Bændablaðið - 01.01.1990, Page 12
Fylgifiskur nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
kemur oddvitum og öðrum óþægilega á óvart. Reynt að laga,
stærstu misfellurnar með skyndifrumvarpi í gegnum Alþingi. I
staðin fyrir þreföldum fasteignagjalda sleppa bændur nu með...
AÐEINS
BARA
TVÖFÖLDUN
FASTEIGNA-
GJALDAí
SVEITUNUM
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit
við félagsmálaráðherra að hann leggi í snarheitum
fram breytingu á nýjum lögum um tekjustofna sveitar-
félaga þar sem að Qallað er um fasteignagjöld til þess
að koma í veg fyrir að skattur þessi á sveitabýli verði
alltof hár eða misræmi milli einstakra eigna í sveitum
of mikill. Þrátt fyrir þetta má búast við að fasteigna-
gjöld í sveitum hækki, rétt eins og annarsstaðar á
landsbyggðinni en þá Iíkalega ekki nema 80-100% í
stað þess að þrefaldast eins
Forsaga þessa er að fast-
eignamat eigna er mishátt eftir
staðsetningu. Reynt er aö taka tillit
til þess að markaðsverö er mishátt
meö þvf að margfalda hið eiginlega
eignamat meö sérstökum svæða-
stuöli sem er talan 1 í Reykjavík en
lægri allsstaðar annarsstaöar, allt
niður f 0,2 f afskekktustu sveitum,
0,5 - 0,8 er algengt f kaupstöðum.
Fasteignagjöld hafa tekið mið af
fasteignamatinu eins og þaö er
eftir að margfaldaö hefur verið
með svæöastuðlinum en f kaup-
stöðum er litið svo á aö þessi
tekjustofn sé til að standa undir
þjónustu viö íbúana. Það er því
ljóst að meö þessu viröist svo sem
þjónusta í kaupstaö með stuðulinn
0,5 eigi aö kosta helmingi minna
en þjónustan sem veitt er f Reykja-
vfk, eða þá að vera helmingi minni.
Aöeins hafa sveitarstjórnarmenn
vegið þetta upp meö þvf að leggja
á hærri fasteignaskatt úti á landi
heldur en gert er f Reykjavfk. En
nú, meö nýju tekjustofnalögunum
sem tóku gildi á áramótum, er
ákveðið að gjaldstofninn verði
matiö áður en svæðastuðullinn
kemur til sögunnar. Fasteigna-
gjaldsstofn samskonar húsa f
Reykjavík og á Raufarhöfn verður
þvf sá sami þrátt fyrir að markaös-
verö sé misjafnt. Nú má þvf reikna
með að fasteignagjaldiö sem % af
gjaldstofni verði hæst á höfuð-
borgarsvæöinu en lægra úti á
landi, þrátt fyrir aö upphæð
gjaldanna muni hækka þar. Þessi
breyting er mörgum bæjarstjórnar-
og horfur voru á.
mönnum úti á landi fagnaðarefni
þar sem tekjurnar hækka og ekki
veröur lengur hægt að núa mönn-
um þvf um nasir að vera meiri
skattpfningarmenn heldur en
Davfö borgarstjóri.
Sveitirnar gleymdust
Á hinn bóginn virðist svo sem
ekki hafi verið horft mikið f
þýöingu þessa fyrir sveitirnar. Þar
er stuðullinn allsstaðar mun lægri
en tfökast f kaupstöðum og mjög
vföa á bilinu 0,2-0,5. Byggingar á
hverju býli eru mun meiri en
tilheyra hverri fjölskyldu í kaupstaö
og þvf er algengt aö fasteigna-
skattar bænda sem voru á bilinu
20 - 50 þúsund veröi 60 - 150
þúsund.
Þessi uppákoma hefur kallað á
hörð viöbrögö margra oddvita úti
á landi og einn þeirra sagöi f
samtali við BÆNDABLAÐIÐ aö
með því að leggja á skatt sam-
kvæmt mati sem væri langt yfir
söluverðmæti væri í reynd um
eignaupptöku aö ræöa. Hann
kvaðst hafa litiö á fasteignaskattinn
sem eignaskatt en ekki þjónustu-
gjald enda væri þaö alls ekki
raunhæft aö tala um þjónustugjald
til sveita, þar sem hrepparnir veita
litla þjónustu.
Hlunnindaeigendur
græða
Til þess að sporna við þessu
hafa sveitarstjórnarmenn vitanlega
þá leiö að lækka fasteignagjaldiö
niður en sumsstaðar var það í
hæsta þrepi, 0,625%. En jafnvel
þó að þaö sé lækkað um helming
dugar þaö í fæstum sveitum til að
halda skattinum álfka og f fyrra. Og
það sem gcrir þessa leiö enn tor-
færari er það mikla misræmi sem
þá myndast f sveitunum. Enginn
svæöastuöull er á jöröum né
hlunnindum enda engin rök fyrir
slíku. Þvf er þaö aö lækkun fast-
eignagjaldsprósentu til að hlífa
bændum kemur mjög óréttlátt
niður. Laxveiöiár, eyöibýli og
hlunnindi ýmis bera þá minni
fasteignagjöld en þau gerðu
meðan gjöld af öllu öðru hækka.
