Bændablaðið - 01.01.1990, Page 7

Bændablaðið - 01.01.1990, Page 7
BÆNDABLAÐIÐ 1 .TBL.4.ÁRG.25 JANÚAR 1990 BÆNDA^mJb BLAÐIÐ "MARGIR VORU LOKKAÐIR ÚT í ÞETTA..." - rætt við loðdýrabóndann Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal "Þeir bændur sem eingöngu verða að treysta á loðdýr eru afskaplega illa staddir um þessar mundir. Ef verð á skinnum hækkar ekki fljótlega get ég ekki ímyndað mér annað en að margir loðdýrabændur verði gjald- þrota. Þeir bændur sem aftur á móti hafa ioðdýra- ræktina aðeins sem aukabúgrein standa skár að vígi," segir Jón Gíslason, bóndi að Hofi í Vatnsdal, í samtali við BÆNDABLAÐIÐ. Allt okkar fé hér á Hofi var skorið niður vegna riðu fyrir tveimur árum þannig að við höfum haft afuröartjónsbæturnar fyrir það fé. Þetta hefur auövitaö kom- ið sér afar vel á sama tfma og verð á loðdýraskinnum hefur verið svona hörmulega lágt. Við vorum þeir fyrstu sem fengum silfurref og hann höfum við alltaf verið meö, en fyrir tveimur árum bættum viö viö okkur mink, en eins og staðan er í dag þá er ég búinn að farga öllu nema silfurrefnum, bæði blá- refnum og minknum. Fyrir þvf eru margar ástæður. Mér leiddist minkurinn og ætlunin er aö nota minkahúsin undir fjölgun á silfur- refnum, en í dag er ég með 135 silfurrefalæður. Er ekki varasamt að vera aðeins með eina tegund dýra með tilliti til hins ótrygga markaðar? Jú, ef ég væri eingöngu með loödýr væri miklu tryggara að vera meö fleiri en eina tegund vegna þess aö skinn af einni tegund geta verið í þokkalegu verði á sama tfma og skinn af öðrum væru í algjöru lágmarki. Þannig mætti jafna út sveiflur aö því marki sem þaö er á annað borö hægt í þess- um búskaþ. En við treystum ekki eingöngu á loðdýraræktina. í fyrsta lagi þá ætlum við að taka fé aftur í haust og f öðru lagi þá erum við með annan búskap jafnhliða loð- dýraræktinni. Ég er með dálítið af hrossum og við temjum sjálf og seljum, ég og konan mfn og þessar búgreinar rekast ekki svo mikiö á. Að vísu koma ákveðnir toppar f hrossaræktinni en svo er minna þess á milli og þaö eru ekki sömu álagstímamir þar og eru f loðdýraræktinni þannig að þetta lítur út fyrir að geta fariö nokkuð vel saman. Fóðurstyrkurinn lækkaður Ilafa stjórnvöld staðið við þau loforð sem þau gáfu loðdýra- ræktendum um Iánafyrirgreiðslu á sínum tíma? Sennilega eru aðrir hæfari til að svara þessu en ég, en þaö er auövitað slæmt aö stjórnvöld skuli lækka þennan svokallaða fóður- styrk. í fyrra voru greiddar kr. 5,50, en f ár er ekki lofað nema 3 krónum og það er auðvitað mjög slæmt að þessi fóðurstyrkur skuli vera lækkaður áður en skinna- veröið hefur hækkaö. Næg lán en rekstrargrund- völlur enginn...? Aö vísu gátu menn fengið lán til að koma upp þeim húsakosti sem þarf til loðdýraræktar, en gallinn er bara sá, eins og allir vita, að það er svo dýrt aö leigja peninga að það getur varla nokkur maður. Mönnum er aö vfsu hjálp- að til að komast af stað og það oft mjög myndarlega, meöal annars var greiddur út jarðarbótastyrkur. Reyndar voru þessi opinberu lán lengi að skila sér þannig að menn þurftu f millitfðinni að taka skammtfmalán sem eru mjög dýr. Þar aö auki voru dæmi um að lán sem lofaö haföi verið komu aldrei. Þannig lentu margir í vanskitum áðpr en þeir fengu þau opinberu lán sem lofað hafði verið. Þetta setti marga auðvitað í mikinn vanda. Þegar á allt er litið má þó segja að lánin hafi verið næg, en það hefur bara litla þýöingu að hjálga mönnum af staö ef enginn grundvöllur er fyrir rekstrinum upp frá þvf. Flutningskostnaður sífellt stærri þáttur Getur loödýraræktin þá staö- iö undir sér ef ekki kemur til önnur búgrein samhliöa? Silfurrefurinn er skárri að þvf leyti aö það er engan veginn hægt að segja að sú búgrein éti sjálfa sig upp eins og önnur loðdýrarækt