Bændablaðið - 14.01.2003, Qupperneq 10

Bændablaðið - 14.01.2003, Qupperneq 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þridjudagur 14. janúar 2003 Faar stofnarir fliiar út li land Örlygur Hnefíll Jónsson bar fram fyrirspurn í fímm liðum til allra ráðherra núverandi ríkis- stjórnar um málefni sem snerta höfuðborgarsvæðið og lands- byggðina. Spurningar hans voru þessar: 1. Hver var fjölgun starfa á vegum ráðuneytisins árin 1991- 2000 og hvemig skiptust störfin milli höfuðborgar og lands- byggðar? 2. Hvaða nýju stofnanir voru vistaðar á vegum ráðuneytisins á landsbyggðinni árin 1991- 2000 og hvar? 3. Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg ný störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna? 4. Hvaða stoffianir voru fluttar á vegum ráðuneytisins frá höfuð- borginni til landsbyggðar árin 1991-2000 og hvert? 5. Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna? Nokkur fjölgun starfa í svörum ráðherranna kemur fram að fjölgun starfa er nokkur hjá flestum ráðuneytunum á þessu tímabili og er mikill meirihluti þeirra staðsettur á höfuðborgar- svæðinu. Til að mynda stofnaði dómsmálaráðuneytið til 55 starfa á höfuðborgarsvæðinu á þessu tíma- bili en 2,5 starfa á landsbyggðinni. Samgönguráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið hafa flutt nokkur störf út á landsbyggðina og landbúnaðarráðuneytið hefur flutt stofnanir út á land. Einnig hefur Byggðastoffiun verið flutt til Sauðárkróks. í langflestum tilfellum hafa ráðuneytin engar stoffianir né störf flutt af höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Vonbrigði „Þessi svör ráðuneytanna sýna að stjómvöld hafa ekki staðið sig sem skyldi við að fylgja eftir stefnumótandi byggðaáætlun ffá 1994 til 1997. í henni var rauði þráðurinn sá að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið. Þess vegna valda svörin mér vonbrigðum og sýna að þama þarf að taka til hendi ef menn ætla að reka jafnræðis- stefnu milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar,“ sagði Ör- lygur Hnefill þegar tíðindamaður Bændablaðsins innti hann álits á svörunum. Mest hjá tveimur ráðuneytum Landbúnaðarráðuneytið bendir á nýjar stofnanir frá þess hendi á landsbyggðinni, Vesturlands-, Norðurlands- og Suðurlandsskóga auk Héraðsskóga og Skjólskóga. Stofnanir sem hafa verið fluttar út á landsbyggðina á vegum land- búnaðarráðuneytisins eru Lána- sjóður landbúnaðarins 1998 og Yfirkjötmat ríkisins árið 2000. Samgönguráðuneytið hefur flutt aðsetur rannsóknanefndar sjóslysa til Stykkishólms. Vega- gerðin hefur flutt störf út á land, þjónusta á flugvöllum landsins hefur verið aukin, útibú Siglinga- stofnunar opnað í Keflavík, aðal- þjónustuver og skiptiborð íslands- pósts var flutt til Akureyrar. Svarað er í upplýsingasímann 118 á fjórum stöðum á landinu. Ferðamálaráð opnaði útibú á Akureyri. Umhverfisráðuneytið bendir á flutning Landmælinga ríkisins til Akraness og embætti veiðimála- stjóra til Akureyrar. svæðinu, einkum á rimlagólfúm. Stærðarmál á legubásum má fínna í aðbúnaðarreglugerð lyrir naut- gripi. Loftslag og lýsing Kálfar eru of oft hýstir í afkima fjósa, þar sem loftslagi og lýsingu er ábótavant. Kálfar þurfa heldur hærri umhverfishita en kýr, eða 5-15 gráður. Því meiri trekkur, því hærri hiti; því kaldara undirlag, því hærri hiti. Ef kálfamir eru á þurru gólfi, í vel loftræstu rými og með góðan feld