Bændablaðið - 01.01.1993, Page 5

Bændablaðið - 01.01.1993, Page 5
1.TBL. 7. ÁRG. JAN. - FEB. 1993 EFTIR ÞÓRÐ INGIMARSSON HEYMETISTURNARNIR HAFA REYNST MISVEL - þrátt fyrir mikla fjárfestingu hefur notkun sumra verið hætt Á árunum 1979 til 1988 voru fluttir á bilinu 25 til 30 hey- metisturnar hingað til lands og settir upp á sveitabæjum. Með uppsetningu turnanna hugðust bændur ieysa eldri heygeymslur af hólmi og auka hagræðingu með vinnusparnaði, bæði við heyskap °8 íljöf að vetri. Með tilkomu heymetisturna þurfti mun minni þurrkun heysins á veili en þegar hey er súgþurrkað í venjulegum hiöðum. Turnarnir gátu einnig sparað verulega vinnu á vetrum þar sem þeir voru búnir sjálf- virkum losunarbúnaði, sem skil- aði fóðrinu á færiband inn í gripa- hús. Á síðustu árum hafa engir tnrnar verið fluttir inn og sumir þeirra sem settir höfðu verið upp hafa nú horfið úr notkun eftir aðeins nokkur ár. En hvers vegna varð saga turnanna svo enda- slepp? Islenskir bændur hafa alltaf veriö fremur tregir til aö verka vothey. Ástæöur þess eru ekki aö öllu leyti ljósar en þeir hafa fram á síðustu ár kosið að setja traust sitt á sólina og vindinn. Þó ruddi vot- heysverkun sér nokkuð til rúrns á Gamlir súrheysturnar. Þeir standa víða ónotaðir enda um margt óhent- ugir. í fyrra var þannig turn felidur é bænum Litlu Sandvík i Flóa og er önnur myndin tekin við það tæki- færi. sjötta og sjöunda áratugnum en þá voru byggðir steinsteyptir votheys- turnar vfða í sveitum. I þessa turna var jafnan sett hreint vothey, sem ekki var forþurrkað á túnum. Margir bændur gáfust þó fljótlega upp á notkun turnanna. Að öllum líkindum vegna þess hversu erfitt var að koma heyi fyrir f þeim og ekki sfður aö ná til þess á vetrum þar sem tæknibúnaöur til aö auð- velda losun þeirra var annaöhvort enginn eða mjög frumstæður. Erf- itt verk var aö handmoka heyi úr þessum turnum og margir þeirra hafa nú veriö aflagöir og sumir brotnir niöur þar sem hætta hefur stafað af þeim vegna steypu- skemmda. Eftir aö heymetisturn- arnir komu til sögunnar var aftur hafist handa um að byggja votheys- turna á nokkrum sveitabæjum og munu einhverjir slíkir turnar enn vera í notkun. Munurinn á þessum yngstu votheysturnum og hinum eldri mun einnig vera sá að ein- hverjum tæknibúnaði var komiö fyrir til að ná heyinu úr þeim. Heymetisturnarnir of stórir - of mikill stofnkostnaður Þeir heymetisturnar sem fluttir voru hingað til lands voru reistir úr verksmiðjuframleiddum bygging- areiningum. Þeir voru á bilinu 15,15 til 24,60 metrar á hæö og þvermál þeirra var frá 5,33 metr- um f 7,62 metra. Þessi mannvirki voru dýr að sama skapi og þau voru stór. Trúlega hefur mikill stofn- kostnaður vegna kaupa og upp- setningar þeirra valdið því að bændur voru hikandi þegar turna- væðingin var annarsvegar og fleiri turnar risu ekki hér á landi en raun ber vitni. Stærðin var einnig óhent- ug þar sem margir bændur höföu ekki not fyrir svo stórar heygeymsl- ur en þeir tóku aö meðaltali vetr- arfóöur fyrir á bilinu 40 til 60 mjólkurkýr. Tæknilegir örðugleikar við losun Grétar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Bútæknideildar RALA á Hvanneyri, sagöi f samtali viö BÆNDABLAÐIÐ aö notkun turnanna hefði gengið misjafnlega. Á sumum bæjum heföi allt gengiö mjög vel en annarsstaðar heföu komiö fram ýmsir tæknilegir örö- ugleikar. Grétar sagöi aö þessir turnar hefðu ýmist veriö búnir topplosunar- eöa botnlosunar- búnaöi og kvaðst hann álíta aö botnlosunarbúnaöurinn hafi ekki reynst eins vel. Vandi hafi skapast ef búnaðurinn bilaði en þá er ekki mögulegt aö ná fóöri úr turnun- um. Einnig heföi boriö á þvf viö botnlosun aö heymassinn heföi ekki sigiö niöur jafnt og tekiö heföi veriö neöan af honum og þvf myndast tómarúm f turnunum aö neðan. Síðan heföi heymassinn falliö og þannig skapast mikið álag á turnana, sem spurning væri um hvort þeir þyldu. Grétar kvaöst hafa séð heymetisturna í Dan- mörku sem hefðu laskast af framangreindum orsökum en kvaöst ekki vita hvort þessa vanda heföi gætt í sama mæii hér. Grétar sagði aö þessi losunar- vandi væri þó ekki algildur og kvaðst þekkja dæmi þar sem allt hefði gengið vel og turnar væru í fullri notkun. Þegar þessi atriði voru borin undir Gunnar M. Jón- asson, byggingafulltrúa hjá Stofn- lánadeild Landbúnaðarins, tók hann undir aö vandamál hefðu gert vart við sig varðandi losun turnanna og losunarbúnaðurinn verið viðhaldsfrekur - f sumum