Bændablaðið - 14.01.2003, Qupperneq 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. jartúar 2003
Lánasjóður landbúnaðarins
Reglur Lánasj óðs landbúnaðarins
um lánveitingar árið 2003
Gilda frá 1. janúar 2003
Almennt
Lánasjóður landbúnaðarins er þjónustustofnun fyrir
landbúnaðinn og starfar samkvæmt lögum nr. 68/1997,
með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að tryggja
landbúnaðinum aðgang að lánsfé til fjárfestinga á
hagstæðum kjörum og stuðla þannig að æskilegri þróun
atvinnuvegarins.
Sjóðurinn veitir lán til bænda og afurða- og
þjónustustofhana landbúnaðarins með veði í fasteignum,
en við ákvörðun útlána er einnig tekið mið af
rekstrarforsendum umsækjanda og hverjar
rekstrarforsendur eru í viðkomandi búgrein. Samkvæmt
lögum mega ekki hvíla veðskuldir á þeirri eign sem
veðsetja á til annarra en Lánasjóðsins eða annarra
opinberra sjóða á undan þeim veðrétti sem sjóðurinn
fær.
Veð sjóðsins í jörð ná til allra gagna og gæða
jarðarinnar, þ.m.t. framleiðsluréttar.
Vextir og verðtrygging
Vextir af útlánum sjóðsins eru breytanlegir og eru nú:
■ Jarðakaupalán 4,00 eða 7,25%.
■ Bústofnskaupalán 5,00%.
■ Vélakaupalán 7,25%.
■ Framkvæmdalán 4,00 eða 7,25%.
■ Skuldbreytingalán 7,40 -7,80%.
■ Önnur lán Mismunandi vextir, oftast 7,25%.
Skilyrði fyrir lánveitingu á lægri vöxtunum er að
búnaðargjaldsskyld starfsemi sé stunduð á viökomandi
jörð. Lánasjóðnum er heimilt að breyta vaxtakjörum
allra lána er bera niðurgreidda vexti í vaxtakjör lána sem
bera óniðurgreidda vexti, nú 7,25%, falli jörð úr
landbúnaðamotum eða dregið verði verulega úr
búnaðargjaldsskyldri starfsemi, þannig að árlegt reiknað
búnaðargjald af starfseminni verði undir kr. 12.000.
Þessi upphæð reiknaðs búnaðargjalds er endurskoðuð
árlega. ÖIl ný lán eru verðtryggð með vísitölu
neysluverðs. Ath. Líklegt er að vextir breytist um næstu
áramót eða snemma á árinu 2003 í kjölfar breytinga á
lögum um búnaðargjald.
Lánshlutfall og lágmarkslán
Lánshlutfall er að hámarki 65% af metnum kostnaði
nema annað sé tekið fram. Þegar um er að ræða lán til
rafstöðva og afurðastöðva er lánshlutfallið 50%. Ekki
eru veitt lægri lán en kr. 500.000.
Gjalddagar
Gjalddagar lána eru fjórir á ári nema lántakandi óski
eftir að þeir vcrði færri og lántakendur geta óskað eftir
að jarðakaupa- og framkvæmdalán séu afborgunarlaus
fyrstu tvö árin eftir lántöku. Vexti þarf þó að greiða á
gjalddögum.
Lántökukostnaður
■ Lántökugjald 1 % af lánsupphæð.
■ Stimpilgjald 1,5% af lánsupphæð.
Lánstími
■ Jarðakaupalán Jarðakaupalán á lægri
vöxtunum eru til allt að 40 ára, önnur
jarðakaupalán eru lengst til 25 ára.
■ Bústofnskaupalán Lánstími 10 ár.
■ Vélalán Lánstimi 10 ár.
■ Framkvæmdalán Almennt er lánstími
framkvæmdalána vegna nýbygginga allt að 30
ár, vegna stækkunar allt að 25 ár og vegna
endurbygginga allt að 20 ár. Lánstími
framkvæmdalána á 7,25% vöxtum er lengst 25
ár. Lánstími vegna búnaðar er allt að 12 ár.
■ Skuldbreytingalán Lánstími 15 ár.
