Bændablaðið - 28.05.2002, Síða 16

Bændablaðið - 28.05.2002, Síða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 2002 * Mýtt innlent mjðlMutt fyrir smðkðltn kemur vel út I tHruunum Mjólkursamlag Húnvetninga (MH) hefur um áratuga skeið framleitt og markaðssett kálfafóður fyrir mjólkurkálfa. Uppistaða fóðursins er undanrennuduft sem blandað hefur verið tólg, vítamínum og steinefnum. Kálfar þrífast ágætlega á fóðrinu en það hef- ur þann galla að vera ekki nægilega auðleyst fyrir kálfafóstrur sem nú eru að ryðja sér til rúms. Þess vegna er oft notuð innflutt auð- leysanleg mjólkurduftsblanda í kálfa- fóstrurnar ef ekki er notuð mjólk. Að frum- kvæði MH gerði RALA uppskrift að nýjum mjólkurduftsblöndum. Gerðar voru tvær blöndur með undanrennudufti og mjólkur- fitu eingöngu annars vegar (A) og með undanrennudufti, mjólkurfitu og jurtafitu hins vegar (B). I framhaldinu var síðan gerð tilraun á Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem þessar blöndur voru gefnar smákálfum og þeir bornir saman við kálfa sem fengu fersk- mjólk (C). Að auki var metinn leysanleiki duftsins bæði á Möðruvöllum og í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit, þar sem það var notað í kálfafóstru. Einnig hefur A blandan verið reynd um nokkum tíma í kálfafóstrum á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum og á Höskulds- stöðum í Vindhælishreppi. Tilraunaplanið Alls voru 12 kálfar í tilrauninni, sex af hvoru kyni og sex undan fyrstakálfskvígum. Kálfunum var síðan skipt jafnt á til- raunaliðina; mjólkurduft A, mjólkurduft B eða ferskmjólk (C). í hverjum tilraunalið voru því 4 kálfar, tveir af hvoru kyni. Fyrstu 4 dagana eftir fæðingu fengu allir Aldur í dögum Flokkar A og B (duft) g dufts Itr. blanda Flokkur C (mjólk) Mjólk, Itr. 1-4 ó- 4 itr, Droaaur (anir TioKKarj 5-7 bZo b,U 4,U 8-35 780 6,2 5,0 36-42 625 5,0 4,0 43-49 625 5,0 4,0 50-63 470 3,8 3,0 64-77 310 2,5 2,0 78-84 155 1,2 1,0 kálfarnir broddmjólk, 3-4 lítra á dag. Síðan voru þeir settir í kálfabox og einstaklings- fóðraðir í 54 daga en eftir það í 30 daga í kálfastíum, 3-5 saman. Mjólkurskeiðið varði því í 84 daga. Miðað var við að kálfarnir fengju allir sama magn orku í mjólk eða mjólkurdufti við sama þurrefni eða 69 FEm alls. Miðað var við 1,85 FEm/kg þe og 13% þurrefni í ferskmjólk. Mjólkurduftið frá MH (bæði A og B) reiknast vera með 1,54 FEm í kg dufts. Hæfileg blöndunarhlutföll eru því 8 lítrar af volgu vatni (u.þ.b. 30°C) á móti hverju kg af dufti eða 125 g í einn lítra. I meðfylgjandi töflu er planið fyrir gjöf á mjólk og mjólkurdufti á tilraunaskeiðinu. - Alls fengu kálfamir 44,5 kg af dufti í 355 1 af vatni eða 285 1 af ferskmjólk á mjólkurskeiðinu. Kálfarnir höfðu frjálsan aðgang að kjarngóðu þurrheyi (0,81 FEm/kg þe), kálfakögglum frá Bústólpa (1,11 FEm/kg þe) og vatni. Helstu niðurstöður Leysanleiki Báðar blöndurnar leystust ágætlega upp í Kjarnfóðurát í kálfaboxum alls (54 dagar), kg volgu vatni en þó var þar stigsmunur. A blandan sem var eingöngu með mjólkurfitu leystist hægar upp en B blandan sem er með jurtafitu í stað mjólkurfitu að hluta. Þeir bændur sem höfðu samanburð töldu A blönduna leysast heldur hægar upp en innflutt mjólkurduft sem er hér á markaði en B blandan væri algjörlega sambærileg. Bent var á að þegar skipt er úr innflutta mjólkurduftinu yfir í A blönduna sé nauðsynlegt að endurstilla skammtarann á kálfafóstrunni til þess að hann skammti sama magn af dufti (120 - 125 g) í hvem lítra. Báðar blöndumar, A og B, má því nota í kálfafóstrur án vandamála. Er það mikil framför frá tólgarduftinu sem var algjörlega ónothæft fyrir kálfafóstrur. Heyát Kálfarnir höfðu alltaf frjálsan aðgang að heyi og sumir þeirra slæddu talsvert þegar þeir voru einstaklingsfóðraðir í boxunum sem erfitt reyndist að halda utan um. Að jafnaði leifðu kálfamir um 44% af því sem þeim var gefið en skipt var um hey reglulega til að tryggja nægilegan aðgang að fersku heyi. Að jafnaði tóku kálfarnir til sín um 13 Kálfarnir þrifust mjög vel á nýja