Bændablaðið - 01.01.1993, Qupperneq 6
ISLENSKA MJOLKIN
ER BETRI EN
ANNARSSTAÐAR
- laus við flest aðskotaefni
1.TBL. 7. ARG. JAN. - FEB. 1993
Eigum við Islendingar hreinustu mjólk í heimi?
Lengi höfum við viljað láta sem svo sé. Ekkert höfum
við þó haft fyrir okkur í þessum efnum annað en þá
tilfinningu að afurðir okkar séu hreinni af aðskota-
efnum en gerist og gengur með Iandbúnaðarafurðir
annarra þjóða. Ekki fyrr en nú við niðurstöður úr
könnun, sem gerð var að frumkvæði Osta- og
smjörsölunnar og Landssambands kúabænda.
Loðskinnasýning á Suðurlandi:
VIÐ TREYSTUM
Á CLINTON
Könnun þcssi fór fram mcð
þeim hætti að sýni af gerilsneyddri
nýmjólk voru tekin f öðrum hverj-
um mánuði í mjólkurbúunum á
Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og
í Borgarnesi á tímabilinu frá maí
1991 þar til í maí 1992. Markmiðið
með sýnatökunni var að leggja mat
á meðaltalssamsetningu mjólkur á
tilteknum samlagssvæðum. Með
því koma samanlögð mengunar-
áhrif framleiðslu og vinnslu fram
og sýnin eru mælikvarði á þá afurð
sem neytandinn kaupir. Sýnin voru
rannsökuð hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, Rannsóknarstofn-
un í lyfjafræði og Geislavörnum
ríkisins.
Leifar þvottaefna:
Bragð en ekki
heilsuspillandi
Leifar þvottaefna eru meðal
þeirra aðskotaefna sem fundist
geta í mjólk ef notkun þeirra fer
fram úr þvi magni sem leiðbein-
ingar segja til um og/eða nægileg
skolun fer ekki fram að lokinni
notkun þvottaefnis í mjaltakerfi.
Samkvæmt erlendum rannsóknum
gefa leifar þvottaefna, sem fundist
hafa í mjólk, ekki tilefni til að
óttast þurfi um áhrif þeirra á heilsu
en þau geta auðveldlega haft
óæskileg áhrif á bragðgæði og
spillt fyrir framleiðslu á ostum og
öðrum sýrðum mjólkurafurðum.
Aðeins nítrat
var mælanlegt
Af þeim efnum sem notuð eru
til hreinsunar mjaltatækja og
búnaðar kom f ljós að nítrat var
eina efnið sem finnanlegt var. Nítr-
at getur borist f mjólk sem leifar af
saltpéturssýru sem mikið er notuð
til sótthreinsunar mjaltabúnaðar. í
könnun Osta- og smjörsölunnar og
Landssambands kúabænda kom
fram að nftrat mældist f mörgum
tilfellum 1 mg á kíló mjólkur, sem
er svipað magn og mælst hefur er-
lendis. Sum sýni er tekin voru í
könnuninni leiddu mun minna
nítratinnihald í Ijós eða aðeins um
0,3 mg nítrat á kíló mjólkur, sem
sýnir að í mörgum tilfellum er
mögulegt að draga úr nítratinni-
haldi mjólkurinnar. Þótt nokkurt
nftratinnihald hafi fundist í ís-
Ienskri mjólk er það lítið magn
boriö saman við það nftratmagn
sem mælist í blaðgrænmeti og í
unnum kjötvörum.
Þá voru leifar lyfja í mjólk
athugaðar og í Ijós kom að engar
leifar þeirra lytja sem notuð eru
fyrir mjólkurkýr, fundust í þeim
sýnum sem tekin voru. Sömu sögu
er að segja hvað þungmálma
varðar. Engin áhrif þeirra fundust í
íslensku mjólkursýnunum en lítil!
hluti þungmálma í fóðri skiíst út í
mjólkina eða aðeins einn á móti
þúsund. Sveppaeitur fannst heldur
ekki í mjólkursýnunum og er mat
rannsóknaraðila að ekki þurfi að
óttast aflatoxín, sem myndast getur
í myglusvcppum, í íslenskum
mjólkurafurðum. Geislavirkra efna
og klórefnissambanda gætti cinnig
mjög lftið í mjólkursýnunum.
Styrkir
stöðu afurðanna
Aðstandendur rannsóknar-
innar telja að niðurstöður hennar
komi ekki á óvart. Mengun vegna
aöskotaefna í fóöri sé ekki
mælanleg og leifar þvottaefna
finnist heidur ekki. Þessi úttekt
ætti því að styrkja stööu fslenskra
mjólkurvara á hinum innlenda
markaði og auka tiltrú neytenda í
framtíðinni. Slfk meðmæli geta
einnig aukiö lfkur á sölu fslenskra
mjólkurafurða á erlendum mörk-
uðum í framtfðinni. ^
Byggt á erindi Ólafs Reykdals og
Guðjóns Þorkelssonar, Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins, á
ráðunautafundi 1993.
ræklin sem vér þurfum að leggja
sem mcsta stund á. Hún þarf að
breytast smátt og smátt þannig, að
búfénaðurinn sé fóðraður á rækt-
uðu grasi, ekki á útheyjum nema
þar, sem flæöiengjahey er, sem oft
er jafngildi bestu töðu...."
