Bændablaðið - 28.05.2002, Page 19

Bændablaðið - 28.05.2002, Page 19
Þriðjudagur 28. maí 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Endurræktun túna, hagkvæmni og hvernig skal ákvarða tekjurnar Margir hafa skoðun á því hvort hagkvæmt sé að endurrækta gömul tún og sýnist sitt hverjum. Þegar undirritaður gerði lokaritgerð sína um endurræktun túna við Bændadeild Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, þá var skoðuð hagkvæmni þess að eiga tún sem gefa meiri og betri upp- skeru en „venjuleg gömul tún“. Kostnaður við að endurrækta tún er gefmn upp í Handbók bænda og er þar áætlaður meðalræktunar- kostnaður fyrir árið 2001. Tafla 1 sýnir hvemig sá kostnaður skiptist niður. Tafla 2 sýnir kostnaðinn eins og hann er áætlaður í þessum útreikningum því væntanlega er borinn áburður á tún, óháð því hvort þau eru í endurræktun eður ei. (Sjá töflur 1 og 2) Þegar kemur að því að ákvarða tekjumar vandast málið. Hér er farin sú leið að skoða hvaða uppskeruauki fæst með endur- ræktun og kostnaður við heyöflun notaður til að verðleggja hann. Athuganir hafa sýnt að við sjáum heygæði í 5 ár eftir sáningu og uppskeruauka í 4 ár. Samkvæmt reiknilíkingu og miðað við að tún- ið sé slegið 10. júlí ár hvert verður uppskeran samkvæmt töflu 3. Samkvæmt því sem kemur fram í Handbók bænda 2002 um framleiðslukostnað á rúlluheyi þá kostar 24,26 kr að framleiða hvert kfló þurrefnis í rúllubagga. Ef við deilum í þá upphæð með þeim heygæðum sem við fáum af túni sem gefur ekki lengur uppskeru- auka þá fáum við út að fram- leiðslukostnaður á hverja mjólk- urfóðureiningu sé (24,26 / 0,74) = 32,78 kr/FEm. Þegar við reiknum okkur síðan tekjur af uppskeru- aukanum þá margföldum við saman framleiðslukostnaðinn og uppskeruaukann og fáum út (32,78 * 3393) = 111.223 kr. Niðurstaða Tekjur 111.223 - kostnaður 57.700 = 53.523 kr/ha, sem er sá hagnaður sem við höfum eftir þessa framkvæmd. Miðað við þessa útreikninga þá er ljóst að endurræktun borgar sig. Meiri hagnaði er hægt að ná út út endur- ræktinni ef komi er sáð með gras- fræinu því þá reiknast sú uppskera ' k- Jx; - Tafla 1 Dráttarvélavinna 14 klst 29.500 kr/ha Áburöur 500 kg 13.700 kr/ha Fræ 30 kg 16.800 kr/ha Kalk 6 tonn 11.400 kr/ha Samtals 71.400 kr/ha Tafla 2 Dráttarvélavinna 14 klst Fræ 30 kg Kalk 6 tonn Samtals 29.500 kr/ha 16.800 kr/ha 11.400 kr/ha 57.700 kr/ha sem komið gefur af sér sáningar- árið sem auknar tekjur. Hugsan- lega er uppskera sáningarárið of- reiknuð en þó henni væri sleppt yrði niðurstaðan samt sem áður hagnaður. Að lokum Þó að hagkvæmnisútreikning- amir sýni svo ótvírætt sé að endur- ræktun túna borgi sig fer það þó eftir aðstæðum á hverju búi hvemig ber að standa að henni. Sauðfjárbúskapur gerir t.d. ekki sömu kröfur til fóðuröflunar og kúabúskapur. Hugsanlega er betra fyrir sauðfjárbóndann að hafa frekar fá tún í endurræktarferli, en nýta hvert þeirra þeim mun betur. Hann gæti notað þau í græn- fóðurrækt sem yrði nýtt til bötunar á sláturlömbum, eða til vorbeitar. Síðan þegar grasi hefur verið sáð í þau á ný má fá af þeim gæðahey sem nauðsynlegt er að eiga, t.d. á sauðburði. Kúabóndinn þarf almennt mikil gæði á öllum sínum túnum. Því þarf hann að skipuleggja sína túnrækt þannig að öll tún séu inn á endurræktarskipu- lagi og hann fái úrvals hey af hverju þeirra. Einn stór kostur við að sinna endurræktun túna vel er að þannig halda menn best við þeirri verkkunnáttu sem endurræktun krefst og líklegt er að menn nái meiri hagkvæmni við þau störf sem þeir kunna góð skil á. Sigurður Þór Guðmundsson nemandi í búvísindadeild 1 við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri Tafla 3 Ár frá sáningu FEm í kg/þe Uppskera kg Samtals FEm FEm umfr. gamalt tún sáningarár 0,83 2392 1985 -464 1 0,83 4785 3972 1522 2 0,81 4410 3572 1123 3 0,79 4060 3207 758 4 0,77 3685 2837 388 5 0,76 3310 2516 66 6 0,74 3310 2449 0 7 0,74 3310 2449 0 Samtals uppskemauki i FEm 3393 Til sölu notaðar dráttarvélar New Holland 66040SLE, 85 hestöfl, 4x4, árgerð 1996 m/Alö 640 ámoksturstækjum Verð kr. 2.100.000- + vsk New Holland 7740SLE, 95 hestöfl, 4x4, árgerð 1996 m/Alö 640 ámoksturstækjum Verð kr. 2.250.000- + vsk New Holland TS110, 108 hestöfl, 4x4, árgerð 2000 m/Alö 960 ámoksturstækjum Verð kr. 3.700.000- + vsk Fiat 82-94, 80 hestöfl, 4x4, árgerð 1992 m/Alö 640 ámoksturstækjum Verðkr. 1.100.000- + vsk Zetor 7341, 80 hestöfl, 4x4, árgerð 1998 Verð kr. 1.350,000- + vsk Zetor 7341, 80 hestöfl, 4x4, árgerð 1998 m/Alö 920 ámoksturstækjum Verðkr.1.650.000- + vsk Case 895XL, 82 hestöfl, 4x4, árgerð 1992 m/Veto FX ámoksturstækjum Verð kr. 1.100.000- + vsk Vélaver h.f. Reykjavík simi 588-2600 Vélaver h.f. Akureyri sími 461-4007 VÉIAVERr www. bondi.is Sértilboð á örfáum alsjálfvirkum rúUupökkunarvéium Conor er þaulreynd pökkunarvél við íslenskar aðstæður og prófuð af Raftæknideild RALA. Þrjú styrikerfi í boði. Pinnastýring y Rafejndastýring ^ VELAVERf Lágmúli 7 • Reykjavík Sími:588 2600 • Akureyri Sími:461 4007 www.velaver.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.