Bændablaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. janúar 2003
Jarðræktar-
forritið NPK -
námskeið fyrir
bændur
Sl. haust var farið af stað með námskeið fyrir bændur
varðandi notkun á jarðræktarforritinu NPK. Námskeið þessi
voru m.a. kynnt í Bændablaðinu 10 desember sl. og víðar.
Nú er Ijóst að stefnt verður að námskeiðahaldi á eftirtöldum
svæðum á næstunni: Húnavatnssýslum, A - Skaftafellssýslu,
Suðurlandi og Austurlandi. Fleiri staðir kunnna að bætast
við síðar.
Um er að ræða 2ja daga námskeið þar sem farið er yfir
áburðarfræði fyrri daginn ásamt kynningu á NPK forritinu.
Seinni daginn gera bændur áburöaráætiun út frá sínum eigin
gögnum og hafa leiðbeinendur sér til halds og trausts. Að
námskeiöi loknu eiga bændur að geta gert vandaða
áburðaráætlun og áburðarpöntun með aðstoð NPK
forritsins.
Leiðbeinendur verða Árni Snæbjörnsson landsráðunautur
BÍ, Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar BÍ og
héraðsráðunautur frá viðkomandi búnaðarsambandi.
Fyrsta námskeiðið verður haldið í Víðihliö 23.-24. janúar nk.
og í vikunni þar á eftir á Austurlandi.
Búnaðarsamböndin sjá um að skipuleggja og auglýsa
námskeiðin, hver á sínu svæði, og taka á móti óskum um
þátttöku.
Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst.
Bændasamtök íslands
LífskjarakOnnun eftir landshlutum
Þuríður Backman er fyrsti flutningsmaður
þingsályktunartillögu um að láta gera ítarlega
könnun á lífskjörum landsmanna, sundurliðaða
eftir helstu þáttum og flokkaða eftir landshlutum,
þannig að marktækur samanburður fáist.
Kannaðir verði allir sömu þættir og skoðaðir hafa
verið í neyslukönnunum Hagstofu Islands svo að
nota megi hana til að meta framfærslukostnað
fjölskyldna. Auk þess verði metnir allir helstu
þættir sem áhrif hafa á almenn lífskjör, svo sem
Iaun, verðlag, kostnaður við skólagöngu barna og
ungmenna, kostnaður við heilbrigðisþjónustu og
samgöngur, húshitunarkostnaður og aðgangur að
almennri þjónustu.
í greinargerð með tillögunni segir m.a. I
janúarmánuði 2002 kynnti Hagfræðistofnun Háskóla
Islands skýrslu um tekjuskiptingu á íslandi þar sem
fram kemur að misskipting hefur aukist á síðustu
árum þrátt fyrir að heldur vel hafi árað í
efnahagslífinu. Skýrslan sýnir að meðallaun hafa
hækkað mun hraðar á höfuðborgarsvæðinu en
landsbyggðinni frá miðjum tíunda áratugnum og
jafnframt hefur misskipting aukist á höfuðborg-
arsvæðinu en minnkað á landsbyggðinni.
í skýrslu sem Stefán Ólafsson vann íyrir
Byggðastofnun um orsakir búferlaflutninga á Islandi
og gefin var út í nóvember 1997 kemur fram að einn
helsti orsakavaldur byggðaröskunarinnar er mismunur
á launakjörum og vöruverði milli landshluta.
Vilja miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á
þorski á Vestfjörðum:
Þorskeldi alvinnugrein
fyrir landsbyggðina
Einar K. Guðfinnsson er fyrsti
flutningsmaður þingsályktunar-
tillögu um að ríkisstjórnin beiti
sér fyrir því að koma upp mið-
stöð atferlis- og eldisrannsókna
á þorski á Vestljörðum er hafi
það hlutverk að standa fyrir og
efla rannsóknir á þessu sviði í
samvinnu við háskóla- og rann-
sóknastofnanir.
Mikil rannsóknarvinna
„Ég tel að þorskeldi geti í
framtíðinni orðið umtalsverð at-
vinnugrein fyrir landsbyggðina.
