Bændablaðið - 01.01.1990, Qupperneq 3

Bændablaðið - 01.01.1990, Qupperneq 3
BÆNDABLAÐIÐ 1 .TBL.4.ÁRG.25 JANÚAR 1990 I TILEFNI AF HÉRAÐSSKÓGUM "Einliver náungi segir að i upp- sveitum Ámessýslu séu þúsundir hektara lands sem sé upplagt fyrir skógrœkt. EJtir það fáum við gjaman framan í okkur að við eigum bara að rœkta skóg og lifa af þvL. Hvað nú ef skógrœktarbœndur þættust illa laun- aðir við að horfa á trén vaxa ogfœm í verkfalL Ég er hrœddur um að það myndi dragast á langinn að semja við þá. Þeim vœri sagt að fjárhagsvandi ríkissjóðs vœri alveg œgilegur einmitt núna og fjármálaráðherra vœri ákveðinn í að gœta aðhalds. Ég held að þá sjái allir sœng skógrœktar- bœnda uppreidda." Kafli úr viðtali í fyrsta tölublaöi BÆNDABLAÐSINS viö Arnór Karlsson bónda í Arnarholti f Biskupstungum þar sem hann ræöir um hugmyndir sem þá og nú eru uppi um bændaskóga f Árnes- sýslu. Ummæli þessi rifjuöust upp fýrir ritstjóra blaðsins þegar fréttist aö treglega gengi aö koma pening- um úr rfkissjóöi f nytjaskóga- verkefnið sem búið er aö ákveöa aö veröi á Fljótsdalshéraöi. Vonandi er samt aö ekki rætist hrakspár eins og þær sem hér er ýjað að. En til þess aö setja hlutina f samhengi birtum við svolítið meira af viðtalinu viö Arnór: "Ég vil að það sé byrjað á að skipuleggja allt svæðið, annarsvegar til skógræktar og hinsvegar skjól- belti til að breyta veðurfarinu. Síðan yrði greiddur jarðabóta- styrkur út á allt sem væri plantað alveg eins og gert hefur verið vegna allra jarðabóta til þessa. Það má líkja þessu við það þegar 75% af kostnaði við skurðgröft var greiddur afríkinu... Ég efast um að það þyrfti nokkursstaðar að taka heilar jarðir undir skógrækt heldur værí nóg að taka skika úr hverri. Og með góðu skipulagi er hægt að styrkja um leið þann btískap sem fyrir er....Ef skepnuhald er lagt niður á jörð í dreifbýli er yfirleitt ekki langt í að hún fari í eyði." BROTALÖM í RIÐUMÁLUM Nýlega sendi hreppsnefnd Eiðahrepps frá sér harðorða ályktun vegna sauðfjárveiki- varna á Héraði en þar hefur sem kunnugt er verið ákveðið að skera niður allt fé vegna riðu en ein forsenda þess gagnvart fjáreigendum var að með því yrði tryggt svo sem kostur er að riða kæmi ekki upp að nýju. Hreppsnefndin gagnrýndi einkum fjallskil og það að víða var komið nýtt fé á þá bæi þar sem fyrst var skorið án þess að búið væri að skera alisstaðar eða tryggja að ekki yrði samgangur. í samtali viö Magna Þórarinn Ragnarsson á Brennistööum, odd- vita Eiöahrepps kom fram aö nokkur bót hefur nú oröið á, frá því í desembcr þegar ályktunin var samþykkt. Þannig vissu bændur þá af fé inni á afréttinum sem ekki haföi komið fram en nú hefur þaö veriö heimt f byggö. Magni Þórar- inn sagöi aö mikið kæruleysi heföi komiö fram viö framkvæmd þessa og gagnrýni sinni beindu- ekki hvaö síst aö heimaaöilum f nágrannasveitum vegna fjallskil- anna. Sauöfjárveikivarnir fyrir sunnan hefðu staöið meö hrepps- nefndinni en margskonar að- Tefnd stæöur oröiö til aö spilla fyrir framkvæmd málsins. Til dæmis heföi sýslumanni veriö skrifaö vegna fjallskilamálsins en fjallskil voru f höndum sýslumanna sem oddvita sýslunefndanna. Nú brá svo viö aö sýslumaöur vfsaði á héraösnefnd. Sömuleiöis sagði Magni aö hreinsunarmálin hefðu ekki verið í nógu góöu lagi en þó heföi nú verið gert átak f þeim efnum. Um 20 bændur eru f Eiðaþinghá, mest yngri menn og flestir voru meö fé. Aöspuröur kvaöst Magni reikna meö aö flestir tækju fé aftur enda ekki góö skilyröi til skógræktar svo utarlega á héraði. iin fnjög I 200 xti á Ftrandi Wiyndir um fjnnar, Vfundur líerðu- L?mber . kt- Evktun um o.fl. Á fundi hreppsnefndar Eiða- hrcpps 11. des. ’89 kom til um- ræðu framkvæmd fjallskila og niðurskurður á sauðfé vegna riðu- veikivarna. Hreppsncfnd ályktaði eftirfarandi: Líst cr óánægju með fram- kvæmd fjallskila á svæði því sem fjárlaust á að vera frá og með sl. hausti, þ.e. austan Lagarfljóts í Rcyðarfjarðarbotn, og nægir þar að nefna að víða hefur aðeins farið fram ein lögganga að nafninu til, og vitað er um svæði innan niður- skurðarsvæðisins, sem tæpast hefur verið skyggnst í enn þann dag í dag. Fjárheimtur í Eiðahreppi eru mcð versta móti og kann þar að koma til áhugaleysi aðila sem sjá ciga um fjallskil. Ekki er hcldur vel staðið að hreinsun útihúsa í tengslum við fjárskiptin almcnnt. Á nýliðnu hausti kom nýtt