Bent er á aö hlunnindin eru f reynd
mun seljanlegri og verðmætari
fasteignir heldur en land-
búnaðarbyggingar og íbúðarhús til
sveita og þvf alfariö óeðlilegt aö
lækka skattinn á þeim á meðan
hækkuð er skattlagning á öðrum
eignum.
Tvennskonar
fasteignamat
Þar viö bætist aö f sumum
sveitum eru tveir misháir svæöa-
stuðlar og þegar báðir eru teknir f
burtu hækka eignir mjög mismikið
f verði. Þessi ruglingur helgast af
því aö eignir sem metnar voru fyrir
1976 og hafa ekki verið endur-
metnar sföan eru með úrelt mat
sem ekki hefur hækkaö alveg í takt
við verðbólguna. Til þess að vega
upp þessi áhrif þá settu menn á
annan svæðastuðul fyrir þessar
eignir sem er þá mun hærri tala
hcldur en hinn eiginlegi markaðs-
stuðull viðkomandi sveitar.
Ennfremur geta veriö tveir
markaösstuölar þar sem að f
sveitarfélagi er bæöi þéttbýli og
dreifbýli og þá ætfö lægri stuðull í
dreifbýlinu þannig aö nú veröur
hækkunin meiri þar en hjá kaup-
staöarbúanum.
Allur þessi ruglandi gerir
sveitarstjórnarmönnum næsta
erfitt fýrir nú þegar stuölum
þessum er kippt í burtu og við
blasir aö tveir menn með sams-
konar eignir eiga aö borga mjög
mishá fasteignagjöld vegna þess aö
hjá öörum er búið aö endurmeta
en ekki hjá hinum. Vitanlega er
það ætlan yfirvalda aö þaö eigi að
vera búiö að endurmeta allar
eignir f Iandinu, en svo er ekki,
sérstaklega ekki til sveita þar sem
aö hagsmunir sveitahreppanna f
þvf máli eru ekki knýjandi. Þaö er
dýrt aö láta meta upp eignir, þar
sem þarf t.d. að teikna upp gömul
hús ef aö teikningar eru ekki til,
o.s.frv.
Hjá fasteignamatinu fengust
þær upplýsingar að um 19000 hús í
landinu eru enn meö gamla mat-
inu auk útihúsa og mörg af þessum
19000 húsum eru til sveita. En
vafalaust kalla þessi breyting nú á
það að fleiri sveitarstjórnir munu
óska eftir endurmati eigna, þrátt
fyrir kostnaö sem þaö hefur f för
með sér.
Jöfnunarsjóðsframlag
skerðist við lága skatta
Enn einn þáttur þessa máls er
aö jafnvel þó að hreppsnefndir vilji
horfa framhjá þvf misræmi sem
skapast gagnvart hlunninda-
eigendum og lækka fasteigna-
skattinn þannig að heildartekjur
veröi þær sömu þá skeröir þaö um
leið rétt viðkomandi sveitar til
framlags úr jöfnunarsjóði en f fyrra
fengu 60 sveitarfélög af alls 213
framlag úr honum. Til þess að fá
óskert framlag úr jöfnunarsjóði
þarf sveitarfélag að leggja 0,4% á f
fasteignagjöld. Sveitarfélag sem
annars á rétt á framlagi en leggur
ekki á ncma 0,3% fasteignagjöld
missir framlag sem nemur tvö-
földum þeim muni sem er á tekj-
unum af 0,3% og 0,4% gjaldinu.
Sveitarfélög sem ekki eru háð
Jöfnunarsjóði geta lækkað fast-
eignagjöldin að vild en þurfa f
staöin aö sjá af eðlilegum tekjum
af hlunnindum og landi.
Vandinn leystur með
bellibrögðum
Þaö eru þó ekki öll sund lokuð
í þessum efnum og ef til vill er
skilvirkasta lausnin á þessum
vanda sú sem einn sveitarstjórnar-
maður úti á landi nefndi viö blaða-
mann,- í gamni fram sett. Um leið
og menn greiða sín fasteignagjöld
þá greiðir sveitarfélagiö þeim
tiltekna upphæö til baka sem
þóknun fyrir það að þeir hirða
sjálfir sitt eigið rusl. Menn fá svo
mismikiö fyrir sorphirðuna, allt
eftir þvf hversu mikið skattarnir
hafa hækkaö og hlunnindaeigend-
ur fyrir sunnan fá ekki neitt!
önnur leiö, og ef til vill
þóknanlegri yfirvöldum er að
sveitarfélög mega lækka eöa fella
niður aðstööugjöld sem vfóast eru
1,3% en aðstööugjald er lagt á
búrekstur en ekki hiunnindi.