virðist gera. Búskapur með silfur- ref ætti að geta staöið undir sér. Hitt er annað mál að tekjurnar eru nánast engar við núverandi að- stæður. Þannig standa þeir auð- vitað betur að vfgi sem hafa eitt- hvaö annaö uppá aö hlaupa. Svo er eitt enn sem taka veröur tillit til, en það er að bændum hefúr fækkaö mikið f loðdýraræktinni og eins hafa þeir sem eftir eru minnkaö viö sig og fækkað dýrum, þannig að flutn- ingskostnaðurinn er alltaf að verða stærri póstur f þessu, en f raun er flutningskostnaður hreinlega hluti af fóðurverðinu. Hitt er svo auð- vitað alveg rétt að það er mikið happdrætti aö þurfa aö eiga allt sitt undir einhverjum tískuduttl- ungum. Þannig að það liggur ljóst fyrir að þetta er áhættubúskapur. Verðhrun á mörkuðum Mér er það mjög minnistætt að fyrsta árið sem dýrin voru hérna þá lógaði ég ekki nema örfáum dýrum og að auki fáir hvolpar sem fæddust og allt sett á sem eölilegt er svona fyrst f staö. Þá vorum viö að fá 2.000 danskar krónur fyrir besta skinnið, sem væri í dag f kringum 19.000 íslenskar krónur og það hafa komiö þau ár þegar meöalverð á skinnum af silfúrref hefur fariö yfir 2.000 krónur danskar. Meöalverö f fyrra var hins vegar 460 til 480 krónur eða að minnsta kosti helmingi lægra heldur en meðalverö undanfarinna tfu ára. Áhugi fólks á að ganga f flíkum úr Ioöskinni virðist alls ekki vera úr sögunni f heiminum, en auövitað hefur áróður t.d. Grænfriðunga haft sitt að segja. Hversu mikil þau hins vegar eru til lengdar veit maður ekki. Nokkur atriöi eru það líka til viöbótar sem hafa verið okkur óhagstæð. Dollarinn hefur staðið illa þannig að Bandarfkjamenn hafa átt f erfiðleikum með að kaupa inn skinn á mörkuðunum og unnar flíkur frá Austurlöndum fjær. Þetta er ein ástæðan fyrir þvf hvað verðiö hefur veriö lágt á okkar mörkuöum. Önnur ástæða er sú að það eru búnir aö vera tiltölulega hlýir vetur f Evrópu undanfarin tvö ár og þá kaupa menn síður flíkur úr skinni. Þriðja ástæðan er svo sú að þaö var víðar en á íslandi sem kreppa var f hefð- bundnum landbúnaði þannig að bændur í miklu fleiri löndum fóru út f loödýraræktina. Þannig óx framboð á refaskinnum mjög á árunum 1984 til 1987. Nú er fram- boðið hins vegar að minnka aftur verulega þannig aö ef til vill er betri tfö framundan. Við skulum að minnsta kosti vona það. Fóðurstöðin illa stödd Þó er einn vandi enn sem ekki er hægt annaö en að nefna og það er fóðurstööin á Sauöárkróki sem stendur mjög illa. Þannig er að á sínum tfma var ákveðiö aö byggja hér á svæðinu eina stóra fóður- stöð, en þá var gert ráö fyrir aukningu f loðdýrarækt hér á þessu svæði, en svo kemur þessi mikli afturkippur f búgreinina og þá lendir fóöurstööin að sjálfsögðu f vandræðum. Þessi stöö var byggö fyrir fé úr opinberum sjóðum. VIÐTAL: ÖRN BJARNASON Þannig eru þessi mál öll mjög flókin og miklu víðtækari en svo aö nóg sé að bjarga bara bændunum. Með ráðstöfunum sem rætt var um seinast á síðasta ári var verið að tala um endanlega lausn... Jú, en engar af þeim ráðstöfunum sem þá var rætt um eru þó komnar nógu mikiö á hreint ennþá til þess aö hægt sé að tala út um þær. En vonandi verða þær þó sem flestum til bjargar. Hvernig geta stjórnvöld komið best til aðstoðar eins og málin standa f dag. Er eitthvað sem þarf að gera strax? Stjórnvöld verða að gera þaö upp við sig hvort þau ætla að bjarga búgreininni eða láta þetta allt saman fara á hausinn. Það er auövitaö mál sem þolir ekki frekari bið. Þær aðgerðir sem gripiö hefur veriö til til þessa hafa veriö mjög á þann veg að vera sffellt að lengja f snörunni. Vandanum hefur veriö velt á undan sér. Það vita allir sem vilja vita að loðdýrabændur þola aðgerðarleysi ekki mikið lengur. Ein hugmyndin sem heyrst hefur er sú aö fella eigi niður 40% af búralánunum. Þetta