Bændablaðið - 28.05.2002, Page 13

Bændablaðið - 28.05.2002, Page 13
Þriðjudagur 28. maí 2002 BÆNDABLAÐIÐ 13 Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands Öflugt atvinnulH er undirstaðan ingsályktunartillagan um stefnumótun í m 3 byggðamálum snertir ekki hvað síst íbúa K. í sveitum landsins. Úrbœtur í vegamálum, fjarskiptamálum og skólamálum, svo dœmi séu tekin, má segja að séuforsenda þess að landið haldist í byggð. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, var spurður hvernig honum litist á þœr hugmyndir semfram koma í tillögunni. „Ég er mjög ánægður með margt í þessari þingsályktunar- tillögu. Mér sýnist að breytinga- tillögur meirihluta iðnaðamefndar hafi heldur bætt tillöguna en hitt. En það er ekki nóg að semja og samþykkja tillögu, allt veltur á því hvað gert er,” sagði Ari. Efling byggðakjarna -Telur þú að það sé til bóta að ejJa byggðakjama, á borð við Akureyri, Isafjörð og Mið-Hérað til mótvœgis við höfuðborgar- svœðið? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að slíkt sé undirstaða þess að það skapist mótvægi þannig að til séu möguleikar sem eru jafn gildir höfuðborgarsvæðinu. Ég veit að Finnar hafa velt byggðamálum mjög fyrir sér og þeir segja að kjami með háskólamöguleikum sé það eina sem hafi stöðvað flóttann af landsbyggðinni hjá þeim. Þeir segja að þetta virki í um það bil 100 km. radíus frá byggðakjarnanum. Þess vegna tel ég að það sé mjög þarft að koma upp sterkum byggðakjömum." -Það eru ekki allir sammála um ágceti þess að sameina og stœkka sveitarfélög. í tillögunni er lögð áhersla á að gera það. Hvert er þitt álit á stækkun sveitar- félaga? „Ég tel mjög brýnt að sameina og stækka sveitarfélögin. Sveitar- félögin verða við það öflugri og fjárhagslega sjálfstæðari. Við það verða þau máttugri til að taka á málefnum sem heyra undir þau. Má þar nefna sem dæmi menntun- ar- og atvinnumálin." Flutningur starfa út á landsbyggðina -I tillögunni er rætt um nauðsyn þess að flytja störf frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Er það raunhœf tillaga? „Ég held að það leiki enginn vafi á því. Menn hafa horft upp á það hin síðari ár að störfum hefur fjölgað mikið í opinbera geiranum. Tækni í fjarskiptum gerir það að verkum að auðvelt er að flytja störf út á landsbyggðina og auka þar með möguleika hennar. En við höfum séð að þama er við ramman reip að draga. Það er búið að marg- samþykkja tillögur um að flytja opinber störf út á land. Síðan kem- ur það í ljós í nýlegri könnun að öll aukning opinberra starfa á síðustu árum er í Reykjavík." Gott vegakerfi eitt af lykilatriðunum -Margt hefur verið nefnt sem forsenda þess að hœgt sé að efla byggð í landinu. Er ekki bœtt vega- kerfi eitt af þvímikilvœgasta? „Það er óhætt að fullyrða að gott vegakerfi er eitt af þeim atrið- um sem mestu máli skiptir. Ég held þó að það sem ræður úrslitum um hvort tekst að snúa þróuninni við sé jöfnun starfsskilyrða atvinnu- veganna. Vegakerfið er vissulega hluti af því en þó ekki nema hluti. Ég hygg að mikilvægasta atriðið til að efla landsbyggðina sé að atvinnutækifærin þar séu ekki lakari en á höfuðborgar- svæðinu. Þar skipta fjarskipti, samgöngur, aðstaða fólks til menntunar og lífskraftur öllu máli. Án öflugs atvinnulífs, sem skilar fólki tekjum, þrífst ekki mannlíf á