Bændablaðið - 14.01.2003, Page 14
14
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. janúar 2003
Fyrir 1982 má segja að
innflutningur á jólatrjám hafi verið
frjáls. Flutt var inn greni (Picea)
og þinur (Abies) frá N-Ameríku
og Evrópu. Þar sem veruleg hætta
var talin stafa af innflutningi frá
N-Ameríku var hann stöðvaður
með auglýsingu landbúnaðar-
ráðuneytisins dags. 7. september
1982.1 N-Ameríku eru fjölmargir
skaðvaldar á barrtrjám sem enn
hafa ekki borist til Evrópu og því
þótti rétt að vera samstíga öðrum
Evrópuþjóðum og banna inn-
flutning frá löndum utan Evrópu.
Með reglugerð um innflutning
og útflutning á plöntum og plöntu-
afurðum sem sett var 20. apríl
1990 var tekin sú stefria að banna
innflutning á þeim ættkvíslum
trjáa sem mikilvægastar eru í
okkar skógrækt. Rökin voru þau
að enn séu svo margir sjúkdómar
og meindýr á þessum trjám í
nágrannalöndum okkar sem ekki
hafa borist hingað til lands. Ekki
var talið að heilbrigðisvottorð
veittu okkur nægjanlega vernd því
margir af þessum skaðvöldum eru
almennt útbreiddir í þessum
löndum og sumir þeirra ekki taldir
hættulegir þar en þeir gætu hins
vegar reynst okkur skaðlegir ef
þeir bærust í okkar viðkvæmara
lífríki og nægir að neffia hvemig
furulúsin fór með skógarfumna á
5. og 6. áratug síðustu aldar. Frá
1990 hefúr því m.a. verið bannað
að flytja inn jólatré og greinar af
greni- (Picea) og furu- (Pinus)
ættkvíslinni. Þinur (Abies) var
ekki settur á bannlistann. Þótt
ræktun á fjallaþin hafi eitthvað
aukist á seinni árum hefur þinur
ekki haff mikla þýðingu hér á
landi. Eins er ekki mikil hætta á að
ung tré af þin beri með sér
skaðvalda sem valdið geta skaða á
öðmm þýðingarmeiri tegundum
hjá okkur. Því hefur verið opið
fyrir innflutning á jólatrjám og
greinum af þin frá Evrópu-löndum
og hefúr einkum verið fluttur inn
nordmannsþinur og eðalþinur frá
Danmörku og nú seinni árin einnig
ffá Bretlandi.
Innflutningur á jólatrjám
I 1. töflu og 1. mynd er sýndur
innflutningur síðustu 11 ára á
jólatrjám. Nær eingöngu er um
nordmannsþin að ræða og aðeins
lítilræði af eðalþin. Innflutningur á
rauðgreni er bannaður og þarf því
sérstaka undanþágu frá
landbúnaðarráðuneytinu til
innflutningsins. Það hefúr lengi
tíðkast að sveitafélög hér á landi
fái að gjöf stór jólatré ffá
vinabæjum sínum erlendis. Má þar
m.a. nefna gjöf Oslóarborgar til
Reykjavíkur, gjöf Drammen til
Stykkishólms, Hillerod til
Ólafsfjarðar, Randers til
Akureyrar, Hamborgarhafnar til
Reykjavíkurhafnar o.s.frv. eða alls
um 14 tré ár hvert. Ekki hefur
verið talin ástæða til að stöðva
þennan innflutning og áhættan
talin ásættanleg. Venjuleg
rauðgrenitré og önnur stór tré við
verslunarmiðstöðvar og hjá
sveitarfélögum eru nú af
innlendum uppruna. (sjátöflul)
Árlega eru flutt inn um 20-30
þúsund tré og er effirspumin
eitthvað breytileg m.a. vegna sölu
á gervitrjám og innlendum lifandi
trjám. Til viðbótar við innflutt tré
seljast árlega um 8-10000 innlend
jólatré en það eru einkum
rauðgreni og stafafura. Þannig
virðist vera markaður fyrir um
35000 lifandi tré. Þeir sem
hyggjast flytja inn jólatré þurfa að
senda sínar pantanir tímanlega,
jafnvel þegar snemma hausts og
pöntunum verður vart breytt eftir
að liðið er á nóvembermánuð. Þar
sem innflytjendur vita ekki hverjir
aðrir munu flytja inn né hversu
mikið reynist erfitt að hitta á það
heildarmagn sem svarar til
eftirspumar hverju sinni. Of mikið
var flutt inn fyrir jólin 2000 og
sátu þá margir þeirra uppi með
mikið af óseldum trjám og
greinum. Árið 2001 var skortur á
jólatrjám og árið 2002 var
innflutningur langt umfram
eftirspum, jafnvel sem svarar 8-
10000 trjám.