er gott og blessaö, en þeir sem á sfnum tfma voru að bjástra við aö kaupa sfn búr án þess að taka þessi svoköll- uðu búralán en ljármögnuðu kaupin með venjulegum skamm- tfmalánum t.d., þeir fá þarna fyrir bragðið ekki þessa niðurfellingu og sitja áfram f súpunni. Og þetta er auðvitað hrópleg vitleysa aö hegna þannig mönnum sem voru að reyna að bjarga sér án þess að taka þessi opinberu búralán. Staöa sumra loðdýrabænda vonlaus. Þvf miður er staöreyndin sú aö þeir loðdýrabændur eru til sem eru það illa staddir aö þaö er oröið of seint að koma þeim til aðstoðar, staöa þeirra er einfaldlega oröin vonlaus. Og það hlýtur að vera miklu betra fyrir þessa menn að þeim sé sagt það strax hvernig komiö er, heldur en aö halda þeim alltaf f fölskum vonum þvf staða þeirra verður sffellt verri. Því þegar upp er staðið standa þeir ekki að- eins eignalausir, heldur eru vinir og ættingja oft búnir að skrifa uppá lánspappíra fyrir þá þannig aö slíkt getur orðið mikill harmleikur, þvf miöur. Við verðum að muna að margir voru á sfnum tfma lokkaðir út í þetta. Af þeim var keyptur allur fullviröisréttur og annað þess háttar. Stjórnvöld geta því ekki látiö sem þeim komi þetta ekkkert við. Þau beinlínis veröa að bjóða upp á eitthvað sem hægt er aö byggja á í framtíðinni. Fiskeldið ekki gjaldþrota...!? Gjaldþrot fiskeldisfyrirtækja hafa vakið athygli að undanförnu og margir orðið til að afskrifa greinina. Það er þó ef til vill fullsnemmt. Friörik Sigurðsson ritstjóri Eldisfrétta segir um þetta mál f leiðara nýveriö: "Því má hinsvegar ekki gleyma að fyrirtcekin em œði misjafnlega sknldsetin. Þannigskultla 6-7 fyrirtœki um hebning skulda greinarinnar eða um 3 miljaröa. Hina 3 miUjarðana skulda 60 - 70 fyrirUeki. Framtíð fiskeldisfyrirtœkjanna erþvi œði misjöfn. Mörgfyrirtœki liafa sýnt að þau eru úrræðagóö þótt á móti blásL Sum þessara fyrirtœkja hafa breytt úr laxi í aðrar tegundir, svo sem regnbogasilung og bleikju eða hafið aðra framleiðslu tír Iwá, svo sem smálaxaframleiðshL Þessvegna er það fásinna að fuUyrða að öUfiskeldisfyrirUeki stefni í gjaldþrot þó tvö stór fyrirtœki hafi orðið gjaldþrota síðustu vikumar." 559 ærgildi tapast f nýlegu tölublaði Austra á Egilsstöðum segir f stuttri ffétt af slæmri útreiö bænda í Geitavík í Borgariírði eystri út úr kvótamálum. Þar voru árið 1974 um 600 fjár á fjórum búum. Sfðan herjaði riðuveiki á stofninn á næstu árum þannig að þaö fækkaöi mjög og hefúr væntanlega veriö fátt viðmiðunarárin. Ekkert tillit var tekiö til þessa og nú er fullvirðisréttur jaröarinnar 41 ærgildi sem skiptist á þrjá aöila... Fjárlög og loforð Illa horfir nú með loforð það sem bændur fengu þegar þeir féllust á að falla frá hækkun launaliðar á síðasta ári. Þá lofaöi forsætisráðherra aö f staðin myndi ríkisstjórnin tryggja aö birgðastaða kindakjöts lækkaði á verðlagsárinu sem næmi þeim samdrætti sem orðiö hefði f fullviröisrétti. Birgðirnar sfðasta haust voru 2040 tonn en eiga aö verða 1430 tonn næsta haust, samkvæmt þessu. Fróöir menn telja að til þessa sé aðeins sú leið til að flytja meira út þvf kindakjötsneyslan var alls ekki léleg á síðasta verðlagsári miðað viö það sem gerist á þessum síðustu og verstu tfmum, um 35 kg. á hvert mannsbarn. Til þess aö þetta megi verða þyrfti annaðhvort að auka innanlandssöluna um 10%, sem ekki er talið raunhæft eða auka útflutninginn. En á fjárlögum er ekki gert ráö fyrir neinni aukningu á fé til útflutningsbóta. Þessa dagana standa því yfir fundahöld um það hvernig megi leysa málið og tryggja að loforöið verði efnt,- einn kosturinn er að bæta við útflutningsbótafé sem þá yrði aukafjárveiting en menn hefðu þá betur sett þessi útgjöld, sem sannanlega voru fyrirséð, á fjárlög...

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.