Bændablaðið - 01.01.1990, Síða 1

Bændablaðið - 01.01.1990, Síða 1
UNDANRENNA FLUTT AÐ NORÐAN I FLÓABÚIÐ Birgðir mjólkurafurða eru nú óvenjulitlar og mun minni en æskilegt getur talist. Þetta vekur talsverða athygli þar sem að á síðasta verðlagsári voru greiddar um 160 milljónir í úttlutningsbætur, að mestu leyti til að greiða niður undanrennuost sem framleiddur var fyrir norðan. Og enn fellur til undanrenna fyrir norðan þar sem að þar og víðast hvar í mjólkurbúum eru minni möguleikar til að nýta undanrennuna sem er hinn fitusnauði hluti mjólkurframleiðslunnar, nema með því að framleiða undanrennuosta. Til þess að bæta birgðastöðuna og koma í veg fyrir undanrennuskort á komandi sumri er reiknað með að flytja undanrennu að norðan suður f Flóabúið á Selfossi sem er eina búið sem getur nýtt þennan fítusnauða framleiðsluhluta til framleiðslu sem selst innanlands. Þrátt fyrir aö nú sé birgðastaöa undanrennudufts talin of lág þá er einkum skortur á fituhlutanum og þeim framleiösluvörum sem úr honum koma og því er viö skoðun þessa máls ljóst aö þaö heföi ekki bjargaö neinu þó aö undanrennan sem nýtt var til framleiðslu á 300 tonnum af útflutningsostum f fyrra heföi veriö flutt suður þá. Aöeins hluti þeirrar undanrennu heföi nýtst til innanlandssölu á sföasta og þessu ári en- megniö geymst f undanrennudufti á meöan enn heföi veriö skortur á fituhluta mjólkurinnar. Niöurstaöan heföi þá oröiö sú aö menn heföu ráögert aö framleiða útflutnings- osta nú á komandi sumri en þess f staö er nú ráögert og unnið aö þvf aö ná samkomulagi milli lands- hluta um viöamikla flutninga á undanrennu suöur. Ekki er enn ákveðið hvort aö undanrennan veröur flutt meö tankbílum eöa þá sem skyr eöa kvarg. Þetta kom meðal annars fram f samtali BÆNDABLAÐSINS við Oskar Gunnarsson forstjóra Osta og smjörsölunnar. Bæöi Óskar og Birgir Guö- mundsson mjólkurbússtjóri Flóa- búsins töldu þaö mjög mikilvægt að samstaða næðist um aö fram- leiða ekki ost til útflutnings á komandi sumri, enda gæti þá komiö til þess aö flytja yröi inn undanrennuduft vegna matvæla- iönaöarins f landinu. A undanförnum árum hefur gengið stööugt á birgðir mjólkur- vara og þrátt fyrir aö stjórnvöld hafi aukið kvóta lítilsháttar þá er þaö varla nóg enda er aldrei full nýting á þeim fullvirðisrétti sem leiföur er og neyslan er vaxandi. Nú er mjög brýnt aö hvetja bændur alla til aö nýta aö fullu sinn fullviröisrétt og verði gott sumar er líklegt aö með góöu sam- starfi mjólkurbúa megi koma f veg fyrir vöntun á vörutegundum. En ef samstarfið bregst og ef léleg tfö veröur á sumri komandi þá er á heimildarmönnum BÆNDA- BLAÐSINS aö heyra aö komiö geti til alvarlegur skortur á ein- stökum vörutegundum mjólkur- vara. -b. BÆKDABLADID BLAÐ UM LANDBÚNAÐAR- OG LANDSBYGGÐAMÁL i.tbl.4.árg.25janúari99o LOKKAÐIR UT I ÞETTA..-" - Sjá viðtal við loðdýrabóndann Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal í miðopnu KÆRULEYSISLEGAR RIÐUVARNIR Á HÉRAÐI! PATRO BETRI EN SS - framhald á frétt okkar um Arnfirsku lömbin sem Sláturfélag Suðurlands slátraði MJÓLKURSAMSALAN MÓTMÆLIR SKRIFUM BÆNDABLAÐSINS Jesú Kristi á jólum gaf Jósep fyrstu bifreiðina. - Vísnaþáttur var saminn í jólafríinu og kennir þar margra grasa, meðal annars er smíðaiðn Jósefs í Nasaret umfjöllunarefni í einni vísunni. VERÐA NIÐURGREIÐSLUR GREIDDAR BEINT TIL BÆNDA? -Sjá pistil Gunnlaugs Júlíussonar hagfræðings Stéttarsambands bænda BÆNDURNIR A SKÓLABEKK! Bændur þurfa eins og aörir atvinnurekendur að setja sig vel inn í virðisaukaskattinn og með tilkomu hans eru bændur allir bókhaldsskyldir. Forsvarsmenn stéttarinnar hjá Stéttarsambandi bænda telja þó að það muni ekki auka tilkostnaðinn viö búskapinn heldur þvert á móti koma fastara og betra skikki á hann á þeim bæjum þar sem að bókhaldið hefur verið í molum og þannig verka til góðs heima á búunum. En það er Ijóst að bændur komast ekki lengur hjá því að hafa pappíra sína alla á hreinu og dagar rass- vasabókhalds í landinu eru taldir. Þessa mynd tók tíöindamaður BÆNDABLAÐSINS f Njálsbúö f Vestur Landeyjum þar sem að mættir voru fulltrúar 'Búnaöar- sambands Suöurlands meö fræöslufyrirlestur um viröis- aukann. Kennararnir þarna voru þeir Þorsteinn Ólafsson forstööumaöur Kynbótastöövar Suöurlands og Eiríkur Jónsson búfræöikandídat og bóndi f Gýgjarhólskoti. í spjalli viö blaðamenn sögöu þeir aö yfir- leitt heföi verið vel mætt, álíka fjöldi á fundunum og fjöldi bæjanna. Haldinn er fundur f hverri sveit og svipað mun þetta vera um allt land aö Búnaöar- samböndin hafa tekið aö sér fræösluherferö af þessu tagi. Af myndinni sjáum viö aö í lokin þá sýnist okkur aö þaö sé ágætlega mætt hjá Landeyingum og á fremsta bekk situr oddviti sveitarinnar og þingmaöur sýsl- unnar, Eggert bóndi á Bergþórs- hvoli, aö fræöast um skatt þann sem hann setti á sjálfur, - eða þannig. -b. ■ DRUSLA DROTTNING Pétur Bjarnason SB E (r ÆTLA í 6KEM MTÍFEfrO F&UlM MFP? ‘ttFYmvu i LLA ? ÁSKRIFTA- SÍMINNER 98-313 76

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.