I nóvembermánuði er nokkuð
flutt inn af sýprusplöntum í
pottum, 20-100 cm háum, sem
notaðar em sem jólaskraut. Alls
voru nú fluttar inn tæplega 13000
slíkar plöntur.
Innflutningur á jólagreinum
I 2. töflu og 2. mynd er sýndur
innflutningur síðustu 11 ára á
afskomum greinum til jólaskreyt-
inga. Tegundir eins og sýprus og
eskiviður eru fluttar inn allt árið
en hér er einungis tekinn með
innflutningur í nóvember og
desem-ber og sem ætlaður er til
jólaskreytinga. Alls nemur
innflutn-ingurinn 60-80 tonnum
árlega og gildir það sama um
greinamar og trén að of mikið var
flutt inn fyrir jólin 2000 og skortur
var á greinum fyrir jólin 2001. Svo
virðist sem innflutningurinn á
greinum fyrir síðustu jól hafi verið
nokkuð í samræmi við eftirspum
og ekki um umframmagn að ræða.
Mest er flutt inn af nordmannsþin
og nemur hann um 60% af
innflutningnum, eðalþinur um
20%, sýprus, aðallega fagur-
sýprus, 10-20 %, silkifura 3-6%,
hindartré eða kryptómería 1-3%
og eskiviður eða búxus 1 -3%.
Innflutningur á fúm er bannaður
en veitt hefúr verið undanþága
fyrir silkifurugreinum fyrir jólin.
Um er að ræða 5-nála fumr með
löngum, mjúkum nálum,
Weymouthfum (Pinus strobus)
eða Balkanfuru (P. peuce). (Sjá
töflu 2)
Sigurgeir Ólafsson,
forstöðumaður
Plöntueftirliti RALA
V V V
1. mynd. Innflutningur á jólatrjám 1992 til 2002. (Fjöldi).
4? ^ ^ ,
2. mynd. Innflutningur á jólagreinum 1992 til 2002.
Jólatré
■NorðmArm
1. tafla. Innflutningur á jólatrjám 1992-2002 (fjöldi).
Ar Nordmannsþinur Abies nordmanniana Eðalþinur Abies procera Rauðgreni Picea abies Samtals
1992 21061 240 57 21358
1993 29090 186 70 29346
1994 30395 200 65 30660
1995 28008 476 42 28526
1996 26603 225 40 26868
1997 24754 2 45 24801
1998 24574 0 41 24615
1999 27704 15 20 27739
2000 29991 815 21 30827
2001 22643 0 13 22656
2002 36897 0 14 36911
2. tafla. Innflutningur á jólagreinum 1992-2002 (kg).
Ár Nordmannsþinur Abies nordmanniana Eðalþinur Abies procera lawsoniana Sýprus Chamaecyparis P. peuce Silkifura Pinus strobus iaponica Hindartré Cryptomeria- virens Eskiviður Buxussemper- Annað Samtals
1992 30900 9450 5500 670 100 245 40 46905
1993 41252 12450 8508 1045 0 960 81 64296
1994 40436 11258 7527 1483 120 780 115 61719
1995 34790 15770 8867 1745 400 840 73 62485
1996 40940 10835 11290 1950 790 600 0 66405
1997 39095 14615 9310 2895 505 915 150 67485
1998 39000 13450 7265 3900 500 460 0 64575
1999 41235 15595 12710 4360 1675 960 55 76590
2000 49538 13100 8845 2030 2420 2600 549 79082
2001 43580 9895 13006 1900 1070 1830 445 71726
2002 42550 14220 8765 3350 592 1690 432 71599