mjólkurduft- inu í kálfaboxunum. /Mynd Bbl. Þóroddur Sveinsson. Síðustu 30 dagana á mjólkurskeiðinu voru kálfarnir stíufóðraðir með frjálsan aðgang að kjarnfóðri og heyi með mjólkurfóðrinu. /Mynd Bbl. Þóroddur Sveinsson. FEm af heyi þann tíma sem þeir voru í boxunum eða fyrstu 54 dagana og var meðalheyátið þá komið í um 860 g á dag. Það var nokkuð einstaklingsbundið hvað kálfamir tóku mikið til sín af heyi sem tengdist ekki sjáanlega mjólkurfóðrinu. I stíufóðmninni átu kálfamir að jafnaði 950 g þe af heyi á dag, eða alls um 23 FEm það sem eftir var af mjólkurskeiðinu. Kjarnfóðurát Þó að einstaklingsmunurinn á heyátinu hafi verið talsverður var hann enn meiri á kjamfóðurátinu. Þennan mun var þó ekki hægt að tengja við mismunandi mjólkur- fóður. Á einstaklingsfóðrunartímanum átu kálfarnir alls að jafnaði um 5,9 FEm. Kálfur- inn sem át mest át 12,8 FEm en sá sem át minnst át 1,9 FEm. Þessi mikli munur á kjarnfóðuráti hafði áhrif á vaxtarhraða kálfanna eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd. Á stíufóðrunartímanum átu kálfamir að jafnaði 490 g þe á dag, eða 16 FEm alls það sem eftir var af mjólkurskeiðinu. Þrif og vöxtur Allir kálfamir þrifust ágætlega og ekki varð vart við skitu. Fæðingarþungi kálfanna var óvenju breytilegur, eða frá 24 kg og upp í 43 kg, en að meðaltali 35 kg. í ljós kom að fæðingarþunginn útskýrði að hluta vaxtar- hraða kálfanna á mjólkurskeiðinu. Daglegur meðalvaxtarhraði léttfæddu kálfanna var minni en kálfa sem fæddust þungir (sjá mynd). í lok mjólkurskeiðsins er léttasti kálfurinn 73 kg en sá þyngsti 108 kg. Þessi breytileiki er ekki óvenjulegur. Kálfar á dufti A þyngdust að meðaltali 679 g/dag, á dufti B 775 g/dag og á ferskmjólkinni (C) 651 g/dag á mjólkurskeiðinu. Þrátt fyrir þennan tiltölulega mikla mun á meðaltölum á milli fóðurgerðanna reyndist hann ekki töl- fræðilega marktækur, en var þó mjög nálægt því. Meðallífþungi kálfanna í lok mjólkur- skeiðsins var 92 kg. Meðalvaxtarhraðinn jókst eftir því sem á leið og var orðinn 702 g/dag í lokin (sjá mynd). Það er það mesta sem mælst hefur í fimm tilraunum með kálfa á mjólkurskeiði á Möðruvöllum. Ástæðumar eru fyrst og fremst engin skituvandamál í þessari tilraun og hugsanlega einnig kálfaboxin sem kálfarnir voru í fyrstu 54 dagana, en þar leið þeim greinilega mjög vel. Samandregin ályktun Nýja mjólkurduftið frá MH reyndist mjög vel og getur fyllilega komið í staðinn fyrir ferskmjólk. Vaxtarhraði kálfanna var mjög góður og engin heilsufarsvandamál komu upp. B duftið leystist heldur hraðar upp en A duftið en báðar gerðimar má nota í kálfafóstrur og túttufötur án vandamála. í lokin má geta þess að nýtt kálfafóður frá Mjólkursamlagi Húnvetninga er væntan- legt á markað um það leyti sem þetta Bændablað kemur út. Þóroddur Sveinsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, RALA Þakkir Við viljum þakka sérstaklega Brynjari Finnssyni, bústjóra, og Mirjana Rakic sem sáu um framkvœmd tilraunarinnar í Möðruvallafjósinu. Handverksíölk JL. QfJJTRAKTORSDEKK Á SÉRTILBOÐI EIGUM ALLAR HELSTU STÆRÐIR AF BÚVÉLA- OG VINNU- VÉLADEKKJUM FRÁ ALLIANCE Á LAGER. Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir Þig! Skoðaðu einnig vefsíðu okkar: www.dekkjahollin.is BEINN INNFLUTNINGUR hagstætt verð EkkJ AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1179 Handverksfólki í sveitum býöst að nota landbúnaðarvefinn til að selja verk sín. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skila myndum og textum á tölvutæku formi til ath@bondi.is sem allra fyrst. Hver og einn getur birt átta myndir af verkum sínum ásamt nauðsynlegum upplýsingum um verð, stærð, síma, netfang og þ.h. Sendu tölvupóst á netfangið ath@bondi.is og fáðu nánari upplýsingar. Eins getið þið haft samband við Áskel í síma 563 0375 eða 893 6741. Toyota Landcruser VX árg. 93 til sölu. Ekinn aðeins 145 þús. km. Driflæsingar, sóllúga, loftkæling. Mjög vel með farinn bíll. Upplýsingar gefur Sævar í síma 897 6240.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.