Bændablaðið - 01.01.1990, Page 8

Bændablaðið - 01.01.1990, Page 8
Nú gæti lítið lán oss leyst frá þeirri smán að láta heiminn horfa á Gunnu beral Jólafríið varð höfundi vísnaþáttar stund milli stríða og þá gafst tími til að setja saman þennan þátt. Áaöventunni taka uppalendur og uppfræöendur sér oft fyrir' hendur aö upplýsa yngri kyn- slóöina um tilefni jólahátlöarinnar. Kennari noklcur var aö fræöa bömin um fæöingu Jesú og upp- eldi og lét þess meðal annars getiö aö Jósep faöir hans heföi veriö trésmiöur aö iön. Vakti þaö ýmsar spumingar hjá börnunum um það, hvort Jósep mundi ekki hafa smföaö leikföng handa Jesú litla, og hvaða leikföng þaö mundu þá hafa veriö. Börnin töldu Ifklegast aö strákurinn mundi hafa fengið bfl f jólagjöf. Þá var ort: Gullum missti ekki af oft þótt brysti skilning vina. Jesú Kristi á jólum gaf Jósepfyrstu bifreiðina. Margir gera sér dagamun f mat um jólin og flestir hafa einhvcrn hátíðisdaganna þjóðlega rétti á boröum. Vestfíröingar eru gjarnan meö kæsta skötu á Þorláksmessu og gamla góða hangiketið er vföast um Iand enn í fullu gildi. Erlendar og nýtfskulegri matarvenjur sækja þó á og er mörgum eftirsjá aö íslenskum hefðum í þessum efnum og vilja meina aö þær séu engu síðri þáttur f fslenskri menningu en hin andlega fæöan. Sú skoðun kemur fram f þessari limru: Þegar hvergifæst lengur salt, kcest né sigið né sést upp við bœjarvegg migið, og öllfæða dóssett og alls staðar klósett er örlagavtxlsporið stigið. Ein af jólabókunum nú var frá- sögn Lúövfks Jósefssonar af baráttunni fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar úr þremur mílum í 200. íslensku varöskipin böröust þá viö flota hennar hátignar meö biblíuna og síöar klippurnar einar aö vopni. Jafn- framt var ákaft reynt aö semja viö Breta. í utanríkisráöherratíð Einars Ágústssonar var laföi Tweedsmuir framámaður breska fiskveiöiráöuneytisins f samningum og birtust eftir eina samninga- lotuna mynd af þeim þar sem laföin rak honum rembingskoss á kinn. Sá atburöur var felldur í vfsu: Eltist Þór við Englafans, ekki urðu heimtur neinar. En (trylltum tangódans Tweedsmuir kyssti Einar. Eins og kunnugt er hefur heimur fariö versnandi frá upphafi vega og allt fram á þessa sföustu og verstu tíma. Heimsósóminn hefur og orðiö mörgum að yrkis- efni gegnum tföina. Ekki veit ég hvenær þessi vfsa var ort, en hún á ekki illa við í dag: Mútur bjóðast, böðlar tryllast, blása ( glóðina. Ertu þjóð mín ekki að villast út ( móðuna? Sjaldan hafa bændur átt sjö dagana sæla og mun þó kvótinn hafa valdið meiri felli á fénaöi og búpeningi en nokkur móðu- haröindi og píningsvetur. Fyrir 125 árum, haustiö 1874, kvaö Bóiu- Hjálmar: Þungt á síga hretin herð, hátt upp stíga fóðurverð, bóndinn víga brýnir sverð baulur hníga og lambamergð. Limrur hafa unniö sér fastan sess f ástkæra, ylhýra málinu og fljúga manna á milli ekki síöur en ferskeytlan. Þegar vel er að verki staöið er margt dægurmáliö sem annars heföi veriö ritað f sand, greypt óafmáanlega í form og hátt- bundiö ris og hnig limrunnar. Ný- lega rak á fjörur ritara þessa þáttar tvær limrur, sem ortar voru útaf Z-málinu og baráttu Sverris Hermannssonar fyrir því aö þjóöin héldi áfram aö nota þennan bókstaf. Það var gott þegar landsfeður létu okkur losna við hvimleiða setu. Því við ritum öll rétt bara efregla er sett, sem er miðuð við minimal getu. En mín hugmynd er hreint ekJd verri: að hætta að skrifa með erri. Ekkert hik eða sút, bara henda því út ogsjá þá hvað verður úr Sverri. Og fréttaumfjöllun fyrr f vetur munu vera tilefni þessarar: Að búa sig á fundi fagurkera °g fyrirmanna er dýrt - en hvað skal gera? Nú gæti Utið lán oss leystfrá þeirri smán að láta heiminn horfa á Gunnu bera! öllu betur er ekki hægt aö halda á málum innan þessa knappa forms: Góðlátlegar vangaveltur hnfga allar aö hinum óvænta broddi síðustu Iínunnar og er ekkert þó of eöa van. Ólafur Ilannibalsson. BÆNDURNIR SKORNIR NIÐUR Sú var tíöin aö ráöamenn þjóðar vorrar vissu einn andskota verstan allra andskota annarra. Var fjandi sá svo grimmur að flestir voru á einu þvf máli að ef tækist að útrýma, eða að minnsta kosti að skera fjanda