Bændablaðið - 14.01.2003, Page 17

Bændablaðið - 14.01.2003, Page 17
t Þriðjudagur 14. janúar 2003 BÆNDABLAÐIÐ 17 Nokkrir mjólkurframleiðendur hafa sett upp eftirlitsmyndavélar í fjósum sínum. I Básum, blaði sem norðlenskir kúabændur gefa út, segir að bændur í Viði- holti í Reykjahverfi hafi keypt slíkt kerfl frá Ljósgjafanum á Akureyri. Myndavélarnar eru rakaþéttar og myndgæði mikil. Þær eru afar ljósnæmar og auðvelt að sjá á skjá hvað er að gerast í fjósinu. „Reynsla mín af þessum búnaði er einstaklega góð. Mér komu myndgæðin mest á óvart,“ sagði Jón Jóhannsson í Víðiholti sem er með 30 kúa fjós. Hann lagði á það áherslu að eftirlitsmyndavélarnar hefðu sparað sér mörg sporin út í fjós. „Þegar kýr eru að bera eru þessar vélar mikið þarfaþing.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ljósgjafanum á Akureyri er það talinn betri kostur að tengja „eftir- litsvélar beint inn á sjónvarp og spara sér þannig kaup á sérstökum skjá sem ætlaður er þessum vélum. Fyrir þá sem eiga erfitt með að koma lögninni inn á aðalsjón- varpið í húsin er vænlegri kostur að fá sér frekar aukasjónvarpstæki 14“ eða 20“, sem við getum boðið mun ódýrar en skjáinn sem ætlaður er með vélinni," segir í bréfí ffá Ljósgjafanum til Kristjáns Gunnarssonar, mjólkureftirlits- manns hjá Norðurmjólk. Þar segir einnig að myndavélin sem umrætt fyrirtæki býður sé með 80 gráðu linsu. Vél með spennugjafa og tengiplöggum, tilbúin til tengingar, kostar með tilheyrandi tengi- stykkjum kr. 23.663,- án/vsk., en 14 tommu sjónvarpstæki kostar tæpar 15 þúsund krónur án vsk. svo dæmi sé tekið. Randver K. Karlsson hjá Ljós- gjafanum segir i bréfrnu til Krist- jáns að sjónvarpskapall kosti 51 kr. pr. metra án vsk. og ekki þurfi magnara ef vegalengdin sé innan við 250-300 metra. Plaströr kostar rétt röskar 40 krónur á metra. „Fyrir þá sem vilja hafa meira en eina myndavél er þörf á deilirofa sem skiptir á milli vélanna, annaðhvort sjálfvirkt eða stilltur fast á eina vél. Skiptir fyrir allt að fjórar vélar kostar til bænda kr:l 1.234,-án/vsk.“ segir Randver. Ódýrasta leiðin sem Ljósgjaf- inn býður, þ.e. ein myndavél og svarthvítur skjár sem tengjast saman með allt að 300 m koax- kapli, kostar alls um 50 þúsund án 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt RAFVORUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 EfQrlitsmyndavélar spara bændum sporin vsk. Að sjálfsögðu er hægt að fá fullkomnari búnað með fleiri myndavélum - en verðið hækkar um leið og búnaðurinn verður flóknari og fúllkomnari. Jón í Víðiholti er með eina myndavél í fjósinu og hann getur fylgst með lífínu þar í tveimur sjónvörpum sem hann er með í íbúðarhúsinu í Víðiholti. Tengt er inn á sjónvörpin með scart-tengi og skipt á milli með fjar- stýringunni. „Ef ég er að horfa á sjónvarpið og vil skyndilega fýlgjast með kúnum skipti ég eld- snöggt á milli - rétt eins og farið er á milli rása.“ Á milli fjóss og íbúðarhúss eru 135 metrar. Kapallinn er í plaströri sem Jón plægði niður. „Ég bjó til litla bullu, hnýtti spotta í og skaut honum með þrýstilofti í gegnum röriö. Síðan dró ég kapalinn í gegn,“ sagði Jón sem lagði rörið niður með einskera plógi. Þá er þess að geta að Jón setti búnaðinn upp sjálfur. Hér má sjá Jón Jóhannsson í Víðiholti huga myndavélinni í fjósinu. Sannast sagna þá er myndavélin svo lítil að það er nánast erfitt að taka af henni Ijósmynd....________________________________________Bændablaðið/Atli Tegund Yrki Ráðgjöf byggð á reynslu Starfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi og meðferð á sáðvörum. Við val á sáðvörum geta margar spumingar vaknað því aðstæður ráða hvaða fræ hentar á hverjum stað. Mismunandi þarfir á sáðvömm miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskeru og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Bændur athugið A vefsíðum okkar mrf.is em upplýsingar um grasfræ og þar er hægt að gera pantanir. SáOmagn kg/ha Grasfræblanda V/A 25 Vallarfoxgras Adda 25 Vallarfoxgras Vega 25 Vaflarfoxgras Engmo 25 Vallarsveifgras Fylking 15 Vaflarsveifgras Sobra 15 Vallarsveifgras Primo 20 Túnvingull Reptans 25 Fjölært rýgresi Baristra 35 Sumarhafrar Sanna 200 Vetrarhafrar Jalna 200 Sumarrýgresi Barspectra 35 Sumarrýgresi Clipper 35 Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 Vetrarrýgresi Barmultra 35 Bygg 2ja raða Filippa 200 Bygg 2ja raða Gunilla 200 Bygg 2ja raða Skegla 200 Bygg 6ja raða Arve 200 Bygg 6ja raða Olsok 200 Sumarrepja Bingo 15 Vetrarrepja Barcoli 8 Vetrarrepja Emerald 8 Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 Fóðumæpur Barkant 1,5 Rauðsmári Bjursele 10 Hvítsmári Undrom 10 Mjólkurfélag Reykjavíkur Korngarðar5 • 104 Reykjavík Símar: 5401100 • Fax: 5401101 • www.mrf.is Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt ammm Sádvörur Tangir og pennar Tip- Tag Top-Tag Stærð: 45 x 15 mm Hermatag Stærð: 60 x 17 mm Button Þvermál: 28 mm Junior Senior • Númeraraðir á lager • Sérpantanir (númeraraöir og bæjarnúmer) • Pantiö tímanlega || Fjármerki I Stórgripamerki Álrenningar selt pr. kg Tangir og pennar Skeifunni 2 • 108 Reykjavík Sími 530 5900 • Fax: 530 5911 poulsen@poulsen.is www.poulsen.is Stærð: 35 x 10 mm 4. 0 ► «1

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.