landsbyggðinni." -Hugmyndin um lœgri skatta á landsbyggðinni er viðruð í tillögunni. Þetta atriði er umdeilt en hvert er þitt álit á henni? „Mér hefur alltaf þótt sú hugmynd skynsamleg og þjóðhagslega hagkvæm. Við höfum heyrt það í kosningabaráttunni á Suð- Vesturhominu hversu gífurlegur kostnaður fylgir landvinningum og uppbyggingu nýrra hverfa á því svæði með skólamannvirkjum og öðmm þjónustustofnunum. Á landsbyggðinni er kostnaður á hvem íbúa miklu minni á þessu sviði, landrými nóg og jafnvel til staðar húsnæði bæði til íbúðar og þjónustu. Það er því margt til staðar fyrir fólk sem kýs að flytja út á land og aukin atvinnustarfsemi samfara lægri sköttum gætu verið hvati í þeim efnum." Fjarskiptamálin -Fjarskiptamálin eru í ólagi víða úti á landsbyggðinni. I tillögunni er lögð áhersla á að bœta þar úr. Er það eitt af lykilatriðunum við eflingu búsetu á landsbyggðinni ? „Á því leikur enginn vafi. Þau em stór hluti þess að jafna aðstöðuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins en eins og allir vita vantar mikið þar á bæði hvað varðar aðgengi og kostnað. Nauðsynlegt er að kostnaður við gagnaflutning verði sá sami á öllu landinu. Góð fjarskipti eru forsenda þess að hægt sé að koma á viðunandi fjarvinnslu. Mikið hefur verið rætt um að efla hana en ósköp lítið hefur gerst í þeim málum ennþá. Þess vegna segi ég það um þessa þingsályktunartillögu að ef henni verður fylgt eftir mun hún efla landsbyggðina. Eins og er sýnist mér allt vera heldur óljóst um fjármuni til verkefnisins sem er afl hlutanna. Síðan verður að horfast í augu við það að reynslan kennir okkur að allar breytingar og flutningur verkefna af Suð-Vesturhominu mun mæta mikill andspymu hjá þeim sem þar búa. Því er og verður við ramman reip að draga," sagði Ari Teitsson. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur: Orð og efndir fara ekki saman „Ég tel að það sé búið að gera allt of mikið af tillögum, plöggum og gögnum um byggðamálin sem því miður hafa skilað afskaplega litlu. I þessari þingsályktunar- tillögu er vissulega margt vel orðað og góð hugsun í mörgu en raunvemleikinn er bara allt annar.“ Þetta segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, um þings- ályktunartillöguna. Flutningsskatturinn Aðalsteinn segir að tilllagan sé almennt orðuð - í henni sé sagt að stefnt skuli að eða unnið skuli að eða kannað skuli o.s.frv. Hann segir að það fylgi ekki hugur máli í þessum efnum og bendir á sem dæmi flutningsskatt sem lagður var á allan gámaflutning út á land. Sá skattur hafi gert það að verkum að fyrirtæki flytji starfsemi sína til höfuðborgarsvæðisins til að losna við skattinn. Þegar það varð ljóst sagði ráðherra að strax yrði að bregðast við og breyta þessu því atvinnulíf á landsbyggðinni væri í hættu. Síðan hefði ekkert gerst og áfram væri haldið að íþyngja fyrirtækjum á landsbyggðinni. Menntunarmálin „Annað mál, sem er mjög stórt í þessu öllu saman, eru menntunar- málin á landsbyggðinni. Að mínum dómi verður að taka á þeim málum með myndarlegum hætti. Mjög stór hluti þeirra sem bregða búi út á landi og flytja til Reykja- víkur, hvort heldur það er úr sveit- um landsins eða kaupstöðum, er fólk sem á börn í skóla og getur ekki haldið úti tveimur heimilum þegar börn þeirra fara til fram- haldsnáms í Reykjavík. Fólkið flytur því á eftir bömum sínum til höfuðborgarsvæðisins. Ég hefði viljað sjá í þessari þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum mun betra aðgengi fyrir ungt fólk til að stunda nám sitt á landsbyggðinni," segir Aðalsteinn. Hann bendir líka á að atvinnuþróunarfélögin, sem hafa verið studd af Byggðastofnun og eru afar þýðingarmikil fyrir svæðin, séu í fjársvelti. Hann segir það ganga afar illa að fá peninga til að halda þeim gangandi. Þessi félög eru hugsuð sem fyrsta hjálp á lands- byggðinni við að halda at- vinnulífinu gangandi. „Það eru ýmsir svona þættir sem þarf að taka á af festu og alvöru. Ef það væri gert þá þyrft- um við ekkert að kvarta og óþarfi væri að semja plagg eftir plagg um aðgerðir í byggðamálum, sem síðan er ekkert farið eftir,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn Reykjavík eina píkisstynkta sveitapfélapið á landinu „Mín skoðun á þessari tillögu um stefnu í byggðamálum er sú að hún hefur bara eitt markmið og það er að leggja lands- byggðina niður í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Svo einfalt er það. Þetta eru vissulega stór orð en ég skal rökstyðja mitt mál. I þessari byggðaáætlun er talað um byggðakjama út á landi og leyfðu menn sér í upphafi að blása Vestfirðina af með einni setningu, en því var síðar aðeins breytt. Og menn tala líka um Mið- Hérað á síðari stigum en geta ekki komið sér saman um staðinn. Staðreyndin er sú að hafi menn tekið ákvörðun um að flytja úr sinni heimabyggð eru þeir mjög fáir sem fara ekki beinustu leið suður. Þetta þýðir að þessir svokölluðu byggðakjamar, eins og Akureyri, verða það ekkert lengur eftir það. Fólkið í byggðunum í kring, sem sótti þjónustu og verslun í byggða- kjamann, er farið suður. Og það fer beint þangað vegna þess að það þarf að yfirgefa húsið sitt, sem er verðlaust og leggur ekki í að fara að byggja í byggðakjamanum og standa uppi með verðlausa eign aftur eftir 10 til 15 ár. Það fer strax alla leið,“ segir Reynir Þorsteins- son, sveitarstjóri á Raufarhöfn, ómyrkur í máli um þings- ályktunartillöguna um stefnu í byggðamálum. Ríkisstyrkt sveitarfélag Hann segir að Reykjavík sé eina ríkisstyrkta sveitarfélagið á landinu og fullyrðir að Kári Stefánsson hefði ekki fengið 20 milljarða ríkisábyrgð ef hann hefði ætlað að reisa lyfjaþróunardeildina sína utan höfuðborgarsvæðisins. „í júlímánuði árið 2000 gerðist það mjög snöggt að ávöxtunarkrafa húsbréfa snar- hækkaði. Á mánudegi var viðtal við formann félags fasteignasala um málið og hann sagði að allt væri ffosið. Hvorki kaupendur né seljendur vildu taka á sig afföllin. Formaðurinn sagði málið grafalvarlegt og að stjóm félags fasteignasala ætlaði að funda um málið á miðvikudeginum. Þá um kvöldið var aftur viðtal við hann og þá lýsti hann því yfir að stjóm félags fasteignasala ætlaði að óska eftir neyðarfundi með ríkis- stjóminni. Þeir fengu fundinn tveimur dögum síðar, á föstudegi. Næsta mánudag keypti ríkissjóður húsbréf fyrir fimm milljarða. Bréfunum var kippt út af markaðnum, ávöxtunarkrafan Iækkaði og leikurinn gat haldið áfram. Ég sé ekki ríkissjóð íslands koma til ísaljarðar, Akureyrar, Raufarhafnar eða Egilsstaða og kaupa upp fasteignir til að halda Framhald á næstu blaðsíðu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.