■ Hitaveitulán Lánstími 20 ár.
■ Rafstöðvalán Lánstími 40 ár.
■ Önnur lán Lánstími er breytilegur, en oft 20 ár.
Heimilt er að greiða upp lán hvenær sem er á
lánstímanum.
Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að takmarka að
einhverju eða öllu leyti lánveitingar til einstakra
búgreina meti hann það nauðsynlegt með tilliti til
markaðsaðstæðna eða annarra aðstæðna í viðkomandi
búgrein eða búgreinum.
Lánaflokkar:
1. Lán til jarðakaupa
Lánasjóðurinn veitir lán til kaupa á jörðum. Sjóðurinn
gerir að jafnaði kröfu um að á viðkomandi jörð sé
stundaður búrekstur í atvinnuskyni og að á henni sé föst
búseta. Þó má lána til jarðakaupa án þess að þessum
skilyrðum sé fullnægt, svo sem ef um er að ræða
sameiningu jarða í þeim tilgangi að bæta
búskaparskilyrði. Ekki er lánað umfrarn 70% af
virðingarverði jarðar og aldrei umfram kaupverð hennar
skv. kaupsamningi. Æskilegt er að í kaupsamningi sé
kaupverð sundurliðað þannig að fram komi kaupverð
jarðar, íbúðarhúss, bústofns og véla. Þegar gerður er
samningur um kaup á jörð í eigu hlutafélags (keyptur
hlutur í félaginu) þarf að koma ffam í kaupsamningi
hverjar eru eignir félagsins sem verið er að kaupa.
Sjóðurinn veitir ekki jarðakaupalán þegar um er að ræða
viðskipti einkahlutafélags og eigenda þess né viðskipti
hjóna eða sambýlisfólks.
Þegar um er að ræða kaup á jörð með
búnaðargjaldsskylda starfsemi gildir eftirfarandi
viðmiðun sem meginregla varðandi lán á 4,00%
vöxtum: Jarðakaupalán á 4,00% vöxtum er aðeins veitt
til kaupa ájörðum með árlega veltu yfir kr. 1.500.000 kr.
Lánað er kr. 10,700 á hverjar kr. 10.000 af
búnaðargjaldsskyldri veltu. Hámarkslán á 4,00% vöxtum
erkr. 10.000.000.
Heimilt er að veita viðbótarlán á 7,25% vöxtum allt að
15% af kaupverði, þó aldrei hærra en kr. 6.000.000.
Lán til kaupa á jörð þar sem er engin eða óveruleg
búnaðargjaldsskyld framleiðsla fer eftir ákvörðun
sjóðsins hverju sinni.
2. Lán til bústofnskaupa
Lánasjóðurinn veitir frumbýlingum sem hófu eða hefja
búskap á árunum 2001, 2002 eða 2003 lán til kaupa á
bústofni. Rétt til bústofnskaupaláns eiga einnig þeir sem
eru að taka upp sauðfjárbúskap að nýju eftir skipulagðan
niðurskurð vegna sauðfjársjúkdóma og bændur sem hafa
hætt búskap í a.m.k. 5 ár, enda hafí eldra
bústofnskaupalán verið greitt upp eða yfirtekið af öðrum
ábúanda.
Ef búskap er hætt, bústofninn seldur eða honum fargað,
fellur lánið allt í gjalddaga, en kaupanda bústofnsins er
þó heimilt að yfirtaka lánið. Ekki er lánað til stækkunar
bús umfram greiðslumark í nautgripa- og sauðíjárrækt.
Lánað er skv. skattmati á hvem grip.
Veitt eru lán til kaupa á allt að 30 kúm eða kelfdum
kvígum eða 300 ám/lömbum eða 40 gyltum eða 3.400
varphænum eða 600 minkalæðum eða 150 refalæðum.
3. Lán til vélakaupa
Lánasjóðurinn veitir lán tii kaupa á búvélum sem eru
nýskráðar eða keyptar nýjar á árunum 2001, 2002 eða
2003. Með umsókn þarf að fylgja affit sölureiknings,
sem staðfest er með áritun söluaðila.