Að rétta við
landbúnaðinn III
- Ríkisvaldið
tt
Mikill misskilningur cr það, sem
ýmsir halda fram, að löggjafarvald-
ið geti ekki lagt tiltölulega mestan
skerf til viðreisnar landbúnaðarins.
Það gerir þaö auðvitað mest ó-
beinlínis með hagfelldum lögum
fyrir landsmenn og fjárveitingu til
ýmsra landbúnaðarframfara.
Hverjum öðrun en löggjafanum
má þakka lffiö f búnaöarskólunum,
sem óbeinlínis leiða landbúnaðinn
áfram, hvað sem ósanngjarnir
menn um búnaðarskólana segja.
Að rétta við
landbúnaðinn IV
- Markaðsmálin
I!
Ég játa það, að aðalstoð landbún-
aðarins eru bændurnir sjálfir. En
meginþorri bænda, stendur nú
ráðlaus, vita ekki hvað þeir eiga að
gera til þess aö tekjur búsins svari
gjöldum þess, og það er mjög
náttúriegt. Nú er orðin svo mikil
breyting hér á landi frá þvf sem var
fyrir fimm til tfu árum að sama
"Af þessari sýningu að dæma eru
skinnin á uppleiö, bæði gæði
þeirra sjálfra og eins verk-
unaraðferðirnar. I>á er skinna-
verð almennt á uppleið, þó það sé
langt því frá að vera viðunandi.
Tilgangurinn með þessari sýningu
er að fá umræðuna um þessa bú-
grein upp á hærra plan og skapa
um hana jákvæðari umræðu en
verið hefur"
Þetta sögðu þau Sigurður
Jónsson í Ásgerði í Hrunamanna-
hreppi og Hugrún Valdimarsdóttir
á Kvíarhóli í Ölfusi í samtali við
blaðamann BÆNDABLAÐSINS,
en um síðustu helgi var haldin í
félagsheimilinu Þingborg í Hraun-
gerðishreppi sýning, sem Loðdýra-
ræktarfélag Suðurlands stóð að.
Þar voru sýnd loðskinn frá 22 loð-
dýrabúum í landinu. Sýningin var
fjölsótt, en auk þess að þar væru
loðskinn, bæði af ref og mink,
sýndu sunnlenskar blómarósir
loðskinnapelsa frá Eggert feld-
skera.
Að sögn þeirra Sigurðar og
Hugrúnar eru enn starfandi f
landinu 80 loðdýrabú. Skinnin á
sýningunni komu frá 14 búum á
búskaparlagið dugar nu ekki og
menn hafa hér vanist. Fólkshaldið
afardýrt, álögur á búskapnum
miklu meiri, og það í pcningum.
Eyðslan stórum meiri í öllu, en á
hinn bóginn erfiðara að koma bús-
afurðum í nokkurt verö, síst pen-
inga. Eru það nú ekki ósanngjarn-
ar kröfur til bænda, að þeir lagi
þetta, án hjálpar löggjafarvaldsins.
Eru nokkrar líkur til þess, að
bændur sjáifir geti útvegað sér
markað fyrir búsafurðir án hjálpar,
eða gjört fólkshaldið ódýrara? Ég
segi nei...."
Notinvirkni og
reglusemi við
skepnuhirðingu
Gleymið því ekki, að notinvirkni og
reglusemi við skeþnuhiröingu, eru
bestu kostir hvers-fjármanns. Þaö
sparar fóður, að hafa hlýtt í
húsunum, að hafa engan umgang í
þeim milli mála, aö gefa skepnun-
um ávallt í sama mund, og sjá um
að allar fái þær jafnt fóður sitt,
sem eru í sama húsi, scm má með
því, að strá í flýti ofurlillu heyi
allstaðar á jötuna, svo skepnurnar
veröi rólegar á meðan aðalfóðrið
er látið snyrtilega f jötuna, annars
ryðst féö á jötuna sér til óhægöar.
II
Húsmenn og tað
í íyrirspurnardálki Plógs leit-
uðu menn svara við hinum ýmsum
vandamálum er upp komu f sveit-
um - þar á meöal þessu:
Suðurlandi, fjórum úr Borgarfirði,
þremur úr Vopnafirði og einu af
Jökuldal. Veitt voru sérstök
verðlaun á sýningunni fyrir bestu
skinnin. Eyþór Arnórsson á Fer-
stiklu á 1 Ivalfjarðarströnd fékk
verðlaun fyrir bestu refaskinnin og
Búi Vífilsson á sama stað fyrir
minkaskinnin. Þrír dómarar
dæmdu skinnin og tóku þeir tillit
til ýmissa atriða svo sem þels
þeirra, litar, verkunar, hreinleika,
stærðar og fleiri atriða.