þola þeir vel kulda. Góð lýsing, 12-16 tíma á sólarhring, bætir vöxt, nyt og ffjósemi nautgripa. Æskilegt er að hafa sérstaklega góða lýsingu hjá kálfunum, því að mikilvægt er að fylgjast vel með þrifúm þeirra. Þá er einnig hægt að fá hitaperur og hengja yfir kálfastíur. Kálfamir geta þá sjálfir ráðið því hvort þeir liggja undir þeim eða ekki. /TJ Athugas. Bbl. Greinin barst blaðinu í lok nóvember en ekki var pláss fyrir haná í jólablaðinu. Aðbúnaður kðlfa Nú er sá tími ársins þegar flestar kýr eru bomar og fjós fúll af kálfúm. Þá reynir á að aðstaða fyrir þá sé nægjanlega góð. Slæmur aðbúnaður kálfa hefur ekki einungis áhrif á velferð þeirra, heldur einnig á vöxt, heil- brigði og þroska. (Spurt er: hvað er velferð annað en vöxtur, heil- brigði og þroski???)Kálfúr sem þrífst illa er lengi að ná eðlilegum þroska. Ef um er að ræða kvígu getur verið erfitt að ná að sæða hana á æskilegum tíma og fall- þungi nauta verður lélegur. Lykil- atriði í aðbúnaði kálfa em rými, þurrt legusvæði og góð loftræsting og lýsing. Rými Mælt er með að kýr beri í burðarstíu og kálfurinn sé hafður hjá henni í sólarhring eftir burð. Samveran hefúr margvísleg já- kvæð áhrif á heilbrigði og nyt kýrinnar og jafúframt á heilbrigði og þrif kálfanna. Hins vegar er ekki æskilegt (og raunar bannað) að binda nýfædda kálfa. Sumir bændur binda þá inn á fóðurgang eða (eins og á myndinni hér til hliðar) við legubása. Vissulega gefúr þetta móðurinni möguleika á að hnusa af kálfinum og sleikja hann en um leið gefúr þetta öðmm kúm möguleika á að atast í honum. Þá er hreyfigeta kálfsins mjög skert og það getur haft áhrif á þroska hans. Ef ekki er möguleiki á að hafa kálf og kú saman í burðarstíu er eins gott að færa kálfinn strax í góða kálfastíu. Það skiptir ekki öllu hvort kálfar eru hafðir í einstaklings- eða hóp- stíum fyrstu vikumar, en eftir tveggja mánaða aldur á ekki að hafa kálfa í einstaklingsstíum. Tvær reglur eru til um rými í kálfastíum: 1) Kálfúrinn þarf að geta legið á hliðinni með alla fætur útteygða. 2) Kálfurinn ætti að hafa rétt tæpan fermetra í gólfplássi. Þurrt legusvœði Allar rannsóknir sýna að kálfar, eins og aðrir nautgripir, vilja helst liggja á þurru og mjúku legusvæði. Við vitum að mikil- vægt er fyrir heilbrigði kálfa að þeir hafi hrein legusvæði, en liggi ekki í eigin skít. Við vitum líka að þeir þurfa að hafa jafúan hita og helst ekki trekk. Langbesta undirlagið fyrir kálfa er hálmur. Hann heldur vel hita, er mjúkur og auðvelt er að halda honum hreinum með því að bæta reglu- lega við meiri hálmi. Kálfar á hálmi eru líka mun þolnari gagnvart kulda og trekki, því að hálmurinn veitir yl og jafúvel skjól. Nokkurra mánaða kálfa má venja á að nota legubása en huga þarf sérstaklega að göngu- Aherslur á eiginleika við ræktun mjðlkurkúa Kúabændur á íslandi þekkja að áherslur á einstaka eiginleika við ræktun íslensku kúnna hafa breyst í áranna rás. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur þróun sem á sér stað í nær öllum löndum þar sem ræktunarstarf er stundað. Á ráðstefnunni í Frakklandi var Bandaríkjamaðurinn P.M. VanRaden með ágætt erindi þar sem hann ræddi þessa þróun og hvað breyst hefur í áherslum á einstaka eiginleika í ræktun kúnna í Bandaríkjunum síðustu þrjá áratugina. Síðan fjallaði hann um hvemig áherslur væru í dag í nokkrum þeirra landa sem hafa mestan fjölda mjólkurkúa. Einkunnir í nautgriparækt í Bandaríkjunum fyrir þremur áratugum voru einfaldar og tóku aðeins tillit til afurðagetu og engra annarra eiginleika, og þá var aðeins horft á mjólkurmagn og mjólkurfitu. Fyrir 25 árum var upplýsingum úr byggingardómum bætt við og fengu þær 40% vægi og afurðimar 60%. Á síðustu tveimur áratugum hafa síðan fleiri eiginleikar komið til sögunnar. I sambandi við mat á afurðum þá kom mjólkurprótein til sögunnar fyrir rúmlega tuttugu ámm. Þar eru áherslur í sambandi við afurðir samt nokkuð aðrar en hér á landi vegna þess að próteinmagn hefur í dag 36% vægi, mjólkurfita 21% vægi og mjólkurmagnið eitt og sér 5%, sem er að verða nokkur sérstaða þar í landi. Eins og fram hefur komið þá hefur afurðamagnið nú 62% vægi í kynbótaeinkunn Bandaríkjamanna. Fmmutala hefúr 9% vægi, júgur 7%, fætur 4% og kúnum er lítillega refsað fyrir stærð, vegna þess að þessi eiginleiki fær neikvætt vægi upp á 4%, og að síðustu hefúr ending 14% vægi. Þegar skoðaður er samanburður VanRadens á áherslum í ýmsum stórum mjólkurframleiðslulöndum kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Eins og hann bendir á skýrist þetta að nokkru leyti af því að framleiðsluaðstæður og mjólkurmarkaður er vemlega breytilegur á milli landa og það endurspeglast að vonum í áherslum í ræktuninni. Ákaflega mismunandi er á milli landa hve margir eiginleikar auk afurðagetu eru með í einkunn. Þar em dönsku einkunnimar víðtækastar eins og sumir þekkja, þar sem 11 aðrir eiginleikar eru með. Fábreyttasta einkunnin er hins vegar í Bretlandi þar sem aðeins er tekið tillit til endingar kúnna auk afkastagetu og hefur endingin 15% vægi. Afkastageta kúnna hefúr mestar áherslur hjá Bretum, en einnig skiptir hún miklu máli í nýsjálensku einkuninni. í flestum hinna landanna eru áherslur á afúrðir samt á bilinu 50-60%, undantekningin í hina áttina eru Danmörk og Svíþjóð þar sem afurðimar telja aðeins 30-40%. I öllum löndum er tekið tillit bæði til próteinmagns og fitumagns við mat á afkastagetu, en prótein hefúr yfirgnæfandi vægi, yfirleitt á bilinu 3:1 - 5:1. Breytilegt er hvort einnig er tekið tillit til efnahlutfalla og algengara að ef það er gert þá sé það með því að setja neikvætt vægi á mjólkurmagn fremur en sérstakt vægi á hlutfollin, þó að hvort tveggja þekkist. Júgurgerð er í flestum löndum í heildareinkunn, en með mjög breytilegu vægi, yfirleitt innan við 10%, en hefúr samt 17% vægi í Kanada og á Spáni. Spenar eru hvergi teknir með í einkunn. Þar sem slíkt á sér stað mun það vera gert með að reikna spenagerðina inn í heildareinkunn fyrir júgur. I flestum löndum eru bæði frumutala og ending kúnna hluti af heildareinkunn. Samræmi virðist nokkuð í því að ending hefur vægi á bilinu 6-12%. Þá er vægi frumutölu er langoftast í kringum 10%. Skap kúnna er nánast hvergi með í einkunn, en undantekningar eru í Ástralíu þar sem það hefur 5% vægi, í Danmörku 1% og 3% í Svíþjóð. Þá vekur athygli að mjög fáar þjóðir líta á mjaltir sem þýðingarmikinn eiginleika. Þar eru það aðeins Danir sem gefa þeim 6% vægi og hjá Ástralíumönnum er vægið 4%. Skoðun á umfangsmiklu yfirliti eins og þessu sýnir glöggt að þróun hér á landi hefúr verið mjög í takt við það sem hefúr gerst víðast annars staðar. Augljósustu ffávikin hjá okkur eru meiri áherslur á mjaltir og skap kúnna en yfírleitt þekkist í öðrum löndum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.