tilvikum aö minnsta kosti. Lagst gegn turnavæðingunni Um gæöi fóöurs sem verkaö er í heymetisturnum sagöi Grétar Einarsson að ef farið væri eftir ákveönum grundvallarreglum, gras slegiö á réttum sprettutíma og forþurrkun þess væri nægileg - um 40% þurrefni - væri hægt aö fá mjög gott fóður meö þessari verk- unaraðferð. Hann sagöi aö leið- beiningaþjónustan hefði lagt mikla áherslu á aö bændur forþurrkuöu heyiö í turnana en reyndu ekki aö heyja í þá hreint vothey. Aðspurö- ur sagöi Grétar Einarsson aö Bú- tæknideildin hefði þó alltaf heldur lagst gegn þessari þróun.: "Viö fengum danska tækni- menn hingað til lands til skrafs og ráöagerða um hvort heyverkun framtföarinnar væri fólgin f bygg- ingu heymetisturna og að fengnum niðurstöðum þeirra athugana komumst viö aö þeirri niðurstööu að þetta hentaöi ekki frá hagrænu sjónarmiöi þar sem stofnkostnaður Heymetisturn í Flóa. Turninn er meö topplosunarbúnaði og hefur aö sögn eigenda reynst mjög vel. væri mikill. Því náði þessi þróun aldrei mjög langt hér á landi." Bilanir og veðurálag Þótt einstökum bændum hafi gengið vel að nota heymetisturn- ana og þeir séu enn í fullri notkun á sumum þeirra bæja þar sem þeir voru settir upp, hefur notkun annarra veriö hætt. Ýmsar orsakir geta legið þar að baki svo sem búháttabreytingar er leitt hafi til minnkandi fóðurnotkunar en einn- ig koma erfiðleikar við notkun turnanna þar viö sögu. Áberandi hefur veriö að botnlosunarbúnaö- ur turnanna hefur ekki reynst sem skyldi - bilanatföni veriö ör auk þess sem búnaöurinn hafi í sumum tilfellum þurft aö ganga mikið til aö ná nægilegu fóöri úr turnunum fyrir hvert mál. Þar sem um raf- drifmn búnaö sé aö ræöa hafi los- unarkostnaður þannig getaö fariö langt úr hófi fram. Dæmi um þaö kom meðal annars fram í samtali viö héraðsráöunaut hjá Búnaöar- sambandi Austurlands á Egilsstöð- um. Þá eru dæmi um að turnar hafi ekki staðist veðurálag og þekkt dæmi um það er frá Grund f Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem heymetisturn eyðilagöist í fárviöri. Gunnar M. Jónasson sagði ljóst aö turninn á Grund heföi ekki staðist þaö álag sem veröur við íslenskar aöstæöur. Til væri myndband af atburðinum og kvaðst hann hafa fengið það og fariö meö á norræna ráðstefnu þar sem unniö hafi verið að sam- ræmingu á stöðlum fyrir byggingar sem þessar. Turninn heföi verið svo illa farinn aö hætta hafi stafaö af honum og hann því verið tekinn niður. Gunnar kvaöst ekki vita til aö fleiri turnar heföu verið teknir niöur þótt nokkrir þeirra séu ekki lengur í notkun. Rúllutæknin stöðvaði turnavæðinguna Þróun heymetisturnanna náöi aldrei langt. Orsakir þess munu einkum vera af tvennum toga: Annars vegar kröföust kaup og uppsetning turnanna mikilla fjár- festinga, sem ekki skiluðu aröi í samanburði viö það sem til var lagt. Turnarnir hentuðu einungis mjög stórum búum þar sem stofn- kostnaður viö byggingu minni turna var hlutfallslega meiri. Þá var einnig mjög hæpið - kostnaðar vegna - að fjárfesta í heymetisturni til viöbótar öðrum heygeymslum á bújöröum en aö sögn þeirra Grét- ars Einarssonar og Gunnars M. Jónassonar voru nokkur brögö aö því að bændur sem keyptu hey- metisturna hafi notað þá jafnframt öörum heygeymsluaðferöum. Hinsvegar barst ný tækni til heygeymslu til landsins eftir miðjan nfunda áratuginn - rúllutæknin - sem nú hefur náö mikilli út- breiðslu. Þótt allmikill stofn- kostnaður og nokkur rekstrar- kostnaður sé rúlluvæðingunni samfara þá eru þaö nánast smá- munir hjá því sem bygging heymet- isturnanna var. Enginn heymetis- turn hefur verið reistur frá því bændur hófu aö taka rúllutæknina íþjónustu sfna fyrir alvöru. Því má gera ráð fyrir að rúlluheyskapurinn hafi ýtt hugmyndum um byggingu heymetisturna endanlega til hliðar. Nýjung sem ekki átti erindi Eftir stendur þó aö fjárfest var í hátt í 30 heymetisturnum á síðasta áratug. Þaö er mikiö vafamál að þessar fjárfestingar hafi skilaö sér, nema þá helst þar sem mjög stór bú hafa átt f hlut. Erfitt er þó aö fullyrða aö tilkoma turn- anna hafi í öllum tilvikum veriö mistök - ekki síst þar sem þeir eru ekki fleiri en raun ber vitni - en reynslan hefur engu aö síður sýnt að sú ákvöröun leiðbeininga- þjónustunnar aö mæla ekki meö þessari heyverkunaraöferö hefur haft við full rök aö styðjast. Heymetisturnarnir voru nýjung í íslenskum landbúnaði sem ekki átti þangað erindi. ÞI

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.