Heimilt er að lána nýjum ábúendum 65% lán til kaupa á
búvélum og tækjum, óháð aldri hins keypta. Vextir
7,25%. Einnig er heimilt er að veita lán með veði í
skráningarskyldri vél, t.d. til félagslegra verkeffia bænda.
Lánstími allt að 8 ár. Vextir 8,25%.
4. Framkvæmdalán. Lánað er til
nýbygginga og varanlegra endurbóta
Lánasjóðurinn veitir lán til nýbygginga, gagngerðra
endurbóta og breytinga á útihúsum og kaupa á búnaði.
Við lánveitingar til endurbóta og endumýjunar er miðað
við að um sé að ræða verulegar og varanlegar
endurbætur, en sjóðurinn lánar ekki til smávægilegra
viðgerða eða venjulegs viðhalds.
Framkvæmdalán á lægri vöxtunum geta aldrei numið
hærri upphæð en 25 millj. kr. á hverri jörð.
Hámarksupphæð er breytileg eftir jörðum og búgreinum.
Lánað er til eftirfarandi bygginga og búnaðar:
■ Nautgriparækt. Lánað til byggingar fjósa,
mjólkurhúsa, mjaltaaðstöðu og haughúsa. Einnig
kaupa á fóðrunarkerfum, mjaltakerfum og
mjólkurtönkum.
■ Sauðfjárrækt. Lánað til byggingar fjárhúsa og
áburðarkjallara. Hámarksdýpt kjallara í mati til
láns er 150 cm.
■ Svínarækt. Lánað til byggingar svínahúsa,
haughúsa, innréttinga og fóðrunarkerfa.
■ Alifuglarækt. Lánað til byggingar alifuglahúsa
með tilheyrandi búnaði að mati sjóðsins.
■ Hrossarækt. Lánað til byggingar hesthúsa og
áburðarkjallara. Einnig til byggingar reiðskemma
með tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins.
Hámarkslán vegna reiðskemma er kr. 5.000.000.
■ Garðyrkja. Lánað til byggingar gróðurhúsa og
garðávaxtageymslna, pökkunaraðstöðu og
tæknibúnaðar.
■ Loðdýrarækt. Lánað til byggingar loðdýraskála,
búra og tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins.
Lánshlutfall vegna kaupa á búrum allt að 50% af
matsverði. Eingöngu er lánað til kaupa á nýjum
búrum.
■ Hlöður. Lánað til byggingar hlaða, fóðurgeyma
íyrir laust fóður og kom, þurrkunarbúnaðar fýrir
kom og annars búnaðar í hlöður. Lánshlutfall
vegna kaupa á tæknibúnaði allt að 50%.
■ Vélageymslur. Lánað til byggingar
vélageymslna.
5. Lán til skuldbreytinga
Lánasjóðurinn veitir lán til skuldbreytinga á
lausaskuldum bænda sem tengjast búrekstrinum. Með
lausaskuldum er átt við viðskiptaskuldir og veðskuldir
með upphaflegan lánstíma skemmri en 5 ár.
■ Lán til endurfjármögnunar. Lánað til
endurfjármögnunar á föstum lánum og
lausaskuldum bænda sem tengjast búrekstrinum
með það að markmiði að bæta greiðslustöðu
þeirra. Með umsókn um endurfjármögnunarlán
skal fylgja tæmandi listi yfir skuldir umsækjanda
og affit af greiðsluseðlum eða staðfesting
Iánadrottins. Með endurfjármögnunarláni er í
samvinnu við lánastofnanir og aðra lánadrottna
reynt að tryggja að heildarlausn fáist á fjármálum
umsækjanda. Skilyrði er að lántaki hafi viðunandi
rekstrarforsendur eftir endurfjármögnun.
Hámarkslán kr. 6.000.000. Vextir 7,40%.
■ Lán til skuldbreytingar afborgana. Lánað til
skuldbreytingar gjaldfallinna afborgana í fast lán.
Skilyrði fyrir lánveitingu er að gjaldfallnir vextir,
dráttarvextir og annar kostnaður sé greiddur. Að
jafnaði skal ekki veita hverjum lánþega slíkt lán
oftar en einu sinni. Vextir 7,80%.