þennan sem vendilegast niður, mundu öll vandamál hinnar íslensku smáþjóöar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hér er aö sjálfsögðu átt við þá voðalegu þjóðfélagsstétt BÆNDUR. Allt var fundiö þessu óhæfufólki til foráttu og gekk maöur undir manns hönd aö útskýra f blöðum, útvörpum og sjónvörpum hvurs konar þjóöarvoöi væri á ferðinni aö ekki skyldi enn hafa tekist aö afmá þetta skelfilega sveitafólk helst allt meö öllu. Opnaöi varla nokkur svo hvolft á opinberum vettvangi aö ekki kæmu fram tillögur um nauösyn þess aö stúta bændastéttinni meö einum eöa öörum hætti. Sérstaklega virtist þetta vera einhvers konar árátta eöa rórill hjá þeim sem forheimskast höföu í háskólum, en háskólar eru í seinni tlö að minnsta kosti aö verða einhver öflugasta uppeldisstöð fyrir vanmetakindur, afætur, hálfbjálfa, moöhausa og lítisnýtt fólk sem viröist í litlum tengslum viö atvinnuvegi íslendinga. Vissulega váleg tföindi og er þar sannarlega veifaö röngum trjám. Bera menn þar sem annar staöar sjálfum sér vitni sem vonlegt er. Þó er þaö trú SNJALLRÁÐS aö þetta vesæla málglaöa fólk myndi aö einhverju leyti hnykkjast f liöinn viö aö grfpa f hrffuskaft svona rétt eins og einn sumarpart. En nóg um þetta í bili. Lausn fundin Eftir að menn höföu tuggið þá endaleysu hver ofan í annan nógu oft og lengi aö íslenska þjóöin legðist af nema bændum yröi fækkaö og þeir skornir niöur, fór almenningur auövitaö aö trúa þessu. Aöferö Göbbels heitins dugöi þar prýöilega eins og stundum áöur. Jafnvel alþingismenn og ríkisstjórnir sáu aö viö svo búiö mátti ekki standa. Þaö varö aö ganga aö kröfum háttvirtra kjósenda því ekki dugöi aö glopra frá sér atkvæðum yrði hjá þvf komist. Ráöherrar og nótar þeirra tóku sig því til og hugsuðu djúpar hugsanir. Mjög djúpar. Og LAUSNIN FANNST: "Viö segjum bændum aö hætta þessum rollubúskap og látum þá fara að dunda viö refa- og minkarækt og ef þaö dugar ekki til þá setjum viö á þá fiskirækt. Það er rétt mátulegt á þá. Þetta er aö sjálfsögðu vita vonlaust fyrirtæki, en þeir hætta þá aö minnsta kosti viö rollurnar og fara slöan á hausinn. Þannig björgum viö atkvæöunum okkar og fækkum bændum um leiö." Aö þessu þjóöráði fundnu þurrkuöu gáfumenn af sér svitann, röltu heim til sín og átu ljúffengt kindakjöt meö Þykkvabæjar- kartöflum. Já, miklir menn erum viö Hrólfur minn. Þetta gekk svo allt saman eftir og þvf fór sem fór. legt í meira lagi aö heyra útskýringar ráöherra íslenska lýöveldisins á þvf hvers vegna úrræði þeirra eru nú oröin þau vit- lausustu sem brugöiö hefur veriö á allt frá lýöveldisstofnun. Er þó af ýmsu að taka,- drottinn minn. Dýrt spaug Aö vísu ætlar þaö aö veröa ráöa- mönnum dýrt spaug aö hafa látið teyma sig út í þessar aögeröir. Refa- og minkabú fara nú sem óöast á hausinn, enda skinnasala einhver ótryggasti markaöur í veröldinni samanlagöri, sem þar aö auki fer fram einhver staöar langt úti f heimi, háöur tfsku og kreddum áhugamanna um peninga. Markaöur sem við getum ekki haft nokkur áhrif á. Varö nokkur hissa? Ég spyr bara. Af fiskeldinu er þaö aö segja aö þar er flest það fariö fjandans til sem farið getur. Er nú svo komið aö fiskibændur sem treystu loforöa- flaumi ráöamanna á sínum tíma eiga varla f soðiö sjálfir, enda allt dautt sem drepist getur í fiskeldiskerjum þeirra. Svoleiöis fór um sjóferö þá. Er um þessar mundir fróö- Snjallræðið Nú er sem sagt kominn tími til að leggja refa- og minkaræktina niöur af eölilegum ástæöum. Um fiskeldið er þaö aö segja aö þaö dó einfaldlega drottni sfnum og verður tæplega viö bjargað. Þjóðráöin snillinganna gáfust sem sagt ekki betur en þetta og er það satt aö segja dálítið í "stfl" viö ýmislegt fleira sem brugöiö hefur verið á f seinni tfö. Einn höfuökostur fylgir þvf þó aö leggja alfarið niöur refa- og minkarækt, en hann er sá aö þá hljótum viö aö losna um leið viö verulegan hluta alþingismanna, því hvar er aö finna ref og mink ef ekki á alþingi? SNJALLRÆÐIÐ aö þessu sinni er því ótvírætt: Leggum niður ref og mink og hreinsum til á alþingi íslendinga f leiöinni. Oft var þörf en nú sár nauðsyn. SNJALLRÁÐUR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.