Ennfremur má nefna aö hér
skiptir miklu máli hversu rétt
hlunnindamat er f viökomandi
sveit. Á undanförnum árum hefur
veriö unniö að endurmati hlunn-
inda og vföa hefur mat þeirra
hækkað verulega. Nú verður enn
brýnna að endurmat veröi gert
allsstaðar þar sem mat er gamalt
og úrelt.
Óvænt uppákoma
En vissi þetta enginn fyrir?
Flestir þeir sem BÆNDA-
BLAÐIÐ ræddi viö voru sammála
um aö menn hefðu ekki gert sér
grein fyrir misræminu sem myndi
skapast f sveitunum en hækkun
gjaldanna vissu forsvarsmenn
Samband fslenskra Sveitarfélaga
fyrir. Á hinn bóginn hefur sú
þekking ekki komist til nærri allra
oddvita sveitahreppanna og einn
þeirra gaf þá skýringu á því að
hann væri bóndi og oddvitastarfiö
aukastarf hjá sér!
Enn ein skýring á þvf hversu
hljótt þetta hefur farið er að þessi
breyting var hluti af miklu stærri
pakka þar sem gerðar voru rót-
tækar breytingar á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Þegar loks
náðist samsstaða um alla anga þess
máls var þaö svo viðkvæmt að
menn voguöu sér ekki aö fara aö
velta upp hugsanlegum göllum á
einstökum þáttum af ótta viö að
þá eyöilegöist allt málið.
Misræmið tekst ekki að
leiðrétta
Þaö er ljóst að sú lausn sem
Samband sveitarfélaga leggur fram
í bréfi sfnu til félagsmálaráðherra
og sagt er frá hér til hliöar leysir
ekki allan vandann sem skapast af
þessari breytingu. í samtali
BÆNDABLAÐSINS viö Magnús
E. Guðjónsson kom fram að ætla
mætti aö vföa tvöfaldaöist nú
fasteignaskatturinn f stað þess að
þrefaldast. En misræmi þaö sem
skýrt er hér að ofan stendur eftir
sem áöur. Aðspurður kvaðst
Magnús ekki vilja útiloka aö
Samband sveitarfélaga beitti sér
fyrir frekari breytingum í þessu
máli, svo sem að lækka viðmiðanir
Jöfnunarsjóðs, en benti á þá ágalla
sem eru á því að lækka fasteigna-
gjöldin, vegna hlunnindanna og
jafnframt að sveitarstjórnir gætu
átt fleiri leiðir til með samspili
hinna ýmsu álagningarpósta þann-
ig að greiðslubyröi hvers
einstaklings yröi óbreytt.
Þaö fylgir þessari flækju allri
mikill vandi fyrir sveitarstjórnirnar
þar sem um margar leiðir er að
velja f hækkun og lækkun ein-
stakra gjaldpósta og f hrepps-
nefndum vfða um land sitja menn
sveittir við og reikna fram og aftur,
hvort borgi sig nú betur að lækka
aðstöðugjaldiö eða fasteigna-
skattinn, tapa hluta af jöfnunar-
sjóösframlaginu eða halda því öllu
og skattpfna sveitina. í öltum þess-
um frumskógi hljóta menn enn aö
velta þvf fyrir sér hvort stækka
þurfi einingarnar, sameins smærri
hreppa. Þaö er Ijóst að með sf-
aukinni skriffmnsku, viðvarandi
umbyltingum í skattamálum og
vaxandi valmöguleikum á því sviði
er verið að þrengja að hinum
smærri einingum samfélagsins og á
þaö væntanlega jafnt viö um fyrir-
tæki sem sveitarfélög. Jafnframt er
öll pappírsvinna aukin til muna. í
þessu máli hlýtur launakostnaður
vegna útreikninga, vegna endur-
mats fasteigna og vegna fundar-
halda að hlaupa á tugmilljónum og
þeir sem ekki eru möppudýr hljóta
að velta þvf fyrir sér hvort ekki
megi hafa samfélagiö einfaldara,
breytingarnar fátfóari, pappírana
færri, skriffinnskuna minni og
skattana að sama skapi lægri.
EFTIR BJARNA
HARÐARSON
Tillaga Sambands
Tslenskra
sveitarfélaga
Stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga samþykkti á
fundi sínum á föstudag
(19/1) að fara þess á leit vif
félagsmálaráöherra að
hann legði í snarheitum
fram breytingartillögu við
lög um tekjustofna
sveitarfélaga þannig að
nýlegt ákvæði um að
markaðsstuðull
Reykjavíkur skuli gilda
fyrir allt landið við
álagningu fasteignagjalda
NÁI EKKI TIL ÚTIIIUSA
SVEITUM.
Breyting þessi nái aftur ti
sföustu áramóta þannig að þa
sem búið er að leggja á eftii
hinum nýju reglum, þar verð
það leiðrétt.