Þorskeldi er hins vegar ekki neinn
gullgröftur heldur þarf mikil rann-
sóknarvinna að fara fram og mikið
fjármagn þarf að koma til. For-
senda þess að þetta muni ganga er
sú að menn vandi undirbúninginn
sérlega vel og þess vegna leggjum
við flutningsmenn tillögunnar
áherslu á að það verði staðið vel að
rannsóknunum. Við teljum eðlilegt
að nýta þá miklu þekkingu sem
þegar er búið að afla varðandi
þorskeldi. Við bendum á að Vest-
firðir hafa á undanfornum árum
verið í forystu á þessu sviði. Þar
hafa menn verið lengst að varðandi
þorskeldi og eru því búnir að afla
sér mestrar reynslu,“ sagði Einar
K. Guðfmnsson í samtali við Bbl.
Góðar náttúrulegar aðstœður
Hann bendir á að á
Vestfjörðum séu náttúrulegar
aðstæður til þorskeldis mjög góðar
og þess vegna sé eðlilegt að at-
ferlis- og eldisrannsóknamiðstöð
verði staðsett þar.
Til þessa hafa menn fyrst og
fremst tekið smáþorsk til áffarn-
eldis. Einar Kristinn telur að í
framtíðinni muni menn þróa
þorskeldi alveg frá byrjun og til
þess að það megi heppnast verði
rannsóknastarf að fara fram.
Þessi þingsályktunartillaga var
lögð fram á 127. löggjafarþinginu
en var ekki útrædd og er því
endurflutt nú.
Bænda-
blaðs
JlT/L- ^ í W' FLAKK / 7 AKAFI'V 3'i LAH 16 'AFöKM ÉS? * Asy/AJA m 3
jlN Oí FUGL <ÆpU '<on\Rií
' : — •lýi'iiviviv ;v —> j STW: —> ||!!!
mopi MSM FÆfil
rötik STR
PE&N- V RLENO-J S msi- w VEIKI Att L DFTöP SUNÚ- -ÆRÍ F ENG- UR
MANUfr uA i LAfi- fiN
5 : 8 5ÆTI wrm (o m 1
JVEIFLA -U6L
HALDlf: 11 van- . L'i-OAN ALfiA LAM6 KAT
ÖTULLI i tpóll
5 áA (*hl UTAN 1 öffli SYÆJA Y£/Kl w LE6UT
HA F §H :::-: :• : SY/KUL GRJÓT BAlÍD Wl DRAUT KAK- HÆp
I | lb 5Kj'ALF| 1 \ 'ATT PLAhlTA H SLLfTR- hFJiri AKVEfi- IN
PEiei- HLlofi
r? Mttmt ELSKA 1 LA 66- Afil V'/SK FKim
FÖ7T7 TÉtíuf? SLjlúF- HRÓSA
fllíAFI 9imm Nl-6 5ESS LÆKK- ufiu H D/fFlFA PLlKI
'Ofitlfi MRÍ& pVAFN
m mm íllll®:? 1- LAllPuR /3 Y/5T- IR KlND STÓNG GiAQliS- LAuSlP
T' TAPlR ANfil
t "2= LL! HAMS- LAUS FjauX SKAKfi m H SEF1 (SYLTA
FITH w
ö 5TAMÉ wr BilSLA LOK SPILItí ,ui?- KÆTTI
Þfcui AA II!!! 11111 III!!! I SbL Ko heit b-e hrelli
\ L/ESlHó ElRA
GERfi isr i FoNCi NÆRRl VJ5SIR NÆfil krafsa 3
m Qí EHDueu L'IK /i GKAS- 1-6 GRElH' AK
MIL LT LMd /?ÆMA HROSSA H'oPufi - H£Y- DREIf AR RYMJI
Sendu lausn til Bændablaðsins fyrir 23. janúar. Við veitum ein vegleg bókaverðlaun! Það var hún Hafdís Gunnarsdóttir, Þvottá, 765 Djúpavogi, sem
vann til verðlauna síðast. Lausnin var: Litbrigði jarðarinnar. Hafdís fékk bókina íslenski hesturinn, litir og erfðir eftir Stefán Aðalsteinsson.