100 cm. □ Diskasláttuvél 290 cm. Tilb. r- □ Haughrærur m. vökvastillingu. □ Haugsugudælur 6,5-1 Oþ. l/m. □ □ Barkar og barkatengi. * □ 6" lokar og stútar. □ Mykjudæla 2800 Itr/min. □ Brunadælur. rr □ Vökvayfirtengi. UL □ Sláttukefli (grastætari). Tilb. n □ Sagarblöð 800 mm. U □ Plöntunarrör (geispur). □ Flekkjari SSK4x2 □ Valtarar Upplýsinaar í síma: 5876065. Það var myndarlegur hópur sem útskrifaðist á Hólum. Aukin þjónusta við bændur Hjálmar Ólafsson. forritari og bóndi í Kárdalstungu í Vatnsdal, hefur verið ráðinn í 75% starf í tölvudeild BI. Hjálmar hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu Ráðgjafaþjónustu Húnavatnssýslna og Stranda á Blönduósi, en einnig mun hann vinna heiman frá sér. Starf Hjálmars verður sem áður þjónusta við notendur forrita BÍ og einnig forritun fyrir sauðfjár- ræktina. Fastur viðverutími Hjálmars á skrifstofunni á Blönduósi er frá kl. 13:30 til 15:30, en einnig á að vera hægt að ná í hann á öðrum tímum ef nauð- syn krefur. Þá hefur Vilborg Stefánsdóttir verið ráðin sem for- ritari í tölvudeild frá og með 3. júní. Vilborg er frá Láxardal í Norður-Þingeyjasýslu og út- skrifast sem kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í vor 20% afsláttur al árgjaldi Tölvudeild Bændasam- takanna hefur ákveðið að veita þeim bændum sem keypt hafa þrjú eða fleiri forrit frá Bændasamtökunum 20% afslátt af lægsta árgjaldinu. Hafa verður samband við tölvudeild veena bessa. Til sölu ni notuð stórbaggavél Claas Quadrant 1100 stórbaggavél með staflara, árg. 96 Verð aðeins kr. 1.600.000- án vsk. Lágmúli 7 Reykjavík Sfmi: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is VEIAVERr Hólaskóli brautskráði 21 hestafræðing og leiðbeinenda af hrossabraut: aldrei verið meiri Þann 11. maí sl. brautskráði Hólaskóli 21 hestafræðing og leiðbeinenda af hrossabraut. Skúli Skúlason skólameistari sagði í brautskráningarræðu sinni að þetta væri glæsilegur hópur sem skólinn væri stoltur af. Hann hældi nemendum fyrir gott starf og góðan árangur og nú yrðu nemendur hluti af stóru samfélagi þeirra sem lokið hafa prófi. Síðan sagði hann: FLATVAGNAR o' 7007 1250 10615 Verð kr 690.000,- með virðisaukaskatti Burðargeta 12 tonn Stærð palls = 2,55x9,0m H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131, Heimasími: 567-1880 „Þekking og menntun eru grunnur framfara, gæða og hvers kyns arðsemi. Þetta eru gömul og ný sannindi, sem núna ber hátt í umræðu um þekkingarsamfélagið. Ein af grunnforsendum faglegrar getu og eflingar Hólaskóla eru góð tengsl við aðrar skóla- og rann- sóknarstofnanir hérlendis og erlendis, og ekki síður við við- komandi atvinnugreinar. Þetta á ekki síst við um hrossabrautina. íslandshestamennskan er í örri þróun og það er metnaður Hólaskóla að hafa forystu um menntun á þessu sviði. Námið hefur verið byggt upp í náinni Amerísk gæða framteiðsia 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt RAFVORUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 samvinnu við Félag tamninga- manna og aukið rannsókna- og þróunarstarf brautarinnar er unnið í nánum tengslum við stofnanir og samtök greinarinnar. Þannig er mjög jgott samstarf við Hestamið- stöð Islands hér í Skagafirði og Átaksverkefni í hrossarækt um mjög brýn þróunarverkefni bæði á hrossa- og ferðamálabraut. Nýlegt dæmi um afrakstur góðs samstarfs er stofnun Söguseturs íslenska hestsins á Hólum, sem Hólaskóli, Hestamiðstöð íslands og Byggða- safn Skagfirðinga standa að.“ Hann sagði að íslenski hestur- inn hefði sigrað heiminn, íslands- hestamennskan væri nú stunduð í yfir 20 þjóðlöndum. Starfið á Hól- um væri því svo sannarlega al- þjóðlegt og mikilvægt. Síðan sagði Skúli: Hólaskóli 120 ára „í dag hefst formlega afmælis- ár Hólaskóla, en skólinn er 120 ára um þessar mundir. Hólaskóli er þannig með elstu starfandi skólum landsins. Fullljóst er að búhaðar- námið hefur frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki í menningu, byggðaþróun og atvinnustarfsemi íslendinga. Þessi staðreynd var þeim sem stofnuðu Hólaskóla 1882 vel ljós, og þetta hefur kannski aldrei verið mikilvægara en núna, í upphafi 21. aldarinnar. Hólaskóli hefur haslað sér völl á nýjum sviðum sem einkenna hið víðara hlutverk landbúnaðarins nú á dögum og skipta miklu máli fyrir hinar dreifðu byggðir. Á öllum þessum sviðum - ferðamálum, fiskeldi, hrossarækt og hesta- mennsku - eru mikil tækifæri til enn frekari eflingar og vaxtar þar sem menntun er í lykilhlutverki. Ég leyfi mér að fullyrða að þessar greinar eiga eftir að gegna sívaxandi hlutverki fyrir framtíð landbúnaðar og búsetu í þessu landi.“ Hann sagði Hólaskóla vera vaxandi og hefði nemendafjöldi aldrei verið meiri né verkefnin fleiri. Bændablaðið kemur næst út 11. júní

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.