Eins og áður segir er loð-
skinnaverð í heiminum almennt á
uppleið um þessar mundir og
skemmst er að minnast frétta af
góðu verði sem fékkst á uppboöi í
Kaupmannahöfn, ekki alls fyrir
löngu. Siguröur Jónsson segir
veröið þó langt því frá að vera eins
og vera þyrfti. Verðið þyrfti aö
hækka aö minnsta kosti f þrígang
svo bændur færu að verða sáttir
viö sinn hlut.
"Sfðan er skinnaverðið f Arner-
íku á uppleið - á sama tfma og
verið er að endurreisa efnahags-
Iffið þar. Þvf leggjum við traust
okkar á Clinton," sagði Sigurður
Jónsson.
-sbs.
II
Er húsmönnum ckki heimilt, cf
þeir hafa heimaskipti, að flytja
með sér tað undan fénaði sínum,
er þeir kaupa fóður fyrir?" Svar:
"Hvorki má flytja hey eða áburð af
jörðum, ncma svo sé umsamið. Þó
hefur ábúandinn naumast tilkall til
þess áburðar, sern ekki er safnað f
hans cigin húsum cða jarðarinnar.
Stendur það alveg á sama hvort
heyið er keypt af jörðinni, eða af
öðrum jörðum; taðið á að falla til
jarðarinnar, þar scm þvf cr eytt cigi
að sfður."
Um hægindahús -
hagnaður og þrifnaður
Þrifnaöur á sveitabæjum var til
umræðu urn aldamótin ekki síður
en nú þótt vandamálin væru önn-
ur.
II
Hægindahús hafa þýðingu að
fleiru leyti, en er til áburðarins
tekur. Hvað þrifnað snertir, þá eru
þau öldungis ómissandi. Það sæm-
ir sér afar illa að sjá allt útatað í
mannasaur, undir görðum og
veggjum bæjarhúsanna. Ber það
vott um laklcgan þrifnað, og eykur
ódaun og óhollustu. En hvar á
fólkið að hægja sér, þegar ekkert
hægindahús er á bænum? Skortur
á hægindahúsi er því tilfinnanlegri,
sem heimilið er stærra og gest-
kvæmara. Þó eigi væri annars en
en þrifnaðarins vegna, þá ættu
menn ekki að horfa í það, að setja
upp hægindahús; þau geta heldur
aldrei kostaö mikið. I»I
LANDBÚNAÐURINN ER
KOMINN Á FALLANDI FÓT
- Aldamótahugleiðingar
Sigurðar Þórólfssonar ritstjóra
Kétt fyrir sföustu aldamót, árið
1899, hóf nýtt landbúnaðarblaö
gungu sína hér á landi. Hét það
Plógur og var gefið út í Reykjavík.
Ritstjóri þess og ábyrgðarmaður
var Sigurður Þórólfsson.
í ritinu er að finna greinar um
ýmis fagleg efni er lutu að land-
búnaöi þeirra tíma en einnig er
fjallað um almenna stöðu land-
búnaðarins í þjóðfélaginu og land-
búnaðarpólitík eins og hún var á
þeim tíma. Bændablaðið grfpur
hér lítillega niður í landbúnaöar-
umræðuna um sfðustu aldamót og
lætur lesendum sínum eftir að
dæma um hvort þar svipi einhverju
til þeirra umræðna sem fram fara í
dag.
Að rétta við
landbúnaðinn I
- Ameríkuferðir &
óáran
n
Landbúnaðurinn er kominn á fall-
andi fót, segja menn. Því miður er
það satt. Hann er að því leyti á
valtari fæti nú, en oft áður hefir
verið, að þarfirnar eru orðnar svo
ærið margar og kostnaður við bú-
skapinn miklu meiri, bæði hjúa-
hald og ýmis opinber gjöld, sem
alltaf aukast...."
tl
Af þessu leiðir, að margir búa með
hangandi hendi, viljalausir og von-
lausir, og þá er ekki von á, aö vel
fari. Ég hef nýlega fcngið bréf frá
Ameríku, þar sem bréfritarinn seg-
ir meðal annars: Hvað hugsa
bændur heima, aö vilja rífa sig frá
búum sfnum og fiytja hingað
vcstur. Hér er fólk hópum saman
atvinnulaust. Bændur verða að
vinna baki brotnu til þess aö geta
lifað nokkurn veginn þvf lífi, sem
hér tíðkast...."
Að rétta við
landbúnaðinn II
- Grasræktin
ti
Á því er enginn efi, aö grasræktin
er sú ábatasamasta atvinna á landi
voru; það sýnir best afkoma fjölda
einyrkja bænda, sem hafa mikla
ómegð en sáralítinn bústofn. Og
þó segja megi að líf margra þessart
bænda sé oft lítilfjörlegt, þá vita
það þó allir, aö til þess að fram-
færa mörgum börnum til fæðis og
klæðis þótt fátæklegt sé þarf ekki
neitt smáræði. Það er þvf gras-