fé inn á fjárskiptahólfið, sem verður að teljast vafasöm aðgcrð, þar sem riðuhreinsun cr sums staðar skammt á veg komin og á cinstaka stað ekki hafin. Pá er túngirðingum 'íða illa við haldið, sem er alvarleg ■■■■ q BÆNDA- BLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ Utgefandi: Félagift Bændasynir hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Bjarni Harðarson Blaðamenn: Þórður Ingimarsson/Árni Gunnarsson ofl. Póstfang: Einarshöfn/820 Eyrarbakka Sími: 98-31376 Auglýsingar: Örn Bjarnason Sími auglýsinga: 91-17593 Setning og umbrot: Bændasynir hf. Prentun: Blaðaprent Pökkun: Plastpökkun Ársáskrift kostar 1300 krónur. BÆNDUR FÓRNARLÖMB LÝÐSKRUMARA í vel siöuðum og góöum samfélögum geta menn lifað sæmilega óáreittir af samborgurum óháö því hvaöa atvinnustétt, héraöi, þjóöarbroti eöa menningarhóp þeir tilheyra. En hitt er þó næstum aigengara aö minnihluti í samfélögum megi líöa fyrir einhverskonar yfirgang, frekju og ásælni meirihlutans. Oftar en ekki hljótast þessi óþægindi af tilbúnum árekstri sem misheppnaöir leiötogar meirihlutans skapa til þess eins aö þjaþþa sínu fólki saman. Vitanlega er þessi meinsemd mannanna þeim öllum til bölvunar, hvort sem þeir tilheyra hópi gerenda eöa þolenda, enda oft erfitt aö greina þar í milli. Heiftin gagnvart minnihlutanum verður oft slík múgsefjun aö vel gefiö fólk lætur gleþjast fyrir lyginni, gefur eftir undan sam- borgurunum og líöur þó illa yfir skömminni. En hvert erindi ætli þetta tal eigi inn í íslenskt samfélag þar sem engir búa nema íslendingar, hér eru hvorki negrar né gyöingar og þjóöin farsællega samstæö og samhuga. Eöa svo kann aö virðast viö fyrstu sýn. En heimskan og illgirnin láta ekki aö sér hæöa og ekki ósnortiö þetta eyríki á hjara veraldar. Á undanförnum árum hefur þjóöfélagsumræöa í landinu þróast mjög á hinn verri veg í farveg slagoröa og æsifregna, sleggjudóma og vit- firringar. Aukin samkepþni fjölmiöla á hér drjúgan þátt í hvernig komiö er en skýringanna er aö leita víöar og í djúþstæöari þáttum. Hér hefur frá stríöslokum ríkt almenn óstjórn í landsmálum, einnig stööugar umbreytingar og rótleysi á öllum sviöum. Hraöari uppbygging en nokkuri þjóö getur veriö hollt og örari búferlaflutningar en æskilegt getur talist. Hér er þó ekki veriö aö tala fyrir kyrrstööu en á þaö bent aö hraöi þjóöfélagsbreytinga hefur veriö meiri hér á landi en í velflestum ef ekki öllum öörum ríkjum sem næst okkur standa. Og viö þessar aöstæöur höfum viö eignast lýöskrumara sem fremur kjósa aö sveifla röngu tré en öngu. Rótlausir menntamenn sem ekki hafa neinn sannleika aö trúa á mega til meö að finna þessari þjóö einhvern óvin til þess aö vekja nógu djarfmannlega athygli á sjálfum sér. Og þaö er vissulega djarfmannlegt af þessum mönnum að velja til íslenskt sveitafólk sem fyrir hálfri öld var uppistaöan í íslensku þjóöfélagi, meirihluti þegnanna. En er nú vegna hinna mjög svo öru breytinga aöeins lítill og minnkandi minnihlutahópur. Lengi þótti fjas þetta svo fáfengilegt aö fáir uröu til aö svara. Enda í fæstum tilfellum um mjög málefnalegan áróöur aö ræöa. Aöal áhersla er lögö á nógu tilhæfulaus og meiðandi ummæli af þeim toga aö mönnum þykir sér minnkun í aö svara þeim. Lýöskrumurum þessum hefur fjölgaö mikiö á síöustu árum og ítök þeirra í fjölmiölum og hugum fólks aukast ár frá ári. Þaö er full ástæöa til aö vara viö þeirri stefnu að ætla aö sættast viö þessi öfl meö því aö samþykkja sumt af lyg- inni í þeirri von aö fá hinn helminginn felldan burt. Eins og margoft hefur veriö bent á hér í BÆNDABLAÐINU þá er þaö hrein og klár lygi aö íslenskar landbúnaöarvörur hafi hækkaö meira en aörar vörur í veröi og þeir sem vega aö tilvist innlendrar landbúnaöarframleiöslu vega um leið aö tilvist okkar fámennu þjóöar hér á noröurhjara. Þaö er ef til fátt til ráöa svo stööva megi þaö stórfljót lyga sem flæöir um þegar landbúnaöarmálin eru annars- vegar. En ef til vill eiga menn ekki aö láta þessa umræöu bíta um of á sig. Ennþá er mikill meirihluti fullur efasemda þegar þarfleysi bændastéttarinnar er boriö á borö. Nú þegar atvinnuleysi fer vaxandi og kreppir aö á ýmsum sviðum er líklegt aö augu manna opnist enn betur fyrir þv hvílík nauösyn þaö er aö hlú aö þeim fáu atvinnuvegum sem skila